Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 37

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 37
21.’93 FREYR 793 það sé farið að há því þó að hless- ingur sé ekki kominn fram og hefur það iðulega verið staðfest við krufningu á kindum sem enn virt- ust vel á sig komnar. Því miður eru ekki tiltæk nein örugg próf sem geta sagt til um hvenær eða hve oft sé nauðsynlegt eða borgi sig að gefa allri hjörðinni ormalyf. Þar verður framar öðru að byggja á reynslu og natni fjár- mannsins. Við slíka ákvörðun velt- ur á miklu hve vel hefur verið fylgst með þrifum'fjárins og aðbúð allri. Votviðrasöm tíð, snögg beit í þröngum girðingum skapa aðstæð- ur til ormasýkingar fjárins, einhæf fóðrun með lélegu heyi auka svo enn á hættuna á því að ormarnir nái yfirhöndinni. Það mun vera nokkuð almenn reynsla bænda þar sem fé er beitt í þröng girðingar- hólf vor og haust, að nauðsynlegt sé að nota ormalyf til að koma sæld í féð að vetrinum. Á það einkum við um yngra féð. Margir hafa það fyrir reglu að gefa fé lyf fljótlega eftir að það er komið á gjöf og síðan aftur seint á vetri til að girða fyrir ormasmit magnist úr hófi þeg- ar fé er sleppt á vorin, einkum þar sem nota þarf túnbeit, en með vorinu eykst jafnan fjöldi orma- eggja í saur kindarinnar. Bent hefur verið á ýmsar leiðir til að girða fyrir að ormalirfusmit magnist úr hófi í högum. Skipu- lagður flutningur fjár milli beitar- hólfa hefur komið að gagni, en aðeins notaður við tilraunir hér á landi. Víðáttumikil beitilönd og afrétt- ir hafa reynst góð vörn gegn orma- smiti. Ef hafa þarf fé í girðingum, ríður á ofsetja þær ekki í lengri tíma. Ef tök eru á, ætti að hlífa slíkum girðingum við fjárbeit ann- að hvert ár og ekki á það síður við um túnbeitarhólf, og forðast að bera sauðatað á þessi hólf. í fjárhúsum draga grindagólf eða netgólf, stöðugur þrifnaður við brynningarílát og garða úr smithættu af völdum orma. Til að veikja ekki viðnámsþrótt fjárins, er nauðsynlegt að taka fé á Ristilormar í saudkind. Barkapípuormar í kind. gjöf áður en það fer að verða fyrir áföllum eða hrekjast að ráði. Kindur sem sýkjast of ormum mynda mótefni bæði gegn ormun- um sjáll'um og lirfum þeirra. Enn nær þekking manna í þessu efni of skammt til þess að tekist hafi að þróa bóluefni gegn lungnaormum í kálfum og gefur það sæmilega raun. Þá hefur nokkuð verið reynt að eyða smithæfum ormalirfum úr bithaganum með lirfudrepandi efnum sem ekki skaða búsmala og með sýklum og sveppum sem eru hættulegir lirfunum. Enn sem komið er hefur árangur ekki verið teljandi. Þegar sina er brennd á vorin farast væntanlega flestar ormalirfur. Margar heimildir greina frá því að jafnan hafi borið mest á orma- sýkingu í sauðfé eftir votviðrasöm sumur þegar fóðuröflun var erfið, hey léleg og skemmd. Þegar fóðra þurfti fé með slíku heyi fór jafnan að bera á ormaveikinni er kom fram á veturinn, jafnvel þegar að haustinu og var þá oft mesta basl að koma þessum sjúklingum fram. Menn reyndu þá ýmis lyf, t.d. blásteinsvatn 1%, álúnvatn, sortu-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.