Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1993, Side 18

Freyr - 01.12.1993, Side 18
854 FREYR 23.'93 Frjálst er (fjallasal. Hrossarœkt á íslandi Yfirlit, síðari hluti Kristinn Hugason, hrossarœktarráðunautur Búnaðarfélags íslands íslenski hesturinn Fjöldi og skipting Áætla má aö á landinu séu nú u.þ.b. 75.000 hross, þ.e. um 21.000 hestar 4ra vetra og eldri, þar af um 400 stóðhestar. Hryssur 4ra vetra og eldri má áætla að séu um 26.000. Tryppi eru um 20.500 og ásett folöld um 7.500 af um 12.500 fæddum. Erfitt er að áætla skiptingu hrossastofnsins á milli hrossarækenda og hestafólks er ekki stundar neitt hrossauppeldi. Þó má áætla að stór hluti reið- hrossastofnsins, u.þ.b. 10.000 til 12.000 geltir hestar, séu í eigu þess. Eiginleikar stofnsins Islenski hesturinn er fremur smár vexti, samanrekinn að bygg- ingu og hraustur en ekki léttbyggð- ur og skortir því oft á fegurð. Merkustu eiginleikar hestsins eru gæðingskostir, þ.e. fjölhæfni í gangi (fet, brokk, stökk, tölt og skeið), mikið en þjált skap og góð- ur vilji. Kynbótamarkmið Erfðagallar eru fátíðir í stofnin- um. Þó ber að hafa vakandi auga með erfðagöllum og er það auðvelt í tölvuskýrsluhaldinu. Hið sama gildir um hinn mikilvæga fram- leiðslueiginleika sem frjósemin er. Því þó að íslenski hesturinn sé í heild sinni frjósamur (sjá síðar) þá gætu einstaka ættlínur reynst ófrjósamar. Hið skipulega kyn- bótastarf miðast þó nær eingöngu við að bæta sköpulag og kosti ís- lenska hestsins. Sköpulag: Samræmi þarf að bæta með nokkuð léttari byggingu og auka lengd á bol, baki og hálsi, auka á reisingu og bæta fríðleik- ann. Samtímis þarf að gæta að því að hreysti líkamsgerðar hrossanna viðhaldist að öllu leyti og þá ekki

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.