Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 11
15.-16.’91
FREYR 575
sjó með fólk sem er óvant og veitt
fræðsla um umhverfið þarna niður-
frá.
Svo aftur ef það er vant fólk sem
vill fara lengra þá er riðið inn dal-
inn og upp á Höfðabrekku og nið-
ur hjá Múlakvísl og hér vesturum.
Ég sé svo að það eru hér tjarnir
rétthjá bœnum.
Já, við létum ýta upp görðum
þannig að það mynduðust hér þrjár
tjarnir eða lón. Við slepptum fiski í
þetta og það er mjög vinsælt að fá
að veiða þarna. Núna veiðast þar
bleikjur sem eru rúmlega tveggja
punda og svo slepptum við líka laxi
í lónin og þeir eru sérstakir happ-
drættisvinningar og gera mikla
lukku þegar þeir veiðast. Við feng-
um fiskinn í seiðauppeldisstöð hér
í Vík.
Fleira?
Já, það er búið að merkja hér
gönguleiðir. Það var fólk í Vík sem
tók að sér að merkja þær.
Svo er verið að koma upp
golfvelli íVík.
Já, hann var vígður 17. júní sl. Það
er mjög þarft framtak til að fá fólk
til að halda hér kyrru fyrir nokkurn
tíma. Núna sér maður eldri menn
vera að draga kerrur með kylfum á
Hestarnir á Höfðabrekku.
Mér virðist þú hafa nokkuð mikið
á þinni könnur. Hvernig gengur
þér að komastyfir þetta?
Þetta er auðvitað alltof umfangs-
mikið fyrir eina manneskju. Varð-
andi þrif þá hef ég fengið konur
Sólveig og Jóhannes á Höfðabrekku ásamt tveimur sona sinna, þeim Kristjáni
t. v. og Ingvari.
eftir sér um götur Víkurkauptúns.
Svo var byrjað með upplýsinga-
miðstöð í Vík í vor fyrir ferða-
menn.
Hefur þú áhyggjur af að
uppbygging ferðaþjónustunnar
hér um slóðir verði meiri en
markaðurinn leyfir?
Sú hætta er auðvitað fyrir hendi.
Hins vegar tel ég ekki einsýnt að
það fari þannig hér um slóðir. Ég
held að fólk átti sig á því að það
kostar mikla fjármuni og fyrirhöfn
að byggja svona þjónustu upp og
fólk verður að hafa eitthvað annað
með til að hafa fyrir stafni og lifa
af. í þessari þjónustu er ekkert sem
tryggir það að það komi ferða-
menn. Það getur svo margt gerst
sem dregur úr ferðum fólks, verk-
föll, stríð úti um heim, minni
fjárráð fólks o.fl. í þessari starf-
semi gildir það að gera sér grein
fyrir að það er verið að taka
áhættu.
Það réð miklu um ákvörðun
okkar að fjölskyldan er öll ánægð
hérna. Elsti sonurinn er í skóla í
Reykjavík á veturna og hann vill
koma aftur og starfa hér. Við höf-
um því velt því fyrir okkað að við
foreldrarnir tökum að okkur
ferðaþjónustuna en hann fjárbúið.