Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 11
21.’93 FREYR 767 -í- Sundlaugin í Úthlíð er vinsœl meðal dvaiargesta í oriofs- og sumarhúsum í nágrenninu. hver hluti kemur hér. Við höfum haft opið í allan fyrra vetur um helgar og svo í sumar við góða aðsókn. Björn hóf að reisa veitingahúsið í maí í fyrra. Sjálfur veitingaskál- inn er 140 m2, með glerveggjum og þar geta liðlega 100 manns setið við borð, þá er eldhús, inngangur og snyrtiklefar. Dyr eru út í sund- laugina en innan þeirra er sund- laugarbar. Sundlaugargestir geta rölt um, fengið sér veitingar og | setið við borð þó þeir séu í sundföt- unum og stungið sér svo í laugina. Hugmyndina að þessu skipulagi átti Björn sjálfur og öll þau mann- virki sem lúta að ferðaþjónustunni hefur hann teiknað sjálfur. Björn segir að Verkfræðistofa Suður- lands hafi tekið við hugmyndum hans, útfært þær, gert burðar- þolsútreikninga og smíðateikning- ar. Björn hefur nú í hyggju að reisa 10 smáhús í landi Uthlíðar, eins konar mótel. í sumar var byrjað á níu holu golfvelli á svæðinu neðan þjónustustöðvarinnar, og er hann nú að komast í notkun. Frá því er að segja að Úrval- Útsýn hefur gert samning við fjóra bændur til reynslu, sinn í hverjum landsfjórðungi um þjónustu við ferðamenn frá Þýskalandi. Auk Björns í Úthlíð eru það bændurnir á Snorrastöðum í Kolbeinsstaða- hreppi, Hrísum í Eyjafjarðarsveit og Skipalæk í Fellum á Héraði. Allir þessir bændur geta boðið upp á orlofshús. Björn er nú að byggja tvö slík hús. - Við létum auglýsa þessa þjón- ustu hjá þýskum ferðaþjónustu- hring og miðum við sjö mánaða tíma. þ.e. frá apríl byrjun til októ- berloka og auglýstum ferðir við ýmsar aðstæður og tímann útmán- uði, vor, sumar, haust og vetrar- komu á Islandi. Þessi þjónusta er ætluð tiltölu- lega vel stæðum ferðamönnum sem vilja borga 35 þúsund krónur á viku fyrir hús, auk bfls og hafa áhuga á landinu og hinni sérstæðu náttúru hér. Telur þýska ferða- skrifstofan engin vandkvæði á að selja þessar ferðir. Miðað er við að fimm manns ferðist saman í bfl og fái hús fyrir sig. Þjóðverjar hafa fundið að yfir- leitt muni vera ódýrast fyrir fimm að ferðast saman, segir Björn. Það væri gott mál ef unnt væri að nýta þetta tækifæri. Fjölskyldan styður fyrirtœkið - Rás tímans heldur áfram segir Björn. Það var ánægjulegt verkefni fyrir okkur hjónin í fyrra vetur að við hjálpuðum yngstu dóttur okkar að byggja gott íbúðarhús heima. Hún og hennar mannsefni eru að setjast að hérna hjá okkur. Þau eru aðal driffjöðurin í ferðamanna- móttökunni. Ég bý vel að því að sonur okkar sér um bókhald og alla samninga og viðskiptamál, þannig að ég þarf ekki að leita annað með slíkt. Við höfum sérstakt tölvuforrit fyrir all- an reksturinn því tengdasonurinn er forritari, og hefur gert fyrir okk- ur sérstakt forrit. Við eigum fjögur börn. Þau eru öll vel menntað fólk og styðja okk- ur í þessu, hvert með sínum hætti. Þau taka virkan þátt í uppbygging- unni og rekstrinum og eru tilbúin að koma inn í starfsemina eftir því sem þarf. Umhverfið skipulagt - Eitt af þeim málum sem við höfum unnið að á undanförnum árum hérna í Úthlíð er að gera skipulag fram í tímann. Við réðum til þeirra hluta Jón Ólaf Ólafsson landslagsarkitekt í Reykjavík. Hann byrjaði á þessu fyrir hálfu örðu ári. Þetta er skipulag sem nú hefur tekið gildi á að gilda um byggð hér í Úthlíð næstu 20 árin og er aðalskipulag. Það er mikið nauðsynjamál að sá þáttur sé fyrir hendi þar sem verið er að byggja upp ferðaþjónustu eða aðra starf- semi. Ég tel að það hafi staðið þéttbýl- issvæðum fyrir þrifum í þessu sveit- arfélagi, einkum í Skálholti og Haukadal, að skipulag hefur ekki verið til þar. Það tók okkur heilt ár að koma okkar skipulagi á en nú mun það loksins vera í höfn í Úthlíð. Við horfum því björtum augum til framtíðarinnar og mun- um halda áfram á sömu braut, að sinna bústörfum hvort sem eru það búsmalinn eða ferðaþjónustan sem á í hlut, sagði Björn að lokum. J.J.D.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.