Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 21

Freyr - 01.11.1993, Blaðsíða 21
21.'93 FREYR 777 Rofdílar. Rofdílar eru sár í gróðurþekju sem eru minni en 10 m2 að flatarmáli og þar sér í beran jarðveg. Frost og holklaki ráða mestu um myndun rofdíla en útbreiðsla þeirra vex með auknu beitarálagi. Rofabörð. Rofabörð eru ein algengasta rof- myndun hér á landi. Rofhraðinn í þeim er mjög breytilegur og fer eftir jarðvegsgerð, veðurfari og ástandi gróðurs. Jarðskriðsstallar. Jarðskriðsstallar eru stallar og tungur í halla sem verða til þegar jarðvegur skríður fram fyrir áhrif þyngdaraflsins og frostverkana. Jarðskrið getur átt sér stað án þess að gróðurhula opnist. Á vorin þeg- ar jörð er að þiðna er hættan á jarðskriði mest. Umferð stórgripa eykur jarðskrið. Við mat á ástandi jarðvegs þarf að taka tillit til allra þessara rof- gerða. Meta þarf útbreiðslu og hraða rofsins og haga beitarstjórn- un í samræmi við niðurstöðurnar. Gróðurfar Jarðvegur gefur hvað mikilvægast- ar upplýsingar um ástand beiti- lands en gróðurfar veitir verðmæt- ar viðbótarupplýsingar. Hér á eftir verður lýst aðferðum sem nota má við mat á gróðurfari. Gróðurlendi og gróðurhula. Framleiðsla gróðurs gefur miklar vísbendingar um ástand lands. Nokkrir þættir gróðurfarsins eru lýsandi fyrir framleiðsluna. Þar má nefna tegundasamsetningu, fjöl- breytni, þéttni svarðar og gróður- hula. Þar sem framleiðsla er mikil er gróskulegt yfir að líta og gróður- inn hávaxinn og/eða þéttur. Framleiðslugetan er háð þeim tegundum sem eru fyrir hendi. Land sem lengi hefur verið beitt hefur oft einsleitt gróðurfar. Þar sem einkímblöðungar eru ríkjandi er svörðurinn þéttur. Ef gróðurinn er að jafnaði mjög snöggur vor og haust gefur það vísbendingu um að framleiðsla sé lítil. Þar sem gróður hefur nýlega numið land (s.s. mosabreiður á hrauni) gefur land- ið litla framleiðslu og þolir illa beit þar sem færri tegundir eru til að taka við af þeim sem hverfa. Þær tegundir gróðurlenda sem jafnan gefa mikla framleiðslu eru mýrar og mólendi en melar og sandar gefa litla framleiðslu og urð og grjót nánast enga. Hlutdeild þessara gróðurlenda í beitilandinu gefur því vísbendingu um fram- leiðslu og framleiðslugetu lands- ins. Vísitegundir. Mat á ástandi gróðurs ætti að byggja á athugun á vísitegundum. Vísitegund er algeng planta sem beit hefur áhrif á. Með mati á hlutfalli vísitegunda í beitilandi er hægt að fá vísbendingu um ástand þess. Eru plöntur með mikið beit- argildi útbreiddar eða er meira af plöntum með lítið beitargildi? { 1. töflu er listi yfir 16 algengar tegundir sem ætla má að henti sem vísitegundir. Vísitegundunum eru gefin stig eftir því hvernig þær þola beit og hversu lystugar þær eru fyrir sauðfé. Beitarþol plantna ræðst einkum af vaxtarlagi, þ.e. hvar vaxtar- broddur er staðsettur. Einkím- blöðungar þola beit að jafnaði bet- ur en tvíkímblöðungar. Lostæti tegunda ræðst af mörg- um þáttum, t.d. meltanleika og bragði. Dýrategundir raða plönt- um í mismunandi forgangsröð eftir lostæti. Rannsóknir á þessu eru takmarkaðar en t.d. virðast hross taka einkímblöðunga fram yfir blómplöntur. Lostæti getur ráðist af staðháttum og árstíma. Þá er smekkur einstakra dýra sömu teg- undar misjafn. Þegar hlutdeild vísitegunda í beitilandi er metin þarf líka að taka tillit til árstíma, árferðis, gróður- lendis og tegundasamsetningar á hverjum stað. Ástand gróðurs getur verið gott þó að lystugar tegundir með lítið beitarþol, t.d. hvönn og blágresi, hverfi. Lystugar tegundir sem þola beit, t.d. vinglar og sveifgrös, hald- ast f landi sem er í góðu ástandi. Þegar ólystugar tegundir verða yf- 1. tafla. Sextón hentugar vísitegundir. Vísitegund Beitarþol Lostæti Fjalldrapi * * Lyng-flestarteg * * Ljónslappi * * Gulmaðra * ** Blágresi * *** Hvönn * *** Hrútaberjaklungur * *** Víðir * *** Þursaskegg ** * Finnungur ** * Hálmgresi ** ** Geldingahnappur ** ** Kornsúra ** *** Stinnastör ** *** Vinglar ** *** Sveifgrös ** *** Língresi ** *** Beitarþol: * tegundin víkur við beit, ** tegundin þolir beit. Lostæti fyrir sauöfé: * sneitt er hjá tegundinni meðan kostur er á öðru. ** tegund ei bitin, *** tegundin er valin úr.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.