Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 23

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 23
21.’93 FREYR 779 Prótein í mjólk Síðari hluti Jón Viðar Jónmundsson í þessari síðari grein verður vikið að nokkrum atriðum í tengslum við efnamagn mjólkur með hliðsjón af skrifum í danska Jersey blaðinu. Mikið að efninu eru skrif um þá möguleika sem fyrir hendi eru í sambandi við rœktunarstarf. Eins og nefnt var í fyrri greininni ætla dönsku Jerseyræktendurnir sér þar aögera stóra hluti, sem þeir efast ekki um aö þeim muni heppn- ast í ljósi árangursríks starfs síö- ustu áratuga. Þeir gera sér einnig ljóst aö þar er ekki verið aö tjalda til einnar nætur. þvf að árangur af því starfi í framleiðslunni mun ekki koma fram á umtalsverðan hátt fyrr en á árabilinu 2005-2010. Hér verður hins vegar ekki fjallað um þessa hlið málsins. Möguleika ræktunarstarfsins í sambandi við aö breyta efnasamsetningu mjólkur hef ég oft áður rætt og þar hefur hér á landi verið mótuð skýr stefna sem ætla má að sé í fullu samræmi við væntanlega þróun næstu ára. Þess ma raunar geta að í greinum eftir framleiðendur í Jerseyblaðinu kemur fram að þeir vildu gjarnan hafa skýrari svör frá dönskum mjólkuriðnaði um hvernig mjólk hann óskar að fá í framtíðinni. skýrari svör en hann veitir. Það er víst afstaða sem vel er þekkt hér á landi gagnvart íslensk- unt mjólkuriðnaði. Oft hefur verið fjallað unt allná- ið samband tveggja verðmætustu efnaflokka mjólkurinnar. próteins og fitu. Þetta lýsir sér í því að aukning eða minnkun í öðru hvoru efninu fylgir að öðru jöfnu nokkuð hliöstæð breyting í hinurn efna- flokknum. Þetta santband er þó langt í frá að vera mjög fastbundið þannig að breytileiki umhverfis hið almenna samband er mikill. Til að kanna þetta ögn nánar tók ég nteð- Jón Vióar Jónnumdsson. altalstölur 620 búa úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna fyrir síðustu 12 mánuði eins og þau voru við uppgjör í lok júní 1993. Astæð- an fyrir því að ekki eru fleiri bú með er að allmörg bú áttu óskilað skýrslu síðasta mánaðar og örfá bú finnast sem ekki nýta sér þjónustu Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðar- ins í efnamælingum, þó að þeim fari samt alltaf fækkandi. Þegar sett er upp samband fitu % og prótein % fékkst á grunni þessara talna eftirfarandi samband sem sýnt er á mynd 1. Dreifingin í gildum umhverfis línuna er gífur- lega mikil. Meðaltöl spanna það bil sem á myndinni er sýnt eða frá 3,15-3,80 fyrir próteinprósenta og 3,60-4,70 fyrir fituprósentu. Rétt er að benda á að ef sett er upp tilsvarandi samband á milli prótein % og fitu % í mjólk hjá einstökum kúm mundi fást annað samband þar sent línan væri brattari. þ.e. efnahlutfallið er sterkar tengt sam- an. Sambund fitu og próteins i mjólk.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.