Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 20

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 20
584 FREYR 15.-16.’91 and Finishing Pig“ (eftir Peter R. English og samstarfsmenn, Farm- ing Press, Ipswich, UK, 1988), bls. 70-73 og hljóða þannig í lauslegri þýðingu: „Ýmislegt bendir til að eftir því sem svínstofnar eru kynbœttir að meiri og hraðari vöðvavexti hafi kjötgœðum farið aftur.“ (bls. 70). „Það hefur um alllangt skeið ver- ið talið mikilvœgt markmið í svína- kynbótum að auka vöðvahlutfall og vöðvavöxt. Kynbætur að þessu marki hafa skilað miklum árangri. Þau gögn sem fyrir liggja sýna að fita í svínaskrokkum hefur minnk- að jafnt og þétt á undanförnum árum. Nú eru menn farnir að velta þvífyrir sérhve langt eigi að ganga í þessa átt. Þeir aðilar sem vinna svínakjöt og neytendur þess eru farnir að hafa áhyggjur af vanda- málum sem tengjast mjög mögru svínakjöti. Gallar sem taldir eru tengjast mjög mögru kjöti eru með- al annars þeir að bakfitan verði mjúk og slyttisleg, skrokkarnir stirðni ekki nógu vel eftir slátrun og erfiðara verði að stykkja þá og sneiða kjötið, bakfitulög flysjist hvert frá öðru og fita og vöðvar í baki hangi illa hvert við annað, fitudreifingin sé óásjáleg, beikon rýrni meira við verkun en áður,og matreitt svínakjöt sé ekki nógu mjúkt og safaríkt en verði þurrt og bragðlaust." (bls. 71-72). „Sú afturför í gœðum fitunnar sem um er rœtt virðist því tengjast mögrum svínum, hvort sem meg- urðin er eðlislœg eða hún stafar af fóðrun eða fóðri. Því virðast vera sett ákveðin mörk hve langt má ganga í þá átt að minnka bakfituna á svínunum með kynbótum. Vera má að nú þegar sé komið að þess- um mörkum í Bretlandi. “ (bls. 73). Önnur tilvitnun um bragðgæði svínakjöts er frá Noregi (Torgeir Lund 1989, „Gris í Norge mot ár 2000“, Gris í ’90, Stavanger 3. og4. november 1989) og hljóðar þannig í lauslegri þýðingu: „Stöðugt fjölgar þeim mat- reiðslufyrirtœkjum og fróðum áhugamönnum um eldamennsku sem telja að gœði norska gríssins séu orðin þannig að kjötið sé bragðlaust, seigt, magurt og þurrt, það sé osjálegt á litinn og úr því renni vökvi við steikiagu. “ Priðja tilvitnunin er grein í tíma- ritinu „Norden Nord-Norges land- brukstidskrift" (nr. 13, 1990, bls. 13). í þessari grein. „Gris fra Kanada til norsk avl“, kemur fram að Norðmenn gera sér vonir um að kjöt af norskum grísum verði safa- ríkara og fleiri grísir fáist úr hverju goti með því að flytja úrvalssvín frá Kanada. Þannig hljóðar þessi áð- urnefnda grein í íslenskri þýðingu: „A þessu ári verða flutt inn úrvalssvín af kynjunum Duroc og Yorkshire til Noregs. Landbúnað- arráðuneytið hefur veitt Svínarœkt- arfélagi Noregs innflutningsleyfi en gerir þœr kröfur að innfluttu svínin verði í sóttkví allt þar til þeim verði slátrað. Það verða fyrst og fremst „barnabörn“ innfluttu svínanna sem verða notuð til blendingsrœkt- ar í Noregi. Það er þörf fyrir kanadísku svínin til þess að fá nýtt blóð inn í norsku stofnana af Yorkshire og Duroc. Eftir að norsk svínarœkt breyttist í það horf að framleiðslan byggðist œ meira á blendingsrækt milli ýmissa svínakynja hefur þörf- infyrir innflutt úrvalsdýr aukist ört. Nú eru svofá dýr til af Yorkshire og Duroc kynjunum að erfitt er að stunda virkar kynbœtur innan þeirra. Þar að auki þarf að fá inn óskyld dýr til að fyrirbyggja skyld- leikarœkt í norsku stofnunum. í Kanada eru margir svínasjúkdóm- ar sem ekki hafa borist til Noregs. Þess vegna eru sett mjög ströng skilyrði um innflutning þaðan. Svínin sem koma frá Kanada verða flutt beint í sóttkvíarbú sem verður langt frá öðrum svínabúum. Það verður ekki fyrr en afkvæmi inn- fluttu svínanna eignast afkvæmi, þ.e. þegar „barnabörn" innfluttu svínanna fæðast, sem hœgt verður að taka svín út úr sóttkvíarbúinu til að kynbœta norsku stofnana. Kostir blendingsræktar eru þeir að blendingar eignast um einum grís fleira í goti en hreinræktuð norsk landsvín. Það gerir það að verkum að framleiðsla á smágrís- um til sölu skilar mun meiri arði þegar blendingrœkt er notuð. Duroc svínin geta gert það að verkum að kjötið af norskum grísum verði safaríkara og auk þess fleiri grísirfáist úr hverju goti. Enn er þó notkun þessa kyns eingöngu á tilraunastigi. “ Fjórða tilvitnunin um bragðgæði svínakjötsins er frá Svíþjóð (And- ers Karlsson og Ann-Charlotte Sjöblom 1990, „Intramuskular fetthalt - köttkvalitets- och avels- aspektar“, 1990 árs Svinavelskon- gerens, 7-9 februari 1990): „Neytendur haldaþvíoftfram að sænskt svínakjöt sé þurrt og bragð- laust. Skýringin á þessu getur m.a. verið sú að vöðvar í svínakjöti eru orðnir fitulitlir, en fitan í vöðvan- um er talin eiga mikinn þátt íþví að gera kjötið bragðgott og safaríkt. “ Fitumál Eins og áður hefur komið fram sýna niðurstöður rannsóknaverk- efnisins frá árunum 1980-1983 að íslenskir sláturgrísir voru mjög feitir miðað við þau svínakyn, sem kynbætt hafa verið í áratugi á kyn- bótabúum og afkvæmarannsókna- stöðvum í nágrannalöndum okkar. Aðurnefndar rannsóknir sýndu ennfremur mikinn breytileika í fitumagni og vaxtarhraða innan ís- lenska svínastofnsins. Arfgengi fitumagnsins er hátt eða á bilinu 0,5-0,6 í erlendum rannsóknum, þess vegna er auðvelt að draga úr fitunni með ströngu úrvali undan- eldisdýra. Allt frá árinu 1984 hefur verið lögð mikil áhersla á að koma til móts við kröfur neytenda um fituminna og bragðgott svínakjöt. Þetta hefur tekist að mestu leyti þar sem nú telst til undantekninga að neytendur kvarti undan of mik- illi fitu í íslensku svínakjöti. Aðurnefnd neytendakönnun frá árinu 1989 staðfestir þessa fullyrð-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.