Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.12.1993, Qupperneq 22

Freyr - 01.12.1993, Qupperneq 22
858 FREYR 23.'93 Ný lög um dyrasjukdoma og varnir gegn þeim Brynjólfur Sandholt, yfirdýralœknir Ný lög, nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, voru samþykkt á Alþingi í apríl sl. Með þessari lagasetningu er skipað í einn lagabálk ýmsum lagaákvœðum sem gilt hafa um sjúkdóma í dýrum og varnir gegn útbreiðslu þeirra innanlands svo og vörnum gegn því að búfjársjúkdómar berist til landsins. Megin innihald eldri lagaákvæða voru sett með það að markmiði að útrýma sauðfjársjúkdómum, eins og þurramæði, garnaveiki, kýla- pest og síðar riðuveiki. Um það giltu lög nr. 23/1956 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjár- sjúkdóma og útrýmingu þeirra með síðari breytingum. I lögum nr. 11/1928 voru hins vegar ákvæði um hvernig háttað er reglum um varnir gegn því að dýrasjúkdómar berist til landsins. Aðdragandi þessara breytinga var að landbúnaðarráðherra skip- aði nefnd sem fékk það hlutverk að yfirfara íslensk lagaákvæði sem snertu búfjársjúkdóma og varnir gegn þeim. Skyldi nefndin semja eitt lagafrumvarp um þetta efni með tilliti til breyttra aðstæðna frá gildistöku laganna. í því sambandi voru sérstaklega tilgreind lög nr. 11/1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúk- dómar berist til landsins, lög nr. 23/1956 um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og út- rýmingu þeirra, lög nr. 3/1902 um heimild til að banna innflutning ósútaðra skinna og húða, lög nr. 25/1923 um berklaveiki í nautpen- ingi og lög nr. 22/1977 um sauðfjár- baðanir. Sauðfjársjúkdómanefnd lögð nlður. í ofangreindri breytingu felst sú skipulagsbreyting að Sauðfjársjúk- dómanefnd er lögð niður og starf- semi á hennar vegum er sameinuð Brynjólfur Sandholt. embætti yfirdýralæknis og hefur yfirdýralæknir nú á hendi stjórn allra þátta dýrasjúkdómavarna undir yfirstjóm landbúnaðarráð- herra. Ýmis ákvæði í eldri lögunum þurftu endurskoðunar við þar sem ný viðhorf í baráttunni við sjúk- dóma vegna nýrra greininga- aðferða og meðferðar þeirra með tilkomu nýrra lyfja gerðu það nauðsynlegt. í nýju lögunum er fellt niður ákvæðið um skylduböð- un alls sauðfjár í landinu annað hvert ár. Pessi skylda hefur sætt mikilli gagnrýni fjölmargra bænda síðari ár þar sem kláða og öðrum óþrifum í sauðfé var útrýmt úr mörgum varnarhólfum við fjár- skiptin og með þessari skyldu væri verið að leggja verulegan kostnað á bændur að óþörfu. Nú er þess vænst, þar sem kláði eða önnur óþrif koma upp og lagt verður í sérstakar aðgerðir gegn þeim, að þá muni sauðfjáreigendur leggja sig sérstaklega fram um að aðgerð- irnar takist sem best og með sam- eiginlegu átaki takist að útrýma óþrifum á þessum svæðum. Pað mun einnig aukinn þrýstingur frá bændum sem nú eru lausir við kláðamaur og lús í fé sínu að óþrif- unum verði útrýmt alls staðar á landinu til að forðast það að smit berist inn á hrein svæði og þar þurfi að hefja böðun á ný. Annað atriði þar sem komið er til móts við óskir bænda vegna breyttra aðstæðna í landbúnaði er að nú má flytja sláturfé yfir varnarlínur í slátur- hús, þó með þeim skilyrðum að flutt sé af heilbrigðara svæði og inn á lakara svæði og að flutningatæki séu sótthreinsuð sérstaklega milli ferða. Með því er einni hindrun rutt úr vegi sem talin er hafa komið í veg fyrir aukna og betri nýtingu sláturhúsa. Breytingunni fylgir væntanlega hagræðing og lægri sláturkostnaður, bæði framleið- endum og neytendum til hagsbóta. Nýmœli í nýju lögunum. Hér á eftir verður stuttlega farið yfir lögin um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og lýst hverjar eru helstu breytingar sem gerðar hafa verið með samþykkt þessara laga samanborið við fyrri lög. Fyrsta grein laganna er mun ítar- legri en sambærileg ákvæði voru í lögunum um varnir gegn út-

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.