Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 25

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 25
21.’93 FREYR 781 Fita Þáttur Áhrlf Skýring Strágerð Strágerð eykur fitupró- sentu Strágerð eykur jórtur og hefur áhrif á um- hverfi í vömb - hækkar sýrustig. Gerjun breyt- ist í átt að aukinni ediksýrugerjun, sem eykur fitumyndun í mjólk. Sykur Sykur eykur mjólkurfitu Sykur (úr fóðurrófum) eykur smjörsýrugerj- un í vömb. Myndar mjólkurfitu í júgri. Fita í fóðrinu Aukin fita hækkar fitupró- sentu Almennt eykur fóðurfita fituprósentu í mjólk. Óheft magn af „óvarinni" fitu hefur þó öfug áhrif vegna áhrifa á vambarstarfsemi. Einkum er það mettuð fita í fóðri sem hækkar fituprósentu. Fóðrunaraðferð Margskipt fóðrun eða heilfóður getur hækkað fituprósentu Við kröftuga fóðrun gefur ör (skipt) fóðrun eða fóðrun á heilfóðri hærri fituprósentu en ella. Kolvetni í kjarnfóðri Sterkja í kjarnfóðri hækk- ar fituprósentu Sterkja örvar própíonsýrugerjun í vömb en dregur úr myndun edikssýru. Til að sýna þetta enn skýrar voru valin þau 20 bú sem sýndu hæst gildi fyrir mismunandi eiginleika sem tengjast mjólkurmagni og efnasamsetningu mjólkurinnar. Fyrir þennan hóp er einnig reiknað meðaltal allra eiginleikanna sem til skoðunar voru. Einnig var reiknað mjólkurverð miðað við nýjar til- lögur um greiðslu mjólkur eftir efnainnihaldi. Þessar niðurstöður eru sýndar sem hlutfallstölur og er verðið sýnt annars vegar á hvert kg mjólkur en hins vegar á afurðir eftir hverja kú. Fjölmargt athyglis- vert má sjá þegar þessi tafla er skoðuð. Þarna sést mjög skýrt að með því að velja eftir áðurnefndu hlutfalli á milli % próteins og % fitu þá er fyrst og fremst verið að velja bú þar sem fituprósenta í mjólk er lág. Það er einnig ástæða til að benda á það sem fram kemur í töflunni að með því að velja eftir magni af mjólkurpróteini þá fást mest verð- mæti í mjólkurframleiðslunni eftir hvern grip. Þetta er einmitt sá úr- valsgrunnur sem nú er notaður í ræktunarstarfinu eins og lesendur líklega þekkja. Hæst verð á hvert kg mjólkur fæst að vonum þar sem próteinprósenta mjólkurinnar er hæst. Þau áhrif sem þarna koma mest fram á verði á kg mjólkur til framleiðenda eru 3 %, en ljóst er að munur í raun er miklu meiri þar sem öll meðaltölin fyrir efnapró- sentur eru yfir meðaltali, nema fituprósenta, þar sem valið er eftir áðurnefndu hlutfalli. Raunmunurí verði milli framleiðenda sem ná minnstu og mestu verði er því á bilinu 8-10 %. Áhrif af fóðri á efnamagn í mjólk. Það er því ljóst að full ástæða er til að huga vel að þeim þáttum í fóðr- un og meðferð kúnna sem geta haft áhrif til hækkunar á próteinhlut- falli í mjólk hjá kúnum. í ýmsum greinum í áðurnefndu Jerseyblaði er fjallað um slíka möguleika og nokkrir bændur skýra frá reynslu sinni af því að taka upp breytta fóðrun með það markmið í huga að auka prótein í mjólk. A það er samt strax rétt að leggja áherslu að eins og fóðrun mjólkurkúa er nú almennt háttað hér á landi, með mikla áherslu á sem mesta og besta nýtingu á heimaöfluðu fóðri, þá eru þeir þættir sem hægt er að spila á miklu minni en gerist við fóðrun erlendis þar sem kjarnfóðurnotk- un er gífurlega miklu (2-3 tonn á kú) og uppistaða fóðrunarinnar. Þegar hugað er að möguleikunum sem fram koma í töflum sem vikið er að hér á eftir er samt ljóst að mikilvægasti þátturinn í þessu sam- bandi fyrir íslenska mjólkurfram- leiðendur verður að eiga sem mest af orku- og próteinauðugu gróf- fóðri. Snemmslegið vel verkað hey eru því vafalítið áhrifamesti þátt- urinn til að tryggja efnaauðuga mjólk hjá íslenskum kúm. í greinum í Jerseyblaðinu þar sem fjallað er um fóðrun er gengið út frá áðurnefndu hlutfalli milli % próteins og % fitu í mjólkinni sem að framan er rætt. Þeir segja að það sé aðeins á þeim búum þar sem þetta hlutfall sé undir meðaltali sem ástæða sé til að huga að þátt-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.