Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1993, Page 13

Freyr - 01.12.1993, Page 13
23.’93 FREYR 849 ráðunautr BÍ bað mig að taka sýn- ingar fyrir sig strax vorið eftir. Ég man að fyrsta sýningin sem ég dæmdi á var á Eyrarbakka, fyrir austan kirkjuna. Hún var haldin á aðalgötunni. Ég sagði: Hvað er þetta, ekki eigum við að vera hérna? Jú, hvergi betra, sögðu þeir. Já, enhvað ef það kemur bíll, sagði ég. Pá verður bfllinn að bíða, sögðu þeir, þetta er bara fjórða hvert ár sem við höldum kúasýn- ingu. Það komu svo fáeinir bflar og bflstjórarnir voru hinir rólegustu. Ég spurði Pál, hvernig ég ætti að dæma? Þú verður að ráða því sjálfur, sagði hann. En ég þarf einhverjar reglur, sagði ég. Mínar reglur eru búnar að gilda nógu lengi, þú verður að búa til þínar reglur, sagði hann. Ég fór að hugsa málið og sá þá strax að það var eitt sem var bráð- nauðsynlegt að ráða bót á en það voru júgrin og spenarnir. Þetta átti líka við um dönsku rauðu kýrnar, en Danir áttu líka Jersey-kýr og þær voru með góð júgur og góða spena. Núna er þetta allt orðið gjörbreytt hér hjá okkur því að markvisst hefur verið unnið. I sauðfjárræktinni hefur líka margt gerst. Þegar ég hef störf herjar mæðiveikin og garnaveikin í öllu sínu veldi á svæði Bs. Suður- lands, nema í Vestur-Skaftafells- sýslu. Aftur á móti var féð þar víðast lélegt að allri gerð. Par var þó til kollóttur stofn frá Ólafsdal og af Ströndum sem var talsvert ræktaður. Hann var aðallega í Meðallandi og Landbroti og hafði dreifst mest frá Seglbúðum en líka frá Suður-Vík. Þetta var nokkuð Á hrútasýningu á Skeiðum 1975. Hjalti les upp dóm á hrúti sem Ingvar Þórðarson á Reykjum heldur í. - Freysmynd. Hjalti Gestsson var ímörg ár búnaðarþingsfulltrúifyrir Sunnlendinga. Þessi mynd er affulltrúum á Búnaðarþingi 1971. Fremri röð frá vinstri: Jón Gíslason, Norðurhjáleigu, Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur, Ásgeir Bjarnason, Asgarði, Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, Halldór Pálsson, búnaðarmálastjóri, Ásgeir L. Jónsson, ráðunautur, Gísli Magnússon, Eyhildarholti. Önnur röð frá vinstri: Egill Bjarnason, Sauðárkróki. Hjörtur E. Þórarinsson, Tjörn, Sigurmundur Sigurðsson, Syðra-Langholti, Egill Jónsson, Seljavöllum, Hjalti Gestsson, Selfossi, Friðbert Pétursson, Botni, Sigurður J. Líndal, Lækjamóti, Guðmundur Jónasson, Ási. Þriðja röð frá vinstri: Gunnar Guðbjartsson, Hjarðarfelli, Teitur Björnsson, Brún, Sigurjón Friðriksson, Ytri-Hlíð, Grímur Arnórsson, Tindum, Snœþór Sigur- björnsson, Gilsárteigi, Ingimundur Ásgeirsson, Hœli. Aftasta röð frá vinstri: Jón Egilsson, Selalœk, Lárus Ág. Gíslason, Miðhúsum, Stefán Halldórsson, Hlöðum, Jósep Rósinkarsson. Fjarðarhorni, Magnús Sigurðsson, Gils- bakka, Þórarinn Kristjánsson, Holti, Jóhann Jónasson, Sveinskoti.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.