Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1993, Síða 34

Freyr - 01.12.1993, Síða 34
870 FREYR 23.’93 Greinarhöfundur með innfæddum áströlskum vini. landbúnaði og menningu annarra þjóða. Ég lenti þreytt, en yfir mig ánægð í Osló 10. apríl 1989, eftir langt og strangt ferðalag og þriggja daga dvöl í Singapore, með 37 kr. í vasanum og tösku fulla af skítug- um fötum. En rík af reynslu og góðum minningum. International Agrlcultural Exchange Assoclatlon IAEA eru samtök skiptinema innan landbúnaðar, stofnað 1963 í Danmörku, en aðildarlönd eru um allan heim. Má þar nefna Ástralíu, Canada, Bandaríkin, Nýja- Sjáland, Japan og fjölmörg lönd í Evrópu. Markmið IAEA er að veita ungu fólki sem starfar við eða hefur áhuga á landbúnaði tækifæri til að fara erlendis og læra um landbúnað og menningu annara þjóða. Nemum er komið fyrir hjá bændum og taka þeir þátt í dagleg- um störfum. Aðeins einn nemi er á hverju'm stað og er reynt eins og hægt er að taka tillit til þeirra eigin óska um val á landi og búgrein. Nemi fær laun fyrir sína vinnu og býr yfirleitt með fjölskyldu bóndans. Yfirleitt er dvölin á bilinu 6-10 mánuðir, en 14 mánuðir ef nemi kýs að fara til tveggja landa. Er þá skipt á miðju tímabili. Á öllum stöðum er reiknað með 3-4 vikna launalausum fríum. Sex íslendingar hafa tekið þátt hingað til, en um 1000 ungmenni ferðast á vegum IAEA ár hvert. Skilyrði fyrir þátttöku í IAEA eru eftirfarandi: Grundvallarkunnátta í enskri tungu. Aldur á bilinu 19-29 ára. Hrein sakaskrá. Engin böm á framfæri. Ekki háð/háður vímuefnum. Góð líkamleg og andleg heilsa. Reynsla og áhugi á landbúnaði. Ökuskírteini. Verð fyrir þáttöku er á bilinu kr.250.000 - 350.000 fyrir eitt land, en 450.000 til 500.000 fyrir tvö lönd. Innifalið í verði er: Góðar tryggingar og heilbrigðis- þjónusta. Flugfargjöld fram og til baka frá Kaupmannahöfn. Atvinnu- og dvalarleyfi. Námskeið við komu á áfanga- stað. Gisting og morgunverður á millilendingarstað þar sem slíkt stendur til boða. Ferð til Nýja-Sjálands. Frh. afbls. 862. Lupinus polyphyllus, sem er náskyld alaskalúpínunni okkar. Féð bítur hana mikið og við eigin prófun fannst mér þessi lúpína ekkert tiltakanlega beisk á bragð- ið. Nokkuð erfitt er að koma þess- ari lúpínu til eftir sáningu, en ef það tekst virðist hún geta fjölgað sér undir talsverðu beitarálagi. Lúpína þessi á að líkindum afar auðvelt með að breiðast út á stórum hlutum verst farna beiti- landsins í fjallahéruðunum. Snörp Öll skipulagningarvinna hjá IAEA. IAEA byggist á sjálfboðavinnu, og eru eingöngu fastir starfsmenn aðalstöðva á launum. Nánari upp- lýsingar veitir: Elín Kjartansdóttir Safamýri 91, kj. 108 Reykjavík hs. 91-686379, vs. 91-686885. umræða virðist í uppsiglingu um hvort eigi að taka lúpínuna til víð- tækra nota eða útrýma henni. Með öðrum orðum, hvort hún sé illgresi eða happafengur til að bæta illa farið land. Þrátt fyrir mikinn áhuga á lúpínum á Nýja-Sjálandi sýndist mér við komnir mun lengra í rann- sóknum á nýtingu og vistfræði lúpínunnar. Við höfum ýmsu að miðla öðrum þjóðum í þeim efn- um.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.