Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 16
772 FREYR
21.'93
þegar ekið er um hann með þung-
um tækjum. Örðugt er fyrir vatn,
loft og rætur að komast niður í
samanþjappaða jörðina. Líklega
eru ekki allir vísindamenn sann-
færðir um að þetta valdi verulegu
tjóni. Þetta er eitt af þeim atriðum
sem þyrfti að athuga í sambandi
við notkun búfjáráburðar hér á
landi.
Það hefur verið töluverður
áhugi á því á undanförnum árum
að framleiða frjósaman jarðveg úr
lífrænum úrgangi í svo- nefndum
safnhaugum. Hugmyndin er að
koma lífrænu efnunum í hringrás
nátturunnar eins fljótt og verða
má. Hér á landi hafa það aðallega
verið einstaklingar sem hafa gert
litla safnhauga heima hjá sér. I
nálægum löndum er nokkuð um
það að reynt sé að vinna áburð úr
heimilissorpi í stórum verksmiðj-
um en þetta hefur víðast gengið
fremur illa ( B. Nilsson, 1991 ).
Reykjavíkurborg framleiddi um
tíma áburðinn Skarna úr sorpi, en
gafst upp á því.
Notkun plöntuvarnarefna.
Veðurfar á Island er óhagstætt fyr-
ir meinvalda sem leggjast á nytja-
jurtir. Við venjulega fóðurfram-
leiðslu á íslandi er mjög lítið notað
af plöntuvarnarefnum. Við tún-
rækt er algengast að verjast arfa
með því að slá nýræktir snemma.
Það eru einkum tvö örgresisefni
sem líklegt er að hafi verið notuð
gegn illgresi í túnum. Annað heitir
Herbatox-MP 500, en innflutning-
ur á því er ekki skráður hjá yfir-
völdum, vegna þess hvað það er
lítið eitrað, þ.e. efnið er í C flokki.
Árið 1991 voru flutt inn 392 kg af
Ugress Kverk - D.( Hollustuvernd
ríkisins, 1993). Það er því óhætt að
fullyrða að það fóður sem búféð
fær sé mjög lítið mengað af plöntu-
varnarefnum.
Fóðuröflun.
Fróðir menn álíta á að um 50% af
fóðuröfluninni sé nú verkað í rúllu-
bagga. Plastið utan um baggana er
olíuafurð, þannig að við gerð þess
Nauðsynlegt er að hringrás sé á efnaferlum náttúrunnar efjafnvœgi hennar á
ekki að raskast. Myndin til vinstri á að sýna hringrás efnaferla en myndin til
hægri að úrgangsefni og mengun myndast þegar hringrás efnaferlanna er
rofin.
eyðist nokkuð af hinum dýrmæta
vökva. Á móti kemur að við rúllu-
baggaheyskap dregur sennilega úr
vélaumferð um túnin og hann leið-
ir líklega til minni kjarnfóður-
kaupa. Menn hafa verið í miklum
vandræðum með að koma plastinu
utan af böggunum í lóg. En plastið
hefur sama brunagildi og olía og
það er unnt að endurvinna það,
svo að það hljóta að finnast ráð til
að losa bændur við plastið á viðun-
andi hátt.
Er íslensk jarðrœkt
umhverfisvœn?
Líklega telja flestir að íslensk jarð-
rækt sé tiltölulega umhverfisvæn.
Ástæðurnar eru:
* Landið er kalt og langt frá öðr-
um löndum og þess vegna er
lítið um meinvalda og notkun á
eiturefnum því lítil.
* Allmikið er notað af áburði á
flatareiningu ræktaðs lands.
Þrátt fyrir það eru litlar líkur á
tjóni af ofauðgun sjávar eða
vatna vegna þess hve landið er
strjálbyggt.
* Ræktað land á Islandi er aðal-
lega tún. Þess vegna er lítil
jarðvegseyðing vegna foks úr
flögum eða görðum.
Það sem helst skortir á að stund-
uð sé vistvænn jarðrækt á Islandi
eru eftirtalin atriði:
* Við fóðuröflun og önnur
bústörf er mikið af orkugjöfum
sótt í tæmanlegar auðlindir.
Fari svo að íslendingar fari að
kaupa köfnunarefnisáburð frá
öðrum þjóðum mun þessi orku-
notkun enn aukast.
* Þegar mikið er notað af köfn-
unarefnisáburði getur magn af
nítrati í fóðurjurtum orðið of
mikið.
* Umgengni í sveitum landsins er
víða ábótavant. Ónýtar vélar
og notað rúllubaggaplast og
áburðarpokar eru víðatil
óprýði. Ef plast er brennt á
víðavangi myndast díoxínsem
eru hættuleg efnasamnbönd.
Framfarir í landbúnaðarvísind-
um og stöðugt bætt bútækni hefur
aukið afköst landbúnaðarins og
lækkað verð á landbúnaðarvörum.
Ef mönnum er alvara með því að
þeir vilji stunda umhverfisvænan
landbúnað, þá verða menn að
horfast í augu við það að afkasta-