Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 13
21.’93
FREYR 769
köfnunarefni og fosfór sem valda
ofauðguninni.
Ofauðgun getur orðið af mörg-
um ástæðum, svo sem:
* Næringarefni berast með jarð-
vegi sem losnað hefur vegna
jarðvegseyðingar.
* Útskolun áburðar.
* Frárennsli frá salernum.
* Skólp með matarleifum og
fosfórauðugum þvottaefnum.
í töflu 1 er reiknað út hve mik-
ill áburður fer á ræktað land á
íslandi. Dreginn er frá áburður
sem fór til landgræðslu (Sveinn
Runólfsson, 1992).
Tölurnar fyrir búfjáráburð eru
reiknaðar út af Ernu Bjarnadótt-
ur og Stefáni Erni Valdimarssyni
(1992). Tölurnar fyrir búfjárá-
burð eru jafngildistölur, þ.e.
reynt er að miðað við sömu nýt-
ingu áburðarefna í búfjáráburði
og tilbúnum áburði árið sem bor-
ið er á.
Ef gert er ráð fyrir að ræktað
land á Islandi (tún, akrar og garð-
ar) sé um 148.000 ha (Upplýs-
ingaþjónusta landbúnaðarins
1991), þá hefði áburður á hektara
verið : 95 kg köfnunarefni, 23 kg
fosfór og 43 kg kalí.
Það er ákaflega örðugt að gera
sér grein fyrir því hve mikið skol-
ast út í sjó og vötn af áburðarefn-
um á Islandi. Orkustofnun athug-
aði efnamagn í Grímsá árin 1973 -
1974. Á grundvelli þeirra efna-
greininga reyndi Friðrik Pálma-
son o.fl. (1989) að reikna út hve
mikið hefði skolast út af áburðar-
efnum. Útskolun á köfnunarefni
af vatnasvæði Grímsár í heild
virtist vera um 0,7 kg af köfnun-
arefni á hektara. Það var ekki
auðvelt að gera sér grein fyrir hve
mikið af þessari útskolun kom af
túnunum í dalnum, en höfundum
fannst líklegt að það væri á bilinu
6,5 - 20 kg/ha N.
Hólmgeir Björnsson (1980)
hefur bent á að mjög mikið af
köfnunarefni er bundið í mýrar-
jarðvegi. Þegar mýrar eru þurrk-
aðar og þær fara að rotna losnar
verulegt magn af köfnunarefni úr
þeim. Þorsteinn Guðmundsson
(1988 - 1989) mældi hve mikið
losnaði af köfnunarefni úr mýrar-
jörð á Hvanneyri. Úr óframræstri
mýri losnaði ekkert köfnunarefni,
í framræstu túni mældist losunin
10 kg/ha N og í garði sem var
innan skjólbelta mældist losunin
31 kg/ha N. Þetta þýðir að fram-
ræsla losar áburðarefni sem
plöntur taka upp eða skolast út í
ár, vötn og hafið.
Hugsanlegt er að einhvers stað-
ar á Islandi séu vötn eða ár þar
sem um ofauðgun er að ræða, en
það er þá aðeins á örfáum af-
mörkuðum stöðum. Hins vegar er
vitað að skortur á köfnunarefni
takmarkar oft afköst lífkeðjunnar
í vötnum Norður-Evrópu og er
Þingvallavatn sennilega meðal
þeirra. Dr. Björn Jóhannesson
(1984) taldi líklegt að það þyrfti
að bera á mörg vötn á íslandi til
að af þeim fengist fullur afrakst-
ur.
Erlendis hafa menn áhyggjur af
Tafla 1. Magn af N, P og K, sem notað var á íslandi 1990.
N, tonn P, tonn K, tonn
Tilbúinn áburður mínus áburður til landgræðslu 12.247 2.636 3.953
Búfjáráburður, nýtanleg efni 1.885 722 2.470
Alls 14.132 3.358 6.423