Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 14

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 14
578 FREYR 15.-16.’91 Golfvöllur f Vík f Mýrdal Viðtal við Paul Richardson Paul Richardson ferðaþjónustubóndi á Eystra-Skagnesi í Mýrdal og framkvœmdastjóri Ferðaþjónustu bœnda hefur komið upp golfvelli í Vík í Mýrdal, í jaðri kauptúnsins. Fréttamaður Freys leitaði fregna hjá honum afþessu framtaki. Teigur á golfvellinum i Vík í Mýrdal, uppi við Reynisfjall. Teigurinn er gamall kartöflugarður, sem að stœrð og staðsetningu er sniðinn fyrir golfteig. Á myndinni eru t. v. Benedikt Sigurbjörnsson átaksverkefnisstjári og Arnaldur M. Bjarnason atvinnumálafulltrúi. (Ljósm. M.E.) Hvernig varð þessi hugmynd til? Þessi hugmynd varð til í framhaldi af því að ég hef orðið var við mjög vaxandi áhuga á golfíþróttinni bæði hér á landi og erlendis. Menn víla jafnvel ekki fyrir sér að fara til útlanda til að stunda golf. A hinn bóginn starfa ég við ferðaþjónustu og þar er eitt hið mikilvægasta að iengja ferða- mannatímann. Við höfum rnikinn annatíma yfir hásumarið, e.t.v. í þrjá mánuði, en utan þess er lítið að gera. Mér finnst golfíþróttin vera ein af þessum leiðum til að lengja nýt- ingartímann, auk þess sem golf fellur vel að öllum aðstæðum hér á landi. Vík í Mýrdal er e.t.v. sérstaklega kjörin í þessu skyni? Já, það er margt sem mælir með þessum stað, m.a. er staðurinn til- tölulega stutt frá Reykjavík, sem er aðalmarkaðssvæðið. Það er sandur undir vallarsvæðinu en undir fyrstu golfvöllunum var einmitt sandur. Það var í Skotlandi þar sem vagga íþróttarinnar stóð. í Vík fer frost fljótt úr jörðu ef jörð frýs þá yfirleitt. Völlurinn verður tilbúinn fyrr á vorin en víð- ast hvar annars staðar á landinu og unnt að nota hann lengur fram á haust og vetur. Auk þess má geta þess að þarna er mikil náttúrufegurð og það skiptir líka máli. Hefur þetta verið dýr framkvœmd? Það getur verið álitamál, hvað er dýrt. Hins vegar þarf að hafa þarna alldýrar sérhæfðar vélar, sem verð- ur að útvega, eina til að slá flatirnir og aðra til að slá brautirnar. Svo er kostnaður við að þekja og ganga frá brautunum og við merk- ingar. Landgræðsla ríkisins hefur haft umsjón með þessu landi og hefur séð um uppgræðslu þarna. Hvar eru svo þessi mál stödd nú í júlí? Það er ýmsu ólokið. Hins vegar var formleg opnun 17. júní sl. þar sem oddviti Mýrdalshrepps, Guð- mundur Elíasson, sló fyrsta högg- ið. Þarna var þá fjöldi fólks og góð stemning. Núna leyfum við fólki að fara um völlinn og leika golf til að kynnast honum, en við tökum ekki gjald ennþá. Ertu farinn að huga að markaðssetningu vallarins? Áður en það er gert í alvöru þarf að mæla völlinn út af fagmönnum og fá hann viðurkenndan eftir alþjóð- legum staðli. Auk almennrar út- leigu gefa golfmót töluverðar tekj- ur og ég vonast til að þarna verði haldið golfmót í haust. Ég held að það sé ekkert erfitt að kynna völlinn. Golfáhugamenn

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.