Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 13

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 13
•TTt>T fréttapunktar V—J X X—/ '91* UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • UÞL • Stéttarsamband bænda hefurákveðið að leggja fram sameiginlega kxöfu í * þrotabú Alafoss fyrir hönd þeirra ullarframleið- enda sem hlut eiga að máli. S.B. þarf því að fá formlegt umboð frá umboðsmönnum Álafoss eða þeim framleiðendum sem lögðu ullina inn beint, þar sem fram kemur fjárhæð, umsamin greiðsludagsetning og samþykki viðkomandi framleiðenda fyrir því að Stéttarsambandið fari með kröfugerðina. Samkvæmt lögffæði- legu áliti nær kröfugerðin aðeins til þeirrar ullar sem hafði verið metin fyrir gjaldþrot. Ometin ull telst m.ö.o. eign framleiðenda. Miklar umræður hafa verið í Danmörku að undanfömu um stórfelld uppkaup Þjóðverja á jarðnæði þar í landi, aðallega sumarbústaðalandi á Vestur-Jótíandi. Steininn tók þó úr, að margra mati, þegar danski kaupsýslumaðurinn og stórjarðeigandinn Grevenkop-Castenskiold auglýsti nýlega til sölu 1.300 hektara lands á Vestur- og Mið- Jótlandi í einu vinsælasta frístundaveiði- blaðinuíEvrópu "WildundHund". Þarbýður hann m.a. til sölu eitt helsta varpland gæsa á Norðurlöndum og eftirsótt veiðisvæði, sem staðið hefur til að friða að frumkvæði um- hverfisvemdarsinna. Dönsk blöð spyrja nú hvort hleypa eigi skotglöðum Þjóðverjum í þessa náttúmparadís undir stríðsfyrirsögnum á borð við "Danmörk til sölu". Háværar kröfur em uppi um að dönsk stjómvöld neyti forkaupsréttar en þar sem frést hefur að jarð- eigandinn selji fyrir ekki minna en tíu stafa tölu er talið ólíklegt að svo verði. Allt stefnir nú í sölumet hjá Félagi Hrossa- bænda á Japansmarkaði í haust og svo gæti jafnvel farið að skortur verði á kjöti til útflutnings. Að sögn Halldórs Gunnarssonar hjáF.H. verðurflutt útábilinu 100 til 150 tonn af fitusprengdu pistólukjöti til Japans, sem er allt að því helmingi meira en í fyrra. Samfara aukinni eftirspum hefur verð á hrossakjöti hækkað á Japansmarkaði. Útflutningurinn mun því í fyrsta sinn skila, án útflutningsbóta, fullu verði til bænda, eða rúmum 96 kr/kg auk þess að greiða flugfrakt um 180 kr/kg, sláturkostnað og annan kostnað. Þetta verða að teljast sérstaklega góð tíðindi fyrir hrossabændur þar sem útflutningur til Japans minnkaði milli ár- anna 1989 og 1990, fór úr tæpum 80 tonnum í 70 tonn. Með aukinni eftirspum hefur sú hætta myndast að það vanti kjöt fyrir þennan út- flutning. Halldór Gunnarsson segir að slátra verði 1000 til 1500 hrossum í haust. Þá setji Japanamir sem skilyrði að kjötið sé, auk þess að vera feitt, af fimm vetra eða eldri gripum. Félagið hvetur því alla sem hafa hug á að grípa þetta tækifæri til þess að hafa samband við F.H. eða sláturleyfishafa sem allra fyrst. RALA OG LTSTIN RALA hefur með stuðningi Listskreyt- ingasjóðs ríkisins fengið myndlista- manninn Gunnstein Gíslason til að gera 9 m2 veggskreytingu í anddyri stofnunarinnar. Verkið er svonefnd múrrista og nefnist hún "Lífsþræðir". Þar er á táknrænan hátt lýst hvernig nýkviknað líf brýtur sér leið upp úr moldinni og breiðir úr sér. Er það samdóma álit manna að hér hafi verið vel að verki staðið. Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins • Bændahöllinni v/Hagatorg • 107 RVK • Sími 20025/620025 • Fax 628290

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.