Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 32

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 32
788 FREYR 21.'93 Á fundi stjórnar Stéftarsambands bœnda 27. október 1993 gerðist m.a. þetta: Kynningarmál landbúnaðarins. Framkvæmdastjóri kynnti þær aðgerðir sem staðið hefur verið fyrir af hálfu bændasamtakanna í kjölfar þeirrar umræðu sem átti sér stað um landbúnaðarmál á sl. sumri. í undirbúningi er útgáfa 20 síðna bæklings sem á að koma út í 15.000 eintökum. Honum verður dreift til ýmissa aðlila í þjóðfélag- inu. I undirbúningi fyrir næsta ár eru birting auglýsinga og greinarskrif, upplýsingagjöf, námskeið fyrir stjórnendur og starfsmenn, al- mennir bændafundir þar sem rædd verða ímyndar- og kynningarmál og opið hús hjá bændum. Formaður skýrði frá samstarfi við samtök iðnaðarins, ASÍ, VSÍ og fleiri, um að reka áróður fyrir því að kaupa íslenskt til að styrkja íslenskt atvinnulíf. Stefna í útlánum Stofnlána- deildar landbúnaðarins á nœsta ári. Varaformaður, Pórólfur Sveins- son, skýrði frá forsendum Stofn- lánadeildar landbúnaðarins fyrir útlánum á næsta ári. Fram kom að í útsendum rukkunum árgjalda af lánum hjá sauðfjárbændum verður þeim gefinn kostur á að sækja um frestun afborgana. Stjórn SB fjallaði um málið út frá þeirri forsendu að í fylgiskjöl- um með Fjárlagafrumvarpi fyrir árið 1994 koma fram þær upplýs- ingar að Stofnlánadeild landbún- aðarins hafi að hámarki 370 millj- ónir króna til útlána á árinu 1994. Stjórn SB gerir ekki athugasemdir við þá upphæð. Eftirfarandi ábendingar komu fram: 1. Takmarka útlán svo sem kostur er og lána ekki til gróðurhúsa, grænmetisgeymslna og kjöt- framleiðslu umfram þegar gefin lánsloforð. 2. Vekja sérstaka athygli á ákvæð- um um breytilega vexti. 3. Jarðakaupalán hafi forgang að tiltæku fjármagni, enda séu traustar fjárhagslegar forsend- ur fyrir kaupunum og jarðirnar líklegar til að skila sjóðagjöld- um næstu ár. Birkir Friðbertsson taldi ekki eðlilegt að útiloka algerlega ný lánsloforð Stofnlánadeildar til byggingar yfir kjötgreinar, þrátt fyrir offramboð á afurðum þeirra. Hins vegar megi reikna með því að fáir leiti slíkra lána, þar sem allar líkur séu fyrir mjög hækkuðum út- lánavöxtum innan tíðar og full ástæða fyrir bændur að fara var- lega í umræddar fjárfestingar af fleiri ástæðum. Þá benti Hörður Harðarson á að í ljósi verulegs samdráttar í lánveit- ingum til kjötgreina verði að telja eðlilegt sð jafnframt verði dregið úr innheimtu sjóðagjalda af þess- um greinum. Stofnun hlutafélags um skinnaiðnaðinn. Formaður greindi frá stofnun hlutafélags um skinnaiðnað á Ak- ureyri. Fram kom að Framleiðni- sjóður hefur veitt Landssamtökum sauðfjárbænda kr. 3 millj. í styrk til þess að kaupa hlutafé í hinu nýja fyrirtæki. Skuldbreyting stofnlána kartöflubœnda. Lagt fram bréf Landssambands kartöflubænda dags. 1. október ásamt ljósriti af bréfi félagsins til stjórnar Stofnlánadeildar landbún- aðarins, þar sem þess er óskað að athugað verði hvort mögulegt sé að skuldbreyta stofnlánum þeirra kartöflubænda sem þess óska. Einnig er þess óskað að stofnað- ur verði lánaflokkur vegna lána til kaupa á vatnsúðunarkerfum fyrir kartöflubændur. Ráðstöfun á sérstöku fóðurgjaldi vegna nautgriparœktar. Lagt fram bréf Landssambands kúabænda þar sem þess er óskað að stjórn SB mæli með því við landbúnaðarráðherra að 5/55 hlut- um sérstaks fóðurgjalds vegna nautgriparæktar verði varið til markaðsátaks vegna nautgripa- kjöts og að 50/55 hlutum gjaldsins vegna mjólkur verði varið til verð- uppbótar á ungkálfa og markaðs- átaks vegna nautgripakjöts. Pessi ráðstöfun gildi frá 1. janúar 1994. Samþykkt að mæla með þessari ráðstöfun kjarnfóðurgjaldsins. Skipan í nefndir. Skipan i nefnd um umhverfismál og landbúnað á vegum Umhverfis- málaráðuneytisins: Þórólfur Sveinsson, Ferju- bakka. Skipan í nefnd á vegum Ferða- málaráðs, þar sem fjallað er um framtíðarskipulag er lýtur að um- hverfismálum á ferðamannastöð- um: Hákon Sigurgrímsson. Sexmannanefnd: Eftirfarandi skipan var sam- þykkt í Sexmannanefnd: Haukur Halldórsson Þórólfur Sveinsson Arnór Karlsson Varamenn: 1. Hákon Sigurgrímsson 2. Guðmundur Stefánsson Útgáfustjórn Freys til eins árs: Aðalmaður: Hákon Sigurgrímssson. Til vara: Birkir Friðbertsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.