Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 12
768 FREYR
21 .'93
Jarðarœktin og náttúran
Magnús Óskarsson, Bœndaskólanum á Hvanneyri
Á tœkniöld hafa orðið miklar breytingar á jarðrœkt. Mannkyninu fjölgar með geigvœn-
legum hraða, þannig að landbúnaðurinn hefur stöðugt fleiri munna að fœða. í sveitum
iðnríkja hefur fólki fœkkað mikið og jafnframt hefur framleiðsla landbúnaðarafurða
aukist. Þetta hefur m.a. gerst vegna nýrrar tœkni, tilbúins áburðar, plöntuvarnarefna
sem granda illgresi, meindýrum og örverum og afkastameiri afbrigða af nytjajurtum.
Menn eru farnir að óttast af-
leiðingar af ofnýtingu jarðar. Þess
vegna eru nútíma búskaparhættir
gagnrýndir. Víða hafa t.d. orðið
umhverfisslys vegna misnotkunar
á áburði og eiturefnum og margir
óttast að matvörur séu miður
hollar fyrir neytendur. Ofbeit og
ofnýting skóga hefur víða valdið
jarðvegseyðingu.
> Nútíma landbúnaður byggist á
mikilli orku- og hráefnanotkun.
Olía er notuð sem hráefni, t.d. í
köfnunarefnisáburð og plast,
einnig er hún sá orkugjafi sem
mest er notaður. Olía er dæmi
um tæmanlega auðlind. Menn
hafa reynt að meta hve lengi hún
muni endast og eru þær áætlanir
mjög mismunandi. Hellström, A.
(1991) segir t.d. að forði Banda-
ríkjanna af olíu muni nægja í einn
áratug og arabaríkjanna í u.þ.b.
50-70 ár miðaða við núverandi
notkun.
Hugsandi mönnum er illa við
bruna efna af lífrænum uppruna
eins og olíu og kola vegna mynd-
unar koltvísýrings. Gróðurhúsaá-
hrif eru að aukast á jörðinni
vegna aukins magns af koltvísýr-
ingi og nokkurra annarra loftteg-
unda í andrúmsloftinu, sem
sennilega valda loftslagsbreyting-
um á næstu áratugum.
Rétt er að minna á það að við
Islendingar getum sparað tæman-
lega orkugjafa með því að nota
raforku frá vatnsföllum. Það
kostar hins vegar í flestum tilfell-
um að við verðum að sjá af landi.
Magmís Óskarsson.
og oft góðu landi, undir uppi-
stöðulón.
Framrœsla, jarðvinnsla og
þjöppun jarðvegs.
Á íslandi munu vera um 8-10.000
ferkílómetrar af mýrlendi, bæði á
láglendi og hálendi. Það er tæp-
lega 10% af landinu og um 30 -
40% hins gróna lands. Erfitt er
að segja til um hversu mikill hluti
mýranna hefur verið ræstur fram,
en það má ætla að það sé á milli
1500 og 2000 ferkílómetrar
(Borgþór Magnússon og Sturla
Friðriksson, 1989). Framræslan
hefur orðið búskap í mýrlendum
sveitum mikil lyftistöng. Hins
vegar hefur hún breytt náttúrufari
á stórum svæðum, þannig að upp-
haflegur gróður og fuglalíf hefur
beðið hnekki. Vegna breyttra að-
stæðna í landbúnaði er nú mjög
lítið af landi ræst fram.
I kornræktarlöndunum fyrir
sunnan okkur hafa menn áhyggj-
ur af jarðvegseyðingu, vegna þess
að akrar eru iðulega án gróðurs
mánuðum saman og þá getur
jarðvegur fokið eða skolast í
burtu. ísland er fyrst og fremst
grasræktarland, þar sem tún eru
endurunnin á margra ára fresti.
Jarðvegseyðing vegna opinna
garða eða akra er því lítil hér á
landi.
Dráttarvélar og þungar búvélar
valda tjóni á jarðvegi vegna þess
að þær þjappa honum saman.
Samanþjappaður jarðvegur hindr-
ar rótarvöxt og þar með sprettu
nytjajurta. Tjón af völdum þjöpp-
unar er töluvert hér á landi
(Óttar Geirsson, 1985) og ekki er
ólíklegt að það fari vaxandi eftir
því sem dráttarvélar og verkfæri
þyngjast.
Mengun af völdum áburðar.
Vatn í ám, vötnum og jafnvel sjó
getur mengast af plöntunæringar-
efnum sem þangað berast. Gróð-
ur í vatni vex ef mikið berst í það
af næringarefnum. Plönturnar
þurfa að anda og eyða því súrefni
úr vatninu, þannig að fiskar og
önnur dýr geta dáið af völdum
súrefnisskorts. Þetta hefur verið
nefnt ofauðgun vatns. í nálægum
löndum hafa fiskar horfið úr
vötnum, ám og jafnvel úr hafinu
á ákveðnum svæðum vegna of-
auðgunar. Venjulega eru það