Freyr

Árgangur

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 7

Freyr - 01.08.1991, Blaðsíða 7
15.-16.’91 FREYR 571 — 111« b \ I 1 I 1 Km 11« Lög og reglugerðir um búfjárhald Á síðasta Alþingi voru samþykkt lög um búfjárhald, nr. 46/1991. í 1. gr. laganna segir að lögin skuli tryggja svo sem föng eru á góða meðferð og aðbúnað búfjár og að við framleiðslu búfjárafurða sé ein- göngu notað hraust og heilbrigt búfé. I 7. grein laganna segir m.a: „Landbún- aðarráðherra er rétt að gefa út reglugerðir fyrir einstakar búfjártegundir þar sem nánar er kveðið á um atriði er lúta að aðbúnaði og meðferð gripa, gripahúsa, þar með talin ákvæði um innréttingar, rýmisþörf gripa, loftræstingu, birtu í húsi, fóðurgeymslur og fóðurútbúnað, svo og ákvæði um umhirðu gripa og eftirlit, skráningu á vanhöldum og heilbrigði búfjár og eftirlit með gripum sem ganga úti hluta ársins. Jafnframt er í reglugerð heimilt að kveða á um kröfur til reynslu og þekkingar þeirra sem búfé halda eða hirða.“ I 8. grein segir: „Landbúnaðarráðu- neytið skal beita sér fyrir því í samvinnu við Búnaðarfélag íslands, viðkomandi bú- greinafélag, yfirdýralækni og dýravernd- arnefnd að fyrir hverja búfjártegund verði gefnar út leiðbeinandi reglur um sem flesta þætti er lúta að fóðrun. aðbúnaði, meðferð og heilbrigði búfjár af viðkom- andi tegund. Tryggt skal að slíkar reglur séu endurskoðaðar reglulega í samræmi við bestu þekkingu á hverjum tíma.“ í framhaldi af því sem hér hefur verið rakið hefur landbúnaðarráðherra gefið út tvær reglugerðir við þessi lög. Önnur er reglugerð nr. 219/1991 um aðbúnað og heilbrigðiseftirlit á svínabúum og hin er reglugerð nr. 263/1991 um loðkanínurækt. í þesum reglugerðum er leitast við að framfylgja þeim greinum í lögum um búfjárhald sem vitnað er í hér að framan. Athygli hefur vakið að útkoma beggja þessara reglugerða hefur orðið tilefni uin- ræðna í fjölmiðlum. DV birti gamanmál á kostnað hennar sem Steingrímur J. Sigfús- son fyrrv. landbúnaðarráðherra svaraði og teiknaranum Sigmund varð tilefni að mynd í Morgunblaðinu. Síðari reglugerðinni, um loðkanínu- rækt, varð Guðmundi Einarssyni, aðstoð- armanni Jóns Sigurðssonar, iðnaðarráð- herra, að umræðuefni í þætti undir stjórn Páls Heiðars Jónssonar á laugardags- morgni í Ríkisútvarpinu, rás 1, hinn 6. júlí sl. Þar hæddist hann óspart að ýmsum fyrirmælum reglugerðarinnar og fannst um ofstjórn að ræða, en þar var verið að mæla fyrir um framkvæmd áðurgreindra laga um búfjárhald, sem ríkisstjórn, þar sem Alþýðuflokkurinn átti aðild, beitti sér fyrir að setja. Það hefur löngum verið notað sem mælikvarði á mannlegt samfélag hvað gert sé fyrir þá sem minni máttar eru og hafa ekki sjálfir tök á að verja hlut sinn. Pað á jafnt við um menn og málleysingja. Varð- andi meðferð á málleysingjum, þ.e. búfé, hefur til skamms tíma einkum skort á að því hafi verið séð fyrir tryggu vetrarfóðri og miðuðust lagafyrirmæli við að stuðla að því og bæta úr ef misbrestur varð á. Frh. á bls. 600.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.