Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 14
770 FREYR
21 .’93
Hér á landi er rafmagn eini orkugjafinn við framleiðslu köfunarefnisáburðar
en víða erlendis er orkugjafinn olía. Pá þarf 1,5 kg af olíit til að framleiða I kg
af köfnunarefni.
flutningi á áburðarefnum sem
berast með matvælum frá sveitum
til borga og frá borgum til sjávar.
Hluti af þessum efnum fellur út í
hafinu og nýtist ekki plöntum um
fyrirsjáanlega framtíð. Áburðar-
efnin sem berst til þéttbýlisstaða
á Islandi eru úr sveitum landsins
eða úr erlendum sveitum. í>ar að
auki berst mikið af áburðarefnum
úr sjónum í fisk. Áburðarefnin úr
fiskinum skila sér ekki nema að
litlu leyti í jarðveginn uppi á
landi. Áburðarefnin hverfa úr
eðlilegri hringrás á landi og lenda
sem botnfall úti í sjó. í töflu 2 er
reynt að meta það um hve mikið
magn áburðarefna er að ræða á
íslandi.
Magn áburðarefna í töflunni er
reiknað eftir sænskum tölum
(Kirchmann, H. og Witter, E.,
1991). Vegna dreifingar íbúa
íslands er augljóst að meiri en
helmingur útskolunar áburðar-
efna eftir fólk fer í sjóinn á
Reykjavíkursvæðinu. Þarna fer
mikið magn plöntunæringu í sjó á
litlu svæði. Það er þó ekki þar
með sagt að hætta sé á ofauðgun
á svæðinu.
Ef mikið er borið á af köfnun-
arefnisáburði og veðurfar er
óhentugt getur orðið of mikið af
nítrati í plöntum bæði fyrir menn
og dýr. Nítrat dregur úr getu
blóðsins til að flytja súrefni og
koltvísýring. Matjurtir með miklu
nítrati eru einkum varasamar fyr-
ir smábörn. í fóðurkáli hefur oft
orðið vart við hættulega mikið af
nítrati fyrir kýr og aðra grasbíta.
Nítrat getur einnig myndað efni
sem heita nítrósamín, sem geta
valdið krabbameini.
Nítrat er mjög laust bundið í
jarðvegi og skolast því auðveld-
lega út og getur farið í grunnvatn
og út í ár og vötn. Þess vegna
getur nítrat komist í neysluvatn.
Það er ekki vitað til þess að það
hafi valdið vandræðum hér á
landi.
Úr búfjáráburði, safnhaugaá-
burði og saur villtra dýra getur
neysluvatn mengast af sýklum,
t.d. af salmonellagerlum. Það er
því nauðsynlegt að vanda tii um-
búnaðar um vatnsból og gæta var-
úðar þegar búfjáráburði er dreift.
Tilbúinn áburður.
Það var ekki fyrr en á þessari öld
að farið var að nota tilbúinn
áburð að nokkru marki. Fræði-
menn fullyrða ekki sé unnt að
brauðfæða jarðarbúa ef tilbúins
áburðar nyti ekki við. I þéttbýl-
um og þrautræktuðum löndum
veldur áburður vanda sem menn
reyna að bregðast við með ýmsu
móti.
Vegna hættu á nítratmengun og
ofauðgun vatna og sjávar, eru
bændur í flestum iðnríkjum hvatt-
ir eða þvingaðir til að draga úr
notkun áburðar, m.a. með því að
fara eftir áburðaráætlunum sem
gerðar eru á grundvelli jarðvegs-
efnagreininga. Til að koma í veg
fyrir útskolun hefur ýmislegt ver-
ið reynt, t.d. að bera á meira en
einu sinni yfir sumarið.
í flestum áburðarverksmiðjum
er olía notuð til að framleiða
köfnunarefnisáburð. Það þarf 1,5
kg af olíu til að framleiða 1 kg af
köfnunarefni (Jaakkola, A.
1991). En eins og áður er vikið að
gæti olía farið að hækka í verði
upp úr næstu aldamótum og það
þýddi að verðhækkun yrði á köfn-
unarefnisáburði og þar með mat-
vælum. Reynt er að bregðast við
þessum vanda á ýmsan hátt, t.d.
með því að rækta jurtir sem vinna
köfnunarefni úr loftinu í sam-
vinnu við örverur.
Eitt af því sem margir óttast að
geti gengið til þurrðar á næstu ár-
Tafla 2 Útskolun áburðarefna eftir menn á íslandi.
N, tonn P, tonn K , tonn
Úr saur og þvagi manna .... 1.326 182 286
Úr matarleifum 117 47 36
Alls 1.443 229 322