Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 18
Úr fjárhúsunum á Kjarlaksvöllum, en þar er einstaklega snyrtilega um gengið. (Freysmynd). tilboð í þetta og því var tekið. Pað var kveikjan að því að við fórum að byggja nýju húsin. Við rifum fjárhúsin í Ólafsdal niður og merktum hverja einingu, járn og tré. Þetta var ekki í sömu lengdum og nú tíðkast, þannig að það þurfti fjórar plötur í lengdina á hvora hlið þaksins. Þetta hefur verið mikil vinna? Já, þetta var feikileg vinna, en þá voru stákaranir komnir upp og tóku þátt í þessu og þetta gekk ágætlega. Utlagður kostnaður varð hins vegar afar lítill. Pað vann reyndar smiður með okkur við bygginguna sem bar ábyrgð á verk- inu en fyrst þurfti að steypa undir- stöður undir húsin. Mig minnir að útlagður kostnaður áður en við fórum að smíða milligerðirnar hafi verið um ein milljón króna, en þar í voru m.a. laun rafvirkja sem lagði í húsin. Síðan kemur að innréttingunum sem eru mjög haganlega úthugsaðar. Fannstu þessa lausn sjálfur? Já, ég fikraði mig áfram með þetta, og rafsuðu og logsuðu höf- um við stundað hér lengi. Ég rak hér lítið viðgerðaverkstæði í mörg ár fyrir bíla og búvélar þó að ég hafi enga skólagöngu á bak við mig. Það er afar erfitt að vera í búskap án þetta að geta bjargað sér við smíðar og helstu vélaviðgerðir. Stunda synir þínir smíðar og viðgerðir eins og þú? Já, þeir gera það og eins Guð- mundur, tengdasonur minn. Við gerum við allar vélar sjálfir, og höfum jafnvel tekið upp mótora o.s.frv. Komi upp dæmi sem við ráðum ekki við eigum við góða granna sem kunna flest ráð og við leitum þá gjarnan til. Annars eru allar þessar nýju tegundir farnar að vera svo flóknar að það er ekki einu sinni fyrir bifvélavirkja að gera við þær. Það þarf helst raf- eindavirkja til þess. Það er komin tölvustýring í þetta sem helst eng- inn botnar í. Svo að við snúum okkur aftur að fjárbúskapnum, þú ert nú farinn að hýsa féð fyrr en á Þorláksmessu? Já, nú á síðari árum er mönnum ljósara en áður að ef við erum að hora féð niður á haustin þá fáum við litla frjósemi og lélegar afurðir. Þannig að við tökum féð á hús um leið og fyrstu snjóar koma og jafn- vel fyrr, því að nú erum við farnir að klippa féð áður en það er tekið á gjöf. Reyndar þurfum við þá gott veður, þurrt og sæmilega stillt, þannig að við getum verið með um 100 kindur inni á dag sem við klippum. Við miðum við að féð sé þá ekki farið að leggja af og eftir það er framhaldið ósköp einfalt. Þá fer féð ekki út fyrr en eftir að það er borið næsta vor. Afurðir? Við höfum tekið þátt í skýrslu- haldinu og frjósemin hefur verið að þokast upp, t.d. losuðu fædd lömb sl. vor tvö lömb á á. Fall- þungi er svo í kringum 15,5 kg að meðaltali, breytilegur eftir árferði. Er hér gott fjárland? Saurbærinn hefur verið talinn heldur létt sauðland, þröngir dalir og mýrlent. Smalamennskur taka aðeins dagspart, 5-6 tíma. Þú hefur fengið yfir þig allar skerðingarnar á framleiðslu, sem að undanförnu hafa dunið yfir? Já, eins og aðrir. Við vorum mest með um 500 fjár, þegar við keyptum féð af tengdaföður mínum. Síðan hefur verið nagað utan af þessu þannig að við erum komin niður í um 300 kindur. Eruð þið með félagsbú á jörðinni? Nei, við sóttum um það á sínum tíma, en okkur var synjað um það. Við köllum þetta hins vegar sam- rekstrarbú og búið er talið þannig fram til skatts í samráði við skatt- stofuna. Það eru fjórir aðilar sem standa að búinu og hafa tekjur af því, þ.e. við hjónin, dóttir okkar og tengda- sonur og tveir synir. Það er því ekki stór hlutur hvers og eins. Allt það annað sem við höfum haft í að hlaupa dregst líka saman, því að það byggist á fjárbúskapnum, slát- urvinna, akstur o.s.frv. Við erum þó með nokkrar aligæsir og ölum upp gæsarunga til slátrunar. Þessi samdráttur í sauðfjár- rœkt fer að koma hart við hér í Dölum? Jú, það er einmitt núna, sem hann fer að bitna hart á okkur. Það er í ár, 1993, eftir haustinnlegg sem við förum verulega að finna fyrir þessu, en þó er sýnt að næstu ár verða enn verri. Hingað til höfum 10 FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.