Freyr - 01.12.1993, Page 9
23.’93
FREYR 845
Þennan morgun eftir Hruna-
ferðina tilkynnti ég bræðrum
mínum að ég ætlaði í langskólanám
í landbúnaðarfræðum. Við þing-
uðum um þetta og kom þá í ljós að
Þorgeir hafði fengið hliðstætt til-
boð frá kunningafólki okkar í
Reykjavík. Við fórum svo báðir í
Menntaskólann í Reykjavík og
lukum stúdentsprófi eftir tveggja
ára nám, sátum í 4. og 6. bekk. Það
var náttúrlega vitleysa upp á náms-
árangur að gera þetta svona, en við
lögðum allt kapp á að ljúka námi
sem fyrst og urðum báðir stúdentar
árið 1938.
Fljótlega eftir það skildust leiðir
því að ég dreif mig til Kaupmanna-
hafnar með Gullfossi, en Þorgeir
innritaðist í læknisfræði við
Háskóla íslands.
Þetta var þriggja ára nám við
Landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn og meðal þeirra sem
hófu nám með mér í búfræði þeir
Sigurður Elíasson og Björn Bjarn-
arson. Ég valdi almenna
búfjárrækt og aðalkennarinn var
prófessor Jespersen. Hann var
einn af þremur stjórnendum við
Forsögslaboratoriet við skólann.
Hansen-Larsen var hinn aðalpró-
fessorinn og kenndi nautgripa-
rækt. Eftir að reglulegu námi var
lokið fór ég í viðbótarnám þannig
að ég var alls 5 ár í námi og að
störfum við skólann.
Þú ert þarna á stríðsárunum,
hvernig var það?
Já, Þjóðverjar hernámu Dan-
mörku vorið 1940. Fyrsta haustið
varð maður ekki var við miklar
breytingar en smám saman hertust
tökin. Maður varð furðu lostinn að
sjá menn liggja skotna á götunni,
og það úr báðum fylkingum. Ég
get sagt að ég gerði allt sem ég gat
til að forðast þá staði þar sem átök
voru. Ég sá ekki að ég gæti neinu
breytt þar um. Ég lenti hins vegar í
því að mér var stillt upp við vegg
með hendur uppréttar þar sem leit-
að var á mér. Það var ekkert þægi-
legt. í eitt skipti var ég á veitinga-
húsi með kunningja mínum og þá
Hjalti Gestsson, nýstúdent 1938.
óðu að okkur þýskir hermann með
byssustingi. Við hörfuðum undan
og þá varð það okkur til bjargar og
e.t.v. lífs að inn kom þýskur hers-
höfðingi. Hann sá hvað var að
gerast og skakkaði leikinn og rak
okkur út. Við mótmæltum en hann
sagði þá: Skiljið þið ekki að ég er
að bjarga lífi ykkar.
Það hefur ekki hvarlað að
ykkur að hœtta námi?
Nei, það var ekkert að fara, allar
leiðir lokaðar.
Höfðu íslendingar í Höfn mikið
samband sína á milli á
stríðsárunum?
Já, það var bæði Stúdentafélag og
íslendingafélag. í Stúdentafélag-
inu voru haldnir reglulega fundir
og það var mjög öflugur félags-
skapur. Þar voru flutt erindi og
lesið upp. Jón Helgason prófessor
var þar mjög virkur og það var eins
og kennslustund að hlýða á hann.
Hann las stundum úr óprentuðum
v'erkum Halldórs Kiljan Laxness.
Þarna talaði líka Skúli Guðjónsson
prófessor í Árósum, Jakob Bene-
diktsson, Guðmundur Kamban og
Kristján Albertsson. Við fengum
þarna gífurlega góða kynningu á
íslenskum bókmenntum og mætti
margt um það segja. Ég var for-
maður Stúdentafélagsins í eitt ár
og ég man að ég fékk Guðmund
Kamban oftar en einu sinni til að
hafa framsögu.
Samgöngur heim voru engar og
enginn póstur fyrr en síðasta stríðs-
árið að svolítið raknaði úr, þannig
að það komu blöð í sendiráðið.
Sendiherra síðustu stríðsárin var
Jón Krabbe, ógleymanlegur úrvals
maður.
Ég vil halda því fram að það gat
ekki rammíslenskara samfélag en
íslenska nýlendan í Höfn á stríðs-
árunum.
Búnaðarháskólinn í Kaupmannahöfn þar sem Hjalti stundaði nám.