Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 25

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 25
15.-16.’91 FREYR 589 Kjötgœði og frysting dilkakjöts Framleiðsla dilkakjöts er óvíða jafn árstíðabundin og hér á landi. Afleiðing þess er að meirihluta kjötsins verður að frysta og geyma til neyslu síðar. Áhrif frystingar á gœði kjötsins geta verið veruleg ef út af bregður við meðferð þess, en ef rétt er staðið að kœlingu kjötsins eftir slátrun og síðar frystingu er rýrnun gœða lítil. Kjötgœði. Gæði kjöts hafa verið skilgreind sem þeir eiginleikar þess, sem neytendum falla best í geð. Um er að ræða marga eiginleika, sem fara eftir því hver á í hlut og hvenær eftir slátrun kjötið er metið. Þetta eru eiginleikar eins og stærð skrokksins og vaxtarlag, hlutfallið á milli vöðva, fitu og beina og litur fitu og vöðva. Þegar búið er að matreiða kjötið og það er komið á disk neytandans er hins vegar mik- ilvægast að kjötið sé meyrt og bragðgott. Rannsóknir hafa sýnt að af þessum gæðaþáttum er mikil- vægast fyrir neytendur að kjöt sé meyrt, jafnvel þó það sé á kostnað bragðgæða. Seigja. Seigju í kjöti má rekja til ástands stoðvefs í vöðvanum og ástands vöðvafruma. Seigja í stoðvef. Stoðvefur vöðva er kerfi bandvefs- himna er umlykja vöðvann, band- vefshimnur er skipta honum niður í smærri einingar, og loks band- vefshimnur er umlykja hverja vöðvafrumu. Seigja í stoðvef eykst með aldri dýranna vegna sterkari tengsla eggjahvítusameinda í vefn- um en ekki vegna aukningar á magni stoðvefs í vöðvanum. Með- ferð kjöts eftir slátrun hefur lítil áhrif á seigju sem stafar frá stoð- vef, t.d. verður kjöt af gömlum kúm ekki meyrt þó að það sé látið hanga. Seigja í stoðvef skiptir litlu máli í dilkakjöti vegna þess hve Rögnvaldur Ingólfsson. Myndin er tekin þegar hann lauk Master of Sci- ence prófi í matvœlafrœðifrá Háskól- anum í Bristol í Englandi í janúar 1991. lömbin eru ung þegar þeim er slátr- að. Seigja ívöðvafrumum. Seigja í vöðvafrumum er háð með- ferð kjötsins eftir slátrun og þá sérstaklega hraða kælingar, en tímanum eftir slátrun er hægt að skipta í tvö tímabil. Fyrra tímabilið er frá slátrun þar til dauðastirðnun lýkur, en á því tímabili er mikil- vægt að kæliferli kjötsins sé rétt. Seinna tímabilið er eftir að dauða- stirðnun lýkur, en þá hefst hin eiginlega meyrnun kjöts sem er nauðsynleg til að fram náist full gæði. Kœiing kjöts. Eftir slátrun er kjöt kælt, en hraði kælingarinnar á tímabilinu þar til dauðstirðnun lýkur skiptir miklu máli fyrir endanleg gæði þess. Hvenær dauðastirðnun lýkur í kjöti eftir slátrun er bundið efna- skiptum kjötsins, en þau eru mis- munandi hröð eftir dýrategundum eins og sjá má af töflu 1. Einnig hefur hitastig áhrif á myndun dauðastirðnunar. Tafla 1. Full dauðastirðnun kjöts af nokkrum dýrategundum. Tegund Tími frá slátrun Nautakjöt 10-30 klukkustundir Dilkakjöt 10-20 klukkustundir Svínakjöt 0,5-8 klukkustundir Hænsnakjöt 0.2-2 kiukkustundir Seigja í vöðvafrumum verður því meiri sem samdráttur þeirra er meiri er dauðastirðnun lýkur. Ef kæling er of hæg eða of hröð drag- ast vöðvafrumur saman, herpast og afleiðingin verður seigt kjöt. Talað er um þrenns konar herp- ingu: 1. Kæliherping verður þegar kjöt er kælt of hratt eða fryst of snemma. 2. Þíðuherping ef kjöt er fryst áður en dauðastirðun er lokið og þítt hratt upp aftur. 3. Stjarfaherping ef kjöt er kælt mjög hægt, en minnstur samdrátt- ur verður ef það stirðnar við + 15°C. I dilkakjöti er lang hættast við kæliherpingu vegna þess að dauða- stirðnun lýkur tiltölulega seint og skrokkurinn er það lítill að hann kólnar tiltölulega fljótt. Hægt er að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.