Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 27

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 27
15.-16.’91 FREYR 591 Flegið upp á gamla móðinn í tilraunasláturhúsi Matvcelarannsóknastofnunar- innar í Bristol. Tafia 3. Seigja í kg í fersku og þfddu dilkakjöti eftir kœligeymslu í 1,3 og8daga. Fryst eftir 6 klst. Fryst eftir 24 klst. Ekki fryst 1dagur 6.59 5.17 6.71 3 dagar 4.73 4.24 5.15 8 dagar 2.78 2.90 4.20 Seigjumœlingar. Hægt er að meta seigju í kjöti með því að fá hóp þjálfaðra smakkara til að dæma kjötið, skynmat, en einfaldara er að mæla seigju í þar til gerðum mælitækjum. Seigjan er þá gefin upp í kg. Smakkarar telja dilkakjöt sem hefur seigjuna 5 kg í eftirfarandi tilraun viðundandi meyrt en hærra en 5 kg of seigt. Frystitími eftir slátrun og seigja. Við Háskólann í Bristol var gerð tilraun þar sem seigja og meyrnun í dilkakjöti sem var fryst 6 klukku- stundum og 24 klukkustundum eft- ir slátrun var borin saman við seigju og meyrnun í kjöti sem ekki var fryst. Eftir slátrun var kjötið látið lianga við +10°C þangað til það var fryst eða sett í kæli við +20°C 24 klukkustundum eftir slátrun. Kjötið sem var fryst var geymt við -20°C í 7 daga og þá þítt upp aftur við +7°C í 24 klukku- stundir. Eftir uppþíðingu var það sett í kæli við +2°C eins og ófrysta kjötið. Sýni voru tekin til seigju- mælinga strax eftir uppþíðingu og borin saman við kjöt sem ekki hafði verið fryst 24 tímum eftir slátrun. Sýni voru síðan tekin tveimur dögum og 7 dögum síðar. Niðurstöðurnar er að finna í töflu з. Eins og sjá má af töflunni var kjöt sem fryst var snemma og kjöt sem ekki var fryst mun seigara en kjöt sem fryst var eftir 24 klukku- stundir. Eins og áður hefur verið sagt er kjöt með seigjuna 5 talið viðunandi meyrt. Kjöt sem fryst var 24 tímum eftir slátrun var и. þ.b. viðunandi meyrt strax eftir uppþíðingu við kælihitastig. Kjöt sem fryst var 6 klukkustundum eft- ir slátrun og kjöt sem ekki var fryst varð hins vegar viðunandi meyrt eftir tvo daga í viðbót í kæli. Þá var hins vegar kjöt sem fryst var eftir 24 klukkustundir orðið mjög meyrt. í tilrauninni kom í ljós að fryst- ing og uppþíðing í sjálfu sér meyrir kjöt um u.þ.b. 15%. Þetta er mikið þegar haft er í huga að ófryst dilka- kjöt meyrnar um 50% á sjö dögum. Hraði meyrnunar kjöts, sem fryst var 6 klukkustundum eftir slátrun, 24 klukkustundum eftir slátrun og kjöts sem ekki var fryst, var sá sami. Þetta þýðir að hægt er að fresta meyrnun kjöts, sem á að frysta, þar til eftir uppþíðingu. Það meyrnar jafn hratt og kjöt sem ekki er fryst og nær fullum gæðum. Vökvatap. Vökvatap kjöts stendur í réttu hlutfalli við fjölda og stærð skurð- arflata og tímann frá því kjötið var skorið sundur. Lítið sem ekkert vökvatap er úr heilum skrokkum og stórum kjötstykkjum nema með uppgufun frá yfirborði. Kjöt sem hefur verið fryst tapar meiri vökva og auðveldar en kjöt sem ekki hef- ur verið fryst. Það er því mikil- vægt, ef láta á kjöt meyrna eftir uppþíðingu, að það sé gert í heilum skrokkum en ekki niðursagað. Hægt er að þíða kjöt í heilum skrokkum án teljandi rýrnunar við kælihitastig. Mikilvægt er að þítt kjöt sé pakkað þannig að ekki sé á því þrýstingur. T.d. hefur pökkun á þíddu kjöti í lofttæmdar umbúðir mikið vökvatap í för með sér. Lenging sláturtíðar og gœði dilkakjöts. Vitað er að bragð dilkakjöts fer eftir fóðrinu. Leiða má að því líkur, að bragðgæði íslenska dilka- kjötsins séu vegna fóðursins; íslensks úthagagróðurs. Til þess að hafa ófryst kjöt lengur á markaði hefur jafnvel verið talað um að slátra allt árið. Lenging sláturtíð- ar, sem hafa myndi í för með sér fóðrun dilka á húsi fyrir slátrun, myndi óefað rýra þessi bragðgæði og auka kostnaðinn við framleiðsl- una. Frysting og gœði. Það háir dilkakjötsframleiðsl- unni að afurðastöðvar hafa ekki

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.