Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 22
778 FREYR
21.’93
2. tafla. Flokkun á ástandl lands til beitar.
Ástand StaðhKttir Jarövegur - rof Gróðurhula Gróðurlendi Vísitegundir
Ájtætt Hallalítið land < 200 m.y.s. Ekkert rof > 90% Mýri og mói áberandi Lystugar tegundir með lítið beitarþol til staðar
Gott Hallalítið land < 300 m.y.s. Hægfara og stað- bundið rof 75-90% Mýri og mói í meirihluta Lystugar tegundir með mikið beitarþol ríkjandi
Sæmilt'íít Töluverður halli > 200 m.y.s. Virkt en stað- bundið eða hæg- fara útbreitt rof 50-75% Melar og sandar áberandi Lystugar tegundir með mikið beitarþol til staðar
Lélegt Brattlendi > 300 m.y.s. Virkt og útbreitt rof < 50% Melar og sandar í meirihluta Olystugar tegundir ríkjandi
irgnæfandi eöa byrja að víkja er
ástand landsins oröið lélegt til beit-
ar.
Mat á ástandi
beitilands.
í 2. töflu er flokkun til aö meta
ástand lands út frá þeim þáttum
sem skýrðir eru hér að framan.
Taflan er ætluð til að gefa vísbend-
ingar um ástand landsins til beitar
og þá þætti sem skipta þar máli.
Notkun hennar felst í því að skoða
landið og meta staðhætti, ástand
jarðvegs og gróðurfar. Þær upplýs-
ingar eru bornar við flokkunina
„ágætt“ ástand og ef einhver þáttur
uppfyllir ekki þau skilyrði sem þar
koma fram er farið í næsta flokk
o.s.frv. Þannig getur til dæmis land
með litla gróðurhulu aldrei orðið í
„ágætu“ eða „góðu" ástandi.
Flokkunin gefur því til kynna hvar
veikleikar landsins liggja gagnvart
beit.
Þróun
Við mat á þróun beitilands er fylgst
með því hvort breyting verður á
ástandi jarðvegs og gróðurs.
Breytingar á jarðvegi eru yfirleitt
það hægar að erfitt er að greina
þær og við mat á þróun lands er því
einfaldast að nota gróðurbreyting-
ar.
Við mat á þróun þarf að fylgjast
með því hvernig hlutfall vísiteg-
unda breytist frá ári til árs. Aldur
plantna gefur einnig vísbendingar
um þróun. Eru ungplöntur til stað-
ar og eru þær af tegundum sem
æskilegt er að viðhalda í landinu?
Sækja óæskilegar tegundir á?
Gróska gefur hugmyndir um þró-
un. Margar plöntur hafa tilhneig-
ingu til að verða skriðulli við óhag-
stæð skilyrði t.d. mikið beitarálag.
Niðurstaða
Skilgreiningar á hugtökunum
ástand og þróun lands hafa verið á
reiki. Hér hefur verið farin sú leið
að taka tillit til fimm grunneigin-
leika beitilands, þ.e. staðhátta,
jarðvegsástands, gróðurhulu, teg-
undar gróðurlendis og framleiðslu.
Takmarkanir einhvers þessara eig-
inleika rýra gildi beitilandsins.
Flokkunin gefur ekki algildar
niðurstöður en gæti reynst gott
Leiðrétting
í Hugmyndaskrá landbúnaðar-
ins, sem dreift var með ágústblaði
(15.-16. tbl.) Freys á þessu ári,
prentaðist mynd ofan í texta á bls.
32 þannig að ólæsilegt er. I um-
ræddum texta er fjallað um Iðn-
lánasjóð og fer textinn hér á eftir.
Beðist er velvirðingar á þessum
mistökum.
„IÐNLÁNASJÓÐUR
— Lánar til ýmissa verkefna á
sviði iðnaðaruppbyggingar,
þjónustu o.fl.
— Vélar, tæki og mannvirki.
— Fjárhagsleg endurskipulagn-
ing.
hjálpartæki viðmat á beitilandi. Af
öðrum möguleikum til að meta
ástand lands má nefna loftmyndir
og gróðurkort en án reynslu
bóndans fæst ekki heilsteypt mat.
Þar sem þetta kerfi hefur ekki ver-
ið reynt við raunverulegar aðstæð-
ur hvetjum við sem flesta ti! að
reyna að meta ástand lands eftir
því.
Grein þessi var skrifuð sem námsverkefni
af nokkrum nemendum í Búvísindadeild
Bœndaskólans á Hvanneyri undir hand-
leiðslu Önnu Guðrúnar Þórhallsdótlur.
Stuðsl var við greinar eftir Asu L.
Aradóttur, Ólaf Arnalds og Þorstein
Guðmundsson og niðurstöður úr íslensk-
um beitarrannsóknum auk erlendra
greina.
— Lánstími 7 til 15 ár (vélar og
tæki 7 ár)
— Lánakjör nú svokallaðir kjör-
vextir; vextir eru breytilegir og
ráðast af vaxtakjörum erlendis,
t.d. SDR 10 til 13% eða dollar
6 til 7% eftir áhættumati lán-
taka.
— Fasteignaveð 50% af bruna-
bótamati.
— Lán fæst uppfylli lánsumsókn
öll skilyrði, þ.e. umsókn ekki
metin af stjórn sjóðsins.
Nánari upplýsingar:
Iðnlánasjóður
Ármúla 7
s: 91-680400“.