Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 29

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 29
21.’93 FREYR 785 þarf að friða til þess að endur- græðsla landsins megi lánast. Á ýmsum stöðum má þó græða upp landið þó að það sé hóflega beitt samtímis. Er hœgt að taka málin nýjum tökum? Að framan var minnst á það hve ríkan þátt áhugafélög hafa átt í framþróun landgræðslu og skóg- ræktarmála. Petta á jafnt við um framkvæmdirnar sjálfar, sem skoðanamyndunina og eflingu andans. Pví er ekki úr vegi að spyrja hvort vænlegasta leiðin til að ná enn betri árangri á sviði landgræðslu og gróðurverndar- mála sé ekki einmitt að bændur og annað áhugafólk bindist samtök- um - íhverri sveit eða hverju héraði og taki að sér þau svœði sem nœst þeim eru og brýnast er að hjúkra og grœða? Hugmyndin um sérstök land- verndarfélög í héruðum er eins og fram hefur komið í fréttum nú færð okkur alla leið frá Ástralíu. Hér dvaldist um skeið á vegum Land- græðslu ríkisins Andrew Camp- bell. mikill frömuður þess að bændur í Ástralíu byndust samtök- um, oft með öðru áhugafólki, og mynduðu með sér félög er á þeirra máli (ensku) nefnast „landcare" -félög. Hreyfing þessi hefur nú starfað um nokkura ára skeið og j^ykir hafa skipt sköpum í baráttu Ástra- la við jarðvegseyðingu ogjarðvegs- skemmdir, en þar fordjarfast rækt- uð jörð mjög af salti í efstu lögum þegar uppgufun verður of mikil. Reyndar var „landcare” verkefnið kynnt á ráðstefnu Alþjóðasamtaka búvöruframleiðenda (IFAP) í Bændahöllinni árið 1991 og vakti þar athygli íslensku fulltrúanna. Andrés Arnalds, gróðurvernd- arfulltrúi Landgræðslunnar, sem farið hefur bæði til Ástralíu og Nýja-Sjálands til að kynna sér þessi mál. hefur af dugnaði kynnt þetta að undanförnu. Pessi hugmynd er þó ekki ný hér á landi. í landgræðslulögunum frá Anclrés Arnalds og Andrew Camp- bell. 1965, sem enn eru óbreytt í öllum megin atriðum, eru ítarleg ákvæði (26. - 39. gr. laganna) um „Félög til landgræðslu“ og heimildir Land- græðslu ríkisins til að veita þeim stuðning. Þó að ákvæðin hafi ekki enn komið að notum og mér vitan- lega ekki verið stofnuð nein félög beint í samræmi við þau, sýnir þetta hvert menn vildu stefna. Þá má minna á að samkvæmt land- græðsluáætlun 1974 var ákveðin fjárupphæð ætluð til að styrkja landgræðslu á vegum áhugafólks, samtaka þess eða sveitarfélaga, jafnframt þessu voru lögin nokkuð rýmkuð og hefur mikið verið starf- að eftir þeim ákvæðum. En þrátt fyrir allt er það nú fyrst sem hreyf- ing er að komast á stofnun sér- stakra landgræðslu- og/eða gróð- urverndarfélaga. Nokkuð kom í fréttum um stofnun landgræðslufé- lags í Öræfasveit seint á síðasta ári. Verkefni þess er sérlega verðugt, m.a. að græða upp ógróið belti sem er fyrir ofan marga bæi sveitarinn- ar og Öræfajökull með gosum sínum á sök á, og síður væntanlega eitthvað af láglendissöndum og þeim aurum jökulánna sem enn eru ógrónir. Minna hefur verið sagt frá Rækt- unarfélagi Kinnarfells, en norður í Köldukinn í S.-Þing. hafa eigendur og ábúendur sautján jarða bundist samtökum um að friða „heilt fjall“ og girt af um 22 ferkílómetra lands til að rækta þar skóg og græða það sem ógróið er af kollum fellsins. Þá ber þess að geta að önnur félög, svo sem Lions- og Rótaryklúbbar hafa unnið hin ágætustu störf að landgræðslu og nægir þar að nefna starf tveggja Lionsklúbba, annars vegar Bald- Rœktun á Skógasandi hófst árið 1953 með félagsskap allra bœnda í Austur- Eyjafjallahreppi. Sandgrœðslan studdiþetta verk. Alls hafa verið rœktaðir um 300 hektarar á sandinum, allt á félagslegum grunni.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.