Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 27
21 .'93
FREYR 783
Þankar um framleiðslu
kindakjöts
Ari Teitsson
í kjölfar ákvörðunar um greiðslumark verðlagsársins 1994-1995 hljóta bœndur að
velta því fyrir sér enn frekar en áður hvernig hœgt sé að styrkja stöðu kindakjöts á
innlendum markaði og afla markaða erlendis. Eftirfarandi pistill er innlegg í þœr
vangaveltur.
Flestar vörur sem selja á eiga í
samkeppni við aðrar vörur um
hylli neytenda. Sú samkeppni er í
einföldustu mynd oftast bæði um
gæði og verð.
Hvað er hœgt að gera til að
bœta gœði kindakjöts?
Á undanförnum árum hafa
margir bændur og þó sérstaklega
Fjárræktarbúið á Hesti unnið
markvisst að því að bæta kjötsöfn-
unareiginleika fjárins og draga úr
fitusöfnun. Þetta starf hefur borið
það góðan árangur að mjög breitt
bil er nú orðið á milli besta hluta
íslenska fjárstofnsins og þess
lakasta hvað þessa eiginleika varð-
ar. Þetta þekkja kjötmatsmenn
manna best, en skoðanir með
ómsjá síðustu haust hafa einnig
staðfest þetta. Þegar svo er komið
að með ómskoðun á bakvöðva jafn
vænna lamba má finna upp undir
helmings mun á flatarmáli þver-
skurðar og flestir bestu einstak-
lingarnir eru ættaðir frá Hesti er
vert að spyrja hvort ekki sé með
skipulögðu ræktunarstarfi unnt að
bæta kjötsöfnunareiginleika
fjársins mjög hratt og draga á sama
tíma úr arfgengri fitusöfnun. Nú-
verandi flokkun og verðlagning
dilkakjöts virðist ekki nægur hvati
til úrbóta og þá er spurning hvort
þar þurfi að breyta til eða hvort
nægjanlegt sé að höfða til sameig-
inlegra hagsmuna sauðfjáreig-
enda.
Ómsjáin hefur einnig sýnt að
þegar gæði haustbeitar þverra og
Ari Teitsson.
lömb fara að leggja af rýrnar bak-
vöðvinn mjög hratt, sama hafa
lambaskoðunarmenn talið sig
finna við skoðun á lærvöðvum.
Reikna má með að þessi rýrnun
vöðva komi ekki síður fram í kjöt-
borðum og á diski neytenda og er
því mjög alvarleg í markaðssam-
keppni. Af líkum toga en sýnu
alvarlegri er fitusöfnun fjársins.
Lítil fita á sláturlömbum miðað við
þunga einkum framan af iiðnu
hausti, samfara sérlega góðu
ástandi beitar hefur opnað augu
bænda fyrir því hversu afgerandi
áhrif beitin hefur á fitusöfnun með
þeim hætti að góð og próteinrík
beit, sem heldur lömbum í örum
vexti, dregur úr hættu á fitusöfnun.
Þetta hefur einnig verið staðfest
með tilraunum. Leiða má líkur að
því að á hálfum mánuði geti tiltölu-
lega vöðvuð og fitulítil lömb breyst
úr góðri markaðsvöru í lélega og
þessi tími getur verið breytilegur
eftir tíðarfari og ástandi gróðurs og
verður því að metast þegar tekin er
ákvörðun á hverjum stað um
hvenær á að hefja og Ijúka slátur-
tíð. Á sama hátt eru nú viðurkennd
áhrif aldurs og sláturtíma á svo-
kallað hrútabragð af kjöti af hrút-
lömbum.
Hvernig er unnt að lœkka
kjötverðið?
Ekki verður hér farið ítarlega út
í með hvaða hætti bóndi getur
Iækkað framleiðslukostnað sinn en
bent á að laun eru um 45% af
grundvallarverði, fóðuröflun er
mjög stór liður gegnum áburð og
vélanotkun og húsnæðiskostnaður
er mikill þó að hluti hans komi ekki
fram í verðlagsgrundvelli vegna
niðurgreiðslu vaxta af fjárfesting-
um gegnum neytenda- og jöfnun-
argjald. Lækkun verðs til bónda
hlýtur því að byggjast á betri nýt-
ingu þessara þátta sem erfitt verð-
ur að samrýma minnkandi búum.
Ekki er síður mikilvægt að lækka
kostnað við kjötið á leiðinni frá
bónda til neytenda. Sláturkostnað-
ur kindakjöts virðist a.m.k. helm-
ingi hærri á kg kjöts en á ýmsum
öðrum kjöttegundum. Að hluta
stafar þetta af því að hver gripur er
tiltölulega léttur, a.m.k. miðað við
nautgripi og svín, nýtingartími
sláturhúsa er einnig stuttur, en eft-
Frh. á bls. 782.