Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1993, Page 11

Freyr - 01.12.1993, Page 11
23.'93 FREYR 847 upp nöfn um 10 manna sem átti að yfirheyra og ég var einn þeirra. Það var ekki fyrr en eftir 4-5 daga að röðin kom að mér en skipið hélt áfram allan þann tíma. Við þessir 10 áttum von á því að vera fluttir frá skipshlið þegar til íslands kæmi og beint til Englands. Þetta var ekki þægileg tilfinning. Hverjir yfirheyrðu ykkur? Það var amerískur offiséri og eitt- hvert hjálparlið sem hann hafði, sem komu með skipinu að heiman, frá Utlendingaeftirlitinu. Þetta var einkennilegt með mig. Þeir vissu hvar ég hafði búið allan tímann, í hvaða félagsskap ég hafði starfað og í hvaða sönghóp ég hafði sungið og þeir vissu hvaða dag dr. Lods hafði heimsótt mig, en það var þýskur dýralæknir og nazisti sem hafði rannsakað votheysveiki á Islandi upp úr 1930. Þeir vissu hvar við höfðum borðað saman og þeir vissu um ákveðna kunningja mína sem þeir höfðu illan bifur á. Ut úr þessu kom þó ekkert. Þetta var ógleymanleg sjóferð. Við sigldum fyrst til Gautaborgar og síðan meðfram strönd Noregs innan skerja til Bergen og þaðan þvert yfir til Islands. Við komum að landi undan Mýrdalnum og við sigldum svo nálægt landi að við sáum hvað fólkið var að gera á túnunum. Við komum til Reykja- víkur 9. júní, minnir mig. Hvað beið þín svo þegar heim var komið? Það beið mín ekkert sérstakt og það vantaði hvergi mann. Við fórum til Gísla bróður míns sem bjó í Reykjavík með dótið og vor- um þar um sumarið. Ég fór og talaði við Steingrím Steinþórsson búnaðarmálastjóra, en hann var með í ráðum þegar ég fór út. Hann sagði að það væri langbest að ég færi sem ráðunautur hjá Búnaðar- sambandi Suðurlands. Ég skal tala við Guðmund á Stóra-Hofi, sagði hann. Það dróst en ég fékk til bráðabirgða starf hjá Atvinnudeild Háskólans. Karen og Hjalti Gestsson. Haustið 1945 var ákveðið að reisa bændaskóla í Skálholti. Það var sérstök nefnd sem átti að vinna að því máli og hún réð mig sem framkvæmdastjóra í hálfu starfi. Guðmundur Þorbjarnarson á Stóra-Hofi, formaður Bs. Suður- lands, gaf svo ádrátt um að ráða mig í hálft starf á móti því sem ráðunaut hjá sambandinu. Áður en frá því yrði gengið fékk ég starf hjá nautgriparæktarfélögunum í Árnessýslu. Eftir mitt ár 1946 var svo gengið frá ráðningu minni hjá Bs. Suðurlands og þá í hálft starf í búfjárrækt. Hverjir voru þá aðrir ráðunautar Bsb. Suðurlands? Það var Árni Jónsson, einnig í hálfu starfi, í jarðrækt. Hann kenndi jafnframt við Garðyrkju- skóla ríkisins á Reykjum, í hálfu starfi. Árni sagði upp um þetta leyti og tók að sér oddvitastörf í Ölvusi en í hans stað kom Rögn- valdur Guðjónsson, sem jarðrækt- arráðunautur. Ég var svo í hálfu starfi hjá sam- bandinu fram til ársins 1950 að lögð var á hilluna hugmyndin um að byggja bændaskóla í Skálholti. Guðmundur Þorbjarnarson dó ár- ið 1948 og Dagur Brynjúlfsson í Gaulverjabæ tók við formennsk- unni Búnaðarsambandsins árið 1949 en hann gerði það að skilyrði að ég tæki við framkvæmdastjórn þess með honum, en þetta var þó lauslega orðað og mátti teygja á ýmsa vegu, en ábyrgðin var hans. Hvernig var búskapur á Suðurlandl þegar þú komst frá námi? Það fyrsta sem snerti mig og afar illa var það hve fátækt var mikil í sveitunum. Ég sá mjög lítið af hús- gögnum á bæjum. Það voru rúm og það var verið að reyna að hafa betri stofu með dívan, en almenni- legir stólar voru óvíða til. Húsin voru léleg og lítil. Þetta voru járnklædd timburhús, forsköluð hús og steinhús, en húsin voru illa einangruð og allt gler einfalt. Af- skaplega léleg upphitun. Ég þekkti þetta allt frá gamalli tíð, þetta hafði ekkert versnað. Það fraus í baðstofunni þegar gerði gadd. Það voru kallað baðstofur þar sem fólkið svaf og innivinna önnur en matseld fór fram. Þessar vistarver- ur voru að sjálfsögðu gamaldags vistarverur. Hins vegar var allt

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.