Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 33

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 33
15.-16.’91 FREYR 597 Atriði við stjórn sauðfjárf ramleiðslunnar skv. nýjum búvörusamningi. Kynnt var eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Búnaðarsambands Austurlands 1991: “Aðalfundur BSA 1991 beinir því til stjórn Stéttarsambands bænda og landbúnaðarráðuneytis að leggja áherslu á eftirfarandi at- riði við samningu reglugerða: 1. Að ríkissjóður kaupi fullvirð- isrétt þeirra ábúenda á ríkis- jörðum sem óska eftir að selja. Greiðsla fyrir hann fyrnist á 10 árum með jafnri fyrningu á hverju ári. Flytji viðkomandi bóndi af jörðinni áður en fyrn- ingartíma er lokið, dragist sá hluti sem þá er ekki fyrndur, frá eignum bóndans á jörð- inni. 2. Fundurinn geri kröfu um að þeir bændur sem búa við nið- urskurðar- og fjárskiptasamn- inga vegna útrýmingar riðu- veiki eigi óskoraðan rétt á óskertri beinni greiðslu út á greiðslumark sitt næsta þriggja ára tímabil eftir að fjártaka hefst, þótt þeir framleiði þá innan við 80% af greiðslu- marki viðkomandi jarðar. 3. Fundurinn krefst þess að nið- urfærsla á framleiðslurétti á árinu 1992 verði bundin sömu svæðamismunun og niður- færslan 1991. 4. Fundurinn krefst þess að réttur fjárskiptabænda verði í 3 ár eftir að fjárleysistímabili lýkur, jafnrétthár í sölu milli bænda, sem og öllu öðru leyti, og réttur í fullri framleiðslu. 5. Tryggt verði að niðurfærsla verðs á kindakjöti til bænda samkvæmt búvörusamningi skili sér að fullu til neytenda. Á fundi framkvœmdanefnd- ar Framleiðsluráðs 25. júlí sl. gerðist m.a. þetta: Verðuppbót á mjólk. Kynnt var bréf frá landbúnaðar- ráðuneytinu þar sem óskað er eftir að Framleiðsluráð reikni út hver var verðvöntun mjólkurframleið- enda vegna mjólkurinnleggs í des- ember 1990. Þá var tekin inn í verðlagsgrundvöll mjólkur lækkun á kjarnfóðurskatti sem þó kom fyrst til framkvæmda hinn 1. janú- ar 1991. Áhrif skattsins í desember voru metin kr. 0,28 á lítra mjólkur og verður sú upphæð greidd til framleiðenda. Álls nemur þessi uppbót kr. 2,3. millj. og verður hún greidd af niðurgreiðslufé. Skylduaðild sauðfjór- og kúabænda að búnaðarfélagi. Kynnt var eftirfarandi ályktun sem gerð var á aðalfundi Búnaðarsam- bands Austurlands 1991: „Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands leggur sterka áherslu á að fullvirðisréttur verði bundinn aðild að búnaðarfélagi. Fundurinn telur ekki vansalaust fyrir bænda- stéttina að þessi grundvallarrétt- indi sauða- og kúabænda geti verið í höndum manna sem ekki eru í stéttarfélagi." Frh. á bls. 576 Hitakútar — miðstöðvarkatlar Viftur — rafmagnsofnar ELFA GÆÐA T/EKI Valin úrvals merki með áratuga reynslu ELFA-OSO hitakútar 30-50- 120-200-300 lítra, vel ein- angraðir úr ryðfríu stáli. Ára- tuga goð reynsla. -craxnirrairnjniiminrr TTrrrrrrrmTm ELFA-VORTICE Rafmagnsþilofn- ar 600-2000 wött. Rafmagnshitablásarar 2000 wött Hitastýrðir — styrkstilltir. ELFA-CTC fjölnýtikatlar til brennslu á olíu, timbri, rusli, mó o.fl. Einnig rafmagnshit- un. Innbyggð stýrikerfi. Auð- veldir í uppsetningu. ELFA-VORTICE Iðnaðan/iftur, gripahúsaviftur, baðviftur. Hagstœtt verð og góðir greiðsluskilmálar. Einar Farestveit & Co HF Borgarlúni 28. simi: 622900.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.