Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 8
764 FREYR
21.’93
Veitingaskálinn í Úthlíð er með glerveggjuin og þar geta meira en 100 manns setið við horð. Freysmyndir.
Umsvifamikil orlofsþjónusta
í Úthlíð
Björn í Úthlfð í Biskupstungum í viðtali við Frey
f Úthlíð í Biskupstungum hafa hjónin BJörn Sigurðsson og Ágústa Ólafsdóttir byggt upp
umfangsmikla ferðaþjónustu. Þau leigja land undir 100 sumarhús á jörðinni og hafa
byggt upp fullkomna þjónustustöð fyrir íbúa þeirra og 200 annarra nœrliggjandi
orlofshúsa. Freyr fór í heimsókn í Úthlíð í sumar og átti tal við Björn.
- Ég er fæddur hér og uppalinn og
hef hvergi annarsstaðar verið og
ólst upp í stórfjölskyldu með for-
eldrum mínum og afa og ömmu.
Að hluta til sæki ég uppeldi mitt í
gamla tímann. Ég held eg hafi ver-
ið sterkur og þróttmikill strákur og
hafði gaman af sveit og búskap og
skepnum. Pað var strax ákveðið í
æsku að ég myndi taka hér við
búskap.
Faðir minn var mikill búmaður.
Hann keypti þessa jörð 1943 og var
það talsvert erfitt fyrir hann. Ég
var þá átta ára og tók alla tíð á
minn hátt þátt í basli hans við að
borga upp jörðina. Þetta er ein
stærsta jörð á landinu og hann
keypti hana við sérstakar aðstæð-
ur.
Cooks, hótelhringurinn mikli,
átti orðið allar eignir hér, en Geir
Zoega var umboðsmaður þeirra.
Allt þetta hrundi þegar stríðið kom
og þessar eignir voru allar seldar
og faðir minn keypti jörðina eins
og nú var sagt.
Eins og margir ungir menn hér
um slóðir fór ég í Haukadalsskóla
til Sigurðar Greipssonar, þess
mikla merkismanns. Þar var ég
heilan vetur sem fastur skóla-
sveinn en síðan óreglulegur nem-