Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 6

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 6
762 FREYR 21 .’93 Sölumál kindakjöts Alkunna er að jafnaðarmerki má setja á milli sauðfjárræktar og búsetu í því dreif- býli sem liggur fjarst þéttbýli og býr við verstar samgöngur. Staða þessara byggð- arlaga og annarra sauðfjárræktarsvæða stendur og fellur með því hvernig sala sauðfjárafurða gengur. Það að framleiðsla og sala kindakjöts, einnar kjöttegunda, hefur lengi verið háð opinberri stjórn hef- ur a.m.k. að hluta verið til merkis um að pólitískur vilji hefur verið fyrir því að styðja byggð í dreifbýli. Þáttur í því hefur verið að greiða niður verð á kindakjöti meira en verð annarra kjöttegunda og nú síðast að greiða svokall- aðar beingreiðslur út á kindakjötsfram- leiðslu, eina kjöttegunda. A síðustu árum hefur verið losað um verðmyndun á búvörum, framleiðendur hafa í auknum mæli tekið verðlagningu afurða sinna í sínar hendur og samkeppni hefur aukist. Að nokkru tengist það því að í framtíðinni mun verða losað um verslun á búvörum milli landa, fyrst samkvæmt EES samningum en síðar væntanlega GATT- samkomulagi. Nú er að koma í ljós, eins og reyndar lengi hefur verið bent á, að það skipulag og sá stuðningur sem kindakjöt hefur búið við og ætlað hefur verið til að vernda greinina, hefur annmarka. Þessir ann- markar hafa skýrst að undanförnum. Á síðustu vikum hefur verið áberandi um- ræðu um að ver'uleg sala eigi sér stað á kindakjöti utan löglegs sölukerfis og án þess að heilbrigðisskoðun á því fari fram. Þessi framhjásala kippir, ef ekkert er að gert, hægt og bítandi fótunum undan bein- greiðslukerfinu, þar sem beingreiðslur miðast við skráða innanlandssölu, sem vænta má að minnki að sama skapi. Við blasir að gera þarf bragarbót á kerfinu. Finna þarf fyrirkomulag sem hvetur framleiðendur til að láta fram- leiðsluna ganga rétta boðleið. Það sem vegur þar þyngst er að útflutningur á kindakjöti á skaplegum kjörum geti átt sér stað. Töluvert er unnið að þeim málum um þessar mundir og þar kemur í ljós að stærsta tromp okkar íslendinga er að hér er unnt að uppfylla ýtrustu kröfur um hreinleika afurðanna og jafnvel að bjóða fram kjöt af gripum sem lifað hafa á óábornu landi og engin lyf fengið. Draumar um bjarta framtíð í útflutningi kindakjöts frá íslandi hafa verið margir á liðnum áratugum. Fæstir þeirra hafa orðið að veruleika og allra síst eftir að offram- leiðsla á búvörum í hinum vestræna heimi varð eins og hún er nú. Reynslan sýnir að flest er breytingum undiropið og um þess- ar mundir eru það hreinleiki og gæði mat- væla sem fær vaxandi athygli í heimi þar sem mengun er sífellt að aukast. Vandamál í landbúnaði eru ekki bundin við Island eitt. Víða í Vestur-Evrópu er staða bænda engu skárri og jafnvel verri, þar sem offramleiðsla blasir við og verð fer lækkandi. Haldreipi okkar getur þar verið hreinleiki þeirrar vöru sem við höfum upp á að bjóða og mikil gæði hennar. Þess ber að óska að það dugi til að rétta við stöðu sauðfjárræktar hér á landi og koma skikki á umsetningu og sölu kindakjöts jafnt inn- anlands sem á erlendum mörkuðum. M.E.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.