Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 32

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 32
596 FREYR 15.-16.’91 Á fundi framkvœmdanefndar Framleiðsluráðs 4. júlí sl. gerðist m.a. þetta: Aðlögun sauðf járrœktar að innanlandsmarkaði. Kynnt var reglugerð um aðlögun fullvirðisréttar til framleiðslu sauðfjárafurða að innanlands- markaði, nr. 313 frá 2. júlí 1991. í II. kafla reglugerðarinnar er fjallað um kaup ríkissjóðs á full- virðisrétti til sauðfjárframleiðslu fram til 1. september nk. og hafa þær reglur áður verið kynntar, m.a. íFréttabréfi Stéttarsambands bænda nr. 2/1991. í III. kafla reglugerðarinnar er fjallað um niðurfærslu fullvirðis- réttar til sauðfjárframleiðslu 1. september nk. á þeim svæðum þar sem ekki hafa náðst markmið upp- kaupa nýtanlegs réttar með frjálsri sölu. Markmiðin eru að kaupa 12% réttarins á þeim búmarkasvæðum þar sem sauðfjárréttur er innan við 70% af samanlögðum rétti til sauð- fjár- og mjólkurframleiðslu. Þar sem sauðfjárréttur er 70-90% heildarréttarins skulu kaupin nema 9,6% sauðfjárréttarins og á búmarkssvæðum þar sem réttur til sauðfjárframleiðslu er yfir 90% heildarréttarins skulu kaupin á sauðfjárrétti miðast við 7,2% minnkun nýtanlegs fullvirðisrétt- ar. Undantekning frá þessu er þó sú að selji einhver búmarkssvæði rétt til sauðfjárframleiðslu umfram framangreind markmið þá gagnast það öðrum svæðum í fyrri niður- færlsu. I IV. kafla reglugerðarinnar er fjallað um sölu fullvirðisréttar milli framleiðenda og fylgir hann hér á eftir: 15. gr. Heimild til sölu. Á tímabilinu frá 1. september 1991 til 31. ágúst 1992 er heimil sala á fullvirðisrétti milli framleið- enda á lögbýlum með skilyrðum 16.-20. greinar. Sala verður þó fyrst heimil að lokinni fyrri niður- færslu eða þegar kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti á viðkomandi bú- markssvæðum hafa náð aðlögun- armarkmiðum skv. 9. og 10. gr. Sé lögbýli í leiguábúð þarf sam- þykki eiganda og ábúanda fyrir ráðstöfun fullvirðisréttar. 16. gr. Takmarkanir á sölu fullvirðisrétt- ar. Fullvirðisréttur sem leigður hef- ur verið Framleiðnisjóði landbún- aðarins má því aðeins selja að hann hafi verið í framleiðslu hjá viðkom- andi framleiðanda næstliðin tvö ár fyrir sölu. Fullvirðisréttur sem bundinn er í fjárskiptasamningi við Sauðfjár- veikivarnir verður seljanlegur að liðnum samningstíma og þegar samningurinn telst fullefndur að öðru leyti. 17. gr. A ukning fullvirðisréttar. Hverjum framleiðanda á lögbýli er heimilt að kaupa sér fullvirðis- rétt að því marki að hann auki sinn fullvirðisrétt um 15% frá þeim full- virðisrétti sem hann var skráður fyrir til framleiðslu verðlagsárið 1991/92. 18. gr. Gróðurvernd. Landbúnaðarráðherra er heim- ilt að takmarka eða stöðva kaup á fullvirðisrétti ef fyrir liggur rök- stutt álit Landgræðslu ríkisins þar um. Landbúnaðarráðherra ákveð- ur nánari starfsreglur hér að lút- andi. Framleiðsluráð landbúnaðarins skal veita Landgræðslu ríkisins upplýsingar um fyrirhuguð við- skipti með fullvirðisrétt milli ein- staklinga jafnóðum og tilkynning- ar berast. 19. gr. Forkaupsréttur. Ríkissjóður hefur heimild til að kaupa 20% af fullvirðisrétti í hverri sölu. Það hlutfall getur verið lægra eða ekkert á ákveðnum svæðum eða búum sem byggja af- komu sína nær eingöngu á sauð- fjárrækt. Ríkissjóður greiðir kr. 380 á kg. 20. gr. Tilkynningar og staðfesting. Viðskipti með fullvirðisrétt skulu tilkynnt á þar til gerðum eyðublöðum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins lætur í té og munu liggja frammi á skrifstofum búnað- arsambanda. Viðskiptin taka fyrst gildi þegar staðfesting Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins liggur fyrir. í V. kafla er fjallað um frjáls kaup ríkissjóðs á fullvirðisrétti til sauðfjárframleiðslu á tímabilinu 1. september 1991 til 31. ágúst 1992. Verð fyrir fullvirðisrétt og förgun- arbætur á því tímabili eru mun lægri en á fyrra tímabilinu. I reglugerðinni er ekki að finna ákvæði um fyrirkomulag síðari niðurfærslu sem samið hefur verið um að gerist 1. september 1992. Þó má gera ráð fyrir að heildarkaup og niðufærsla verði samanlagt um 30% af fullvirðisrétti eins og hann er á verðlagsárinu 1991-1992. Umsjón með framkvæmd reglu- gerðarinnar er falin Framkvæmda- nefnd búvörusamninga sem aftur hefur samið við búnaðarsambönd- in um öll samskipti við fullvirðis- réttarhafa hvert á sínu svæði.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.