Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 15
skoðunakönnunum í Þýskalandi teldi 92% úrtakshóps að heilsuáhætta fólks við fæðu- neyslu væri meiri nú á dögum en áður fyrr, jafnframt því sem 61% úrtaks sagði að um- hverfismál hefði áhrif á fæðuval þess. Af þessu má ráða að að sala á lífrænt framleiddum matvælum eigi vaxandi framtíð fyrir sér og telur Carl Haest hlutur lífrænna matvæla eiga eftir að vaxa í 5% að jafnaði á alþjóðlegum matvælamarkaði á næstu 5 árum. I ýmsum tegundum grænmetis, þ.e. kartöflum, gulrót- um og rófum er hlutdeild lífrænnar vöru þegar orðin um 10% í stórmörkuðum í nálægum löndum. Carl Haest lauk lofsorði á gæði og fram- leiðsluaðferðir við íslenska matvælafram- leiðslu, og taldi að hvergi þyrfti að taka styttri skref til að fá viðurkenningu fyrir land sem fyrsta „lífræna“ landið í sögunni, en víða um heim eru starfandi „vottunarstofur“ sem stað- festa framleiðsluferil og innihald afurða. Fram kom að álitlegustu vörur okkar á hinn lífræna markað erlendis sé 1. lambakjöt, 2. mjólkurafurðir og 3. ferskvatnsfiskur. Mikil- vægt væri við markaðssetningu að menn hasli sér völl á hæfilega stórum markaði, því að áríðandi sé að framboð sé jafnt og stöðugt. En það er ekki einungis erlendis að viðurkenning á framboði á lífrænum matvörum skiptir máli. Sú viðurkenning skiptir einnig máli fyrir Island sem ferðamannaland, en vaxandi fjöldi ferða- manna sækist eftir lífrænni fæðu og ómengaðri náttúru. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun þess- ara mála. Nú eru að taka gildi alþjóðlegir viðskiptasamningar EES og GATT þar sem vænst er framrásar ódýrra matvæla og mjög harðnandi samkeppni á matvælamarkaðnum. Carl Haest varar íslendinga við tvennu: mat- vælaframleiðslu þar sem meiri áhersla er lögð á magn en gæði og holskeflu ferðamanna, sem skaðað gæti íslenska náttúru. Hér takast á sjónarmið gæða og magns, umhverfisverndar og hámarks afkasta. í þeirri togstreitu eiga íslendingar meiri tækifæri en hingað til hefur virst. M.E. Orðsending til áskrifenda Áskriftarverð Freys árið 1994 verður kr. 3.900 og er þá 14% virðisaukaskattur, um kr. 480, innifalinn. Hlutur Freys í áskriftargjaldinu er þannig um kr. 3.420, en var árið 1993 kr. 3.300 án VSK. Áskriftargjaldið verður innheimt í tvennu lagi hjá þeim sem greiða það með gíróseðli, kr. 1.950 í hvort skipti, en innheimtulistar til hreppabúnaðarfélaga sem innheimta árgjaldið verða sendir fyrir áskriftargjaldinu í einu lagi. Auk áskriftargjalda gefa auglýsingar aðal- tekjur blaðsins. Auglýsingatekjur blaðsins minnkuðu um u.þ.b. 15% á árinu 1993. Þess má vænta að við því verði brugðist á þann hátt að síðufjöldi blaðsins á árinu 1994 verði minnkað- ur eitthvað, en blaðinu er gert að standa undir sér að öllu leyti. Nánar er ekki vitað um út- færslu á því í upphafi árs, enda ekki vitað hver hlutur auglýsinga verður á árinu. Ritstj. MOLfiR Fœrri EB-borgarar fœðast Hjónabönd í EB-löndum eru í hættu og færri börn fæðast en nokkru sinni áður, segir í tölfræði- skýrslu frá EB. Hjónabönd njóta minni almennr- ar hylli en áður og sífellt fleiri konur búa einar og sjá fyrir börnum sínum. Barnsfæðingar eru færri en áður var vitað um. Þær voru a.m.t. 1,82 börn á hverja konu árið 1982 en hafa fækkað í 1,48 árið 1992. Fæðingum utan hjónabands hefur fjölgað mikið síðustu tíu ár, t.d. í Danmörku, þar sem helmingur barna fæðast utan hjónabands en einn fimmti a.m.t. í EB-löndum. EB-borgarar geta aftur á móti vænst þess að lifa lengur en áður. Meðalaldur karlmanna er þar nú 72,8 ár en kvenna 79,4 ár. 1-2*94 - FREYR 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.