Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 28

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 28
592 FREYR 15.-16.’91 Nokkrir lambsskrokkar sem notaðir voru í tilraununum. Eyrun hanga við skrokkana þangað til eftirlitsmaður EB hefur staðfest niðurgreiðslur á kjötið. staðlaða meðferð á kjöti fyrir fryst- ingu. Þannig er ekki vitað hve lengi uppþítt kjöt þarf að meyrna til að ná viðunandi gæðum. Einnig getur verið nokkur hætta á kæliherpingu kjöts. Þetta getur gerst þegar mjög kalt er í veðri þannig að kæling verður of hröð og þegar kæli- geymslur sláturhúsanna rúma ekki dagsslátrun þannig að fryst er of fljótt eftir slátrun. Úr þessu er þó hægt að bæta með nægilega stórum kæligeymslum með stillanlegu hita- og rakastigi. Með staðlaðri meðferð kjötsins fyrir frystingu væri hægt að gefa nákvæmar leið- beiningar um meðferð þess eftir uppþíðingu. Markaðssetning á þíddu kjöti. Margar verslanir eru með þítt dilkakjöt í kjötborðum sínum. Oft hefur þetta kjöt auðsjáanlega verið sagað niður áður en það hefur ver- ið þítt. Það er því stundum ekki girnilegt á að líta, þar sem að oft liggur það í blóðvökva og einnig sést á því kjötsag. Uppþítt kjöt sem búið væri að láta meyrna í heilum skrokkum mætti hluta á hefðbund- inn hátt og pakka í hentugar um- búðir til sölu. Það er mikilvægt, bæði fyrir framleiðendur og neyt- endur, að hér sé á markaði allt árið dilkakjöt, sem er girnilegt á að líta, hefur full gæði bæði hvað varðar mýkt og bragð og er tilbúið til matreiðslu. Rögnvaldur Ingólfsson er héraðsdýra- lœknir í Búðardal. Hann lauk M.S.-prófi í Meat Science við Háskólann í Bristol í Engtandi í janúar sl. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif rafmagnsörvunar og fyrstingar á meyrnun kjöts. Fréttir frá Stéttarsambandi bænda. Frh. afbls593. stjórn náttúruvísindadeildar Vís- indasjóðs. Samþykkt að tilnefna Hákon Sigurgrímsson, frkv.stjóra. Sveitaheimsóknir skólabarna. Lögð var fram umsókn frá Upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins um 50 þús. kr. framlag til að standa straum af kostnaði við sveitaheim- sóknir skólabarna. Gert er ráð fyr- ir hliðstæðu framlagi frá öðrum aðildarfélum Upplýsingaþjónust- unnar. Róðstefna um mataröryggi og umhverfismál. Lögð var fram dagskrá sem Al- þjóðasamband búvöruframleið- enda, IFAP, mun halda hér á landi dagana 16.-18. október nk. Yfir- skrift ráðstefnunnar er: „Matarör- yggi og umhverfismál - landbúnað- ur í lykilhlutverki". Ráðstefnan er haldin með til- styrk íslensku ríkisstjórnarinnar en Islandsdeild Norrænu bændasam- takanna, NBC, hefur að mestu annast undirbúning hér á landi. Gert er ráð fyrir 120-150 erlendum þátttakendum. Ráðstefna þessi er hugsuð sem liður í undirbúningi að mikilli um- hverfisráðstefnu sem Sameinuðu þjóðirnar hafa boðið til í Brasilíu á næsta ári. Málefni ullariðnaðarins. Kynnt var að viðskiptaráðherra óski eftir tilnefningu í nefnd sem ætlað er að fjalla um þá starfsemi sem Álafoss hf. hafði með hönd- um, m.a. ullarþvott og bandspuna. Ákveðið var að tilnefna Gunnlaug A. Júlíusson íþá nefnd af hálfu SB. Jafnframt óskar landbúnaðar- ráðherra eftir tilnefningu í nefnd sem ætlað er að fjalla um ullar- framleiðslu á breiðum grundvelli. Ákveðið var að tilnefna Þórarin Þorvaldsson í þá nefnd af hálfu SB. Atvinnuleysi í Efnahagsbandalaginu Á fyrrihluta ársins 1991 var at- vinnuleysi í löndum Efnahags- bandalagsins að meðaltali 8,5%. Mest var atvinnuleysið í írlandi, rúm 16%, og á Spáni tæp 16%. í Bretlandi var atvinnuleysið þá 7,8%. (Bonde og smábruker, 8. júní 1991.)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.