Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 36

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 36
792 FREYR 21.’93 Ormalyf og ormaveiki í sauðfé Páll A. Pálsson, fv. yfirdýralœknir Þess heíur verið farið á leit að ég greindi í stuttu máli frá lyfjum sem bœndur hafa notað gegn ormaveiki í sauðfé sem og þeim iyfjum sem nú (1993) eru á Sériyfjaskrá og því tiltœk til notkunar, en samkvœmt gildandi lagaákvœðum er ekki heimilt að selja hér á landi sérlyf nema þau hafi verið tekin upp í áðurnefnda skrá. Fyrst er þó rétt að víkja fáum orðum að ormaveiki í sauðfé sem margir hafa talið að sé sá sjúkdómur sem einna mestu tjóni hefur valdið sauðfjárbændum. Enn í dag getur ormaveikin valdið verulegu tjóni ef ekki er verið á verði en mjög er sú hætta mismikil eftir staðháttum, búskaparlagi, búfjárhögum, heyverkun og veð- urfari. í meltingarvegi sauðfjár er að 'jafnaði að finna tegundir þráð- orma og sjást þeir við krufningu einkum í vinstur, ristli og langa og geta verið fáeinir centimetrar á lengd. Aðrar tegundir eru sumar svo litlar, að þær sjást ekki þó að fjöldi þeirra sé mikill, nema sérstök leit sé gerð að þeim. Vart munu finnast kindur hér á landi sem ekki hýsa fleiri tegundir orma, sé vel leitað. Þegar sauðfé var flutt til landsins fyrr á þessari öld mun lítill eða enginn gaumur hafa verið gefinn að því hvaða ormategundir þessar kindur bæru til landsins. t>ó að seint verði fullkannað hvaða þráð- ormategundir finnist í sauðfé hér á landi, er talið að íslenskt sauðfé sé laust við sumar þær tegundir orma sem í grannlöndum okkar geta valdið miklu tjóni. Skaðsemi þráðorma er fyrst og fremst komin undir því hve magn ormanna er mikið en einnig hvaða tegundir er um að ræða því þær eru misskaðlegar. Ormategundir eru nokkuð stað- bundnar í meltingarveginum, því er talað um t.d. vinstrarorma, lagaorma, ristilorma o.s.frv. en að Páll A. Pálsson. sjálfsögðu geta þessar ormateg- undir líka fundist á öðrum stöðum. Iðulega virðast lirfur ormanna meiri skaðvaldur heldur en full- þroska ormar. Megn iðraormasýking veldur bólgum og sárum í slímhlúð, eink- um í vinstur, görnum og ristli og sumir ormar sjúga blóð. Ormarnir draga úr eðlilegri nýtingu fóðurs- ins með ýmsu móti; valda deyfð, þrótt- og lystarleysi, skituköstum svo kindin þrífst ekki, horast jafn- vel niður ef ekki er að gert. Lungnaormar valda bólgu og ertingu í barka og berkum og bólguörðum á víð og dreif um lungun sem stundum er undanfari lungnabólgu af öðrum toga. Lungnaormasýkingu fylgir oftast hrygla og þrálát hóstaköst, sem stundum var kallað „vetrarkvef". Lömb, gemlingar og ungar kind- ur eru að öðru jöfnu viðkvæmari en fullorðið fé fyrir áreitni orma. Þroskaferill þráðorma er í stórum dráttum nokkuð svipaður þó að um ólíkar tegundir sé að ræða. Ormarnir verpa eggjum, sem berast með saurnum í hagann. Ur eggjunu klekjast lirfur þar sem skilyðri eru hagstæð, hafa ham- skipti og festa sig við grasstrá þegar þær eru orðnar smithæfar. Kindin gleypir lirfurnar með grasinu. í meltingarvegi kindarinnar þrosk- ast lirfurnar á mislöngum tíma í fullþroska orma sem geta af sér egg og hefst þá hringrásin á nýjan leik. Þroskaferill lungnaorma er nokkuð flóknari. Kindin hóstar eggjum orma upp, þeim er kyngt og berast með saur á beitilandið. Þar þroskast eggin í smithæfar lirf- ur sem berast upp í kindina með grasinu. Ur meltingarveginum borar lifran sér inn í blóðrásina og berst þannig til lungnanna. Sumar ormategundir þurfa „millivert“, snigla, til að lirfur þeirra verið smithæfar. Yfirleitt eru smithæfar ormalirf- ur í haganum mjög lífseigar, geta lifað fá ári til árs, jafnvel lengur. Vengjulega kemur ormaveiki í hjörðinni þannig fram að einstaka kindur kviðdragast, fara að fá hlessing, jafnvel skitu. Yfirbragð kindanna verður dauflegt. þær eru þróttlitlar, dragast aftur úr eða vilja leggjast við rekstur. Sjálfsagt er að gefa þessum kind- um ormalyf þegar í stað og sést árangur af lyfjagjöfinni oftast inn- an fárra daga. Þegar svo stendur á má gera ráð fyrir að hávaðinn af fénu sé mikið af ormum í sér og

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.