Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 33

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 33
21.’93 FREYR 789 Dagatal fyrir gangmál og sœðingar Diðrik Jóhannsson í október var byrjað að dreifa nýjum dagatölum fyrir gangmál og sœðingar, sem Kynbótastöð Suðurlands hefur gefið út undanfarin ár. Mjóikurféiag Reykjavíkur kostar útgáfuna. Dagatalið nær yfir tímabilið október 1993 til janúar 1995. Það er stórt um sig, um 60 x 80 cm að stærð. Auk dagatalsins eru til hlið- ar dálkar til að færa inn kýrnar eftir einhverri röð, t.d. eftir burðar- tíma, burðardag þeirra og fleiri upplýsingar. Með auknum afurðum kúnna ber æ meira á dulbeiðsli og erfið- leikum við að sjá gangmál kúnna. Notkun dagatalsins er mjög mikil hjálp við að fylgjast með öllu, sem þarf að hafa í huga, ef beiðsli á ekki að fara hjá. Nákvæm tímasetning á byrjun beiðslis er mikilvæg, ef góð- ur árangur á að nást við sæðingar kúa. Ég leyfi mér að hvetja frjó- tækna til að dreifa spjöldum til allra bænda, bændur til að biðja frjótækna um spjald, ef það dregst að þeir fái eintak, og setja upp spjaldið og skrá á það öll einkenni sem lúta að beiðsli og sæðingu kúnna. Nota má skammstafanir, t.d. SL = slím, S = sæðing og B = blóð. Nýlegar rannsóknir benda til þess, að beiðsli byrji oft seinni hluta nætur og er því vænlegt að ganga sérstaklega um fjósið snemma morguns og á öðrum tímum utan hefðbundins fjósa- tíma. Þá er gott að hafa hæfilegt ljós til að ganga um en ekki skært ljós, sem getur truflað hina vana- bundnu skiptingu dags og nætur. Athuganir hafa sýnt fram á, að eftir því sem oftar er farið í fjósið utan fjósaverka, aukast líkur á að sjá beiðsliseinkenni. BÆNDASKÓLINN Á HVANNEYRI Bændadeild auglýsir: Innritun á vorönn stendur yfir, 1. önn og 5. önn. í Bændaskólanum á Hvanneyri getur þú lært flest það er viðkem- ur nútíma búskap í sveit, hvort heldur þú kýst hefðbundnar búgreinar eða að leggja á nýjar brautir. Þú getur valið um þrjú svið: Búfjárræktarsvið Landnýtingarsvið Rekstrarsvið Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 1. desember nk. Við veitum nánari upplýsingar í síma 93-70000. Skólastjóri.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.