Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 16

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 16
580 FREYR 15.-16.’91 Lífrœnarvarnirgegn meindýrum ígarðyrkju III. trips (kögurvœngjur). Seinni hluti eftir Garðar R. Árnasoon 2.2. Thripstick. Tripsránmaurinn hefur ekki alltaf tilætluð áhrif og er því gott að aðstoða hann með Thripstick, þeg- ar beðin eru klædd plasti. Thrip- stick inniheldur límefni og skor- dýralyf (deltametrin - Decis). Pað hentar mjög vel með lífrænum vörnum, því það gefur ekki frá sér neinar eitraðar lofttegundir fyrir nytjadýrin, nema ef úðinn lendir á hitarörum. Til að hægt sé að nota Thrip- stick, verða beðin og helst líka gangar að vera klædd með plasti. Gæta þarf þess að efnið fari bara á plastið, nema rétt þar sem gengið er, en ekki á jarðveg, plöntur né hitarör og er því best að úða því með lágum þrýstingi. Lífsferill tripsins er rofinn, þegar tripslirfurnar láta sig falla til jarð- ar, til að púpa sig, því þær festast þá í límefninu og skordýralyfið drepur þær síðan. Best er að úða efninu á plastið, áður en plönturnar eru settar út og áður en göt eru skorin í það fyrir plönturnar. Ef búið er að skera götin í plastið, áður en úðað er, þarf að hylja þau á meðan úðað er. Efnið má einnig nota eftir útplönt- un, sé þess vandlega gætt að úðinn lendi bara á plastinu, t.d. um leið og vart verður við tripsið. Efnið heldur virkni sinni í 8-12 vikur eftir úðun. 2.3. Verticillium lecanii Sveppaættinni Verticillium má skipta í tvo megin flokka, annars vegar í tegundir sem leggjast á plöntur og hins vegar í tegundir sem leggjast á skordýr og að hluta til á aðra sveppi. Verticillium lecanii tilheyrir síðari flokknum. Til að drepa skordýrið þurfa sveppagróin að spíra utan á skor- dýrinu og sveppaþræðir að vaxa inn í það. Með öðrum orðum, þá verða sveppagróin að komast í beina snertingu við skordýrin. Þar sem hér er um sveppategund að ræða, skipta loftslagsþættirnir mjög miklu máli fyrir árangurinn. Þar af skiptir loftrakinn mestu máli og þarf hann að vera mjög hár í a.m.k. 12-15 klst. eftir úðun. í gróðurhúsum eru oft umtalsverðar sveiflur í hita og loftraka og yfir- leitt er auðveldast að halda loftrak- anum nægilega háum að nóttu. Yf- irleitt væri því best að úða sveppn- um síðdegis. Til að ná loftrakanum upp áður en úðað er, þyrfti að úða vatni yfir plönturnar og bleyta ganga vel. Best er að nota mikið vatnsmagn við úðunina, því það auðveldar spírun gróanna og úðað er með háum þrýstingi og hitanum haldið nokkru yfir 18 °C. Sveppa- gróin eru mjög viðkvæm og drep- ast fljótt við óhagstæð skilyrði. „Efnið“ má geyma um tíma á svöl- um stað (4-6°C), en það má aldrei frjósa. Fyrir nokkrum árum var á mark- aði „efni“ sem innihélt Verticilli- um lecanii, en framleiðslunni var hætt vegna mjög breytilegs árang- urs. í dag er annað „efni“ á mark- aði, sem inniheldur mun virkari stofn af V. lecanii og er selt undir nafninu Mycotal. Úða þarf Mycotal eins fljótt og kostur er, eftir að vart hefur orðið við meindýrin og á meðan fjöldi þeirra er enn lítill. Almennt er ráðlagt að úða a.m.k. 3 sinnum á 7 daga fresti, en gegn tripsi má reikna með fleiri úðunum, t.d 4-5 sinnum á viku fresti, til að viðhalda sveppasmitinu í húsinu. Fyrir úðun er ákveðnu magni af Mycotal blandað saman við nokkra lítra af 15-20 °C heitu vatni, 500g eiga að duga á 1500 m:. Hrært er stöðugt í lausninni fyrstu 5 mínúturnar og síðan af og til næstu 3-4 klst, en þá er lausnin tilbúin til úðunar. Mycotal hefur gefið áhugaverð- an árangur bæði gegn nellikutripsi og blómatripsi, svo og gegn ýmsum öðrum meindýrum, t.d. mjöllús og blaðlús. Sveppurinn sýkir bæði lirfur tripsins og fullvaxin dýr. Ekki má nota sveppalyf í a.m.k. 3 daga fyrir og á eftir úðun og ekki ætti að nota sveppalyf sem inni- halda captan, imazalil, benomyl, maneb, tiram, prochloraz, né tolylfluanid. Verticillium lecanii er ekki á skrá hér á landi, enn sem komið er. 2.4. Sápuefni. Með lífrænum vörnum, eða þeg- ar fjöldi meindýranna er að verða of mikill, mætti úða plönturnar með skordýrasápu, t.d. efsta hluta þeirra. Sápuefnin hafa oft gefist vel erlendis, ef þau ná að þekja vel neðra borð blaðanna, þar sem flest

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.