Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 14
FRfí RITSTJÓRN Lífrœnt rœktaðar búvörur eiga sér framtíð Flest tíðindi síðustu missera og ára úr land- búnaði hafa verið íslenskum landbúnaði óhag- stæð. Verð til bænda á flestum búvörum hefur lækkað, útflutningur á kindakjöti, helstu út- flutningsvöru íslensks landbúnaðar síðustu áratugi, hefur næstum horfið og framundan er innflutningur á búvörum sem hingað til hefur verið óheimill, eftir að tekið hafa gildi alþjóð- legir viðskiptasamningar um EES og GATT. Útlitið er þó ekki eins dökkt og af þessu má ráða. Um alllangt skeið hefur meðal þjóða, þar sem þekking og tækni við búvörufram- leiðslu er mest, verið stefnt svo einstrengings- lega að því að ná niður framleiðslukostnaði búvara að það hefur orðið á kostnað vörugæða og umhverfis. Afleiðingarnar eru að koma í ljós. Jarðvegur og náttúran hefur mengast af völdum áburðarefna og jurtavarnarefna, rányrkja hefur átt sér stað, búfé eru gefnar hormónar og lyf sem síðan berast í neytendur afurðanna og aðbúnaður búfjár samræmist ekki sjónarmiðum dýraverndar. Almenningur víða um heim hefur verið að opna augu sín fyrir því að hér þarf að standa öðru vísi að málum, það hefur myndast mark- aður fyrir búvörur sem framleiddar eru með aðferðum náttúrunnar sjálfrar, en án tilbúinna efna. Lengi hefur verið hamrað á því að óvíða sé náttúran hreinni en hér á landi. Svalt loftslag veldur því að hér þrífast ekki sjúkdómar og skaðdýr sem beita þarf eiturefnum gegn er- lendis. Þá er notkun hormóna í búfjárrækt hér óþekkt fyrirbæri og meðferð búfjár yfirleitt góð eftir að útigangur lagðist af. Um nokkurt skeið hafa ýmsir aðilar verið að leita markaða erlendis út frá þessum forsend- um, einkum á íslensku kindakjöti. Ber þar hæst nafn Erlends Garðarssonar, markaðs- fræðings, og fyrirtækis hans, Kaupsýslunnar hf. Snemma í september á sl. ári efndu sam- tökin Lífrænt samfélag í Mýrdal til ráðstefnu um lífræna ræktun, þar sem m.a. flutti erindi framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka um líf- ræna ræktun, IFOAM. Fundarstjóri á þeirri ráðstefnu var Baldvin Jónsson. í framhaldi af því gengust Jón Helgason, alþingismaður og formaður BÍ, og Arnaldur M. Bjarnason, atvinnumálarulltrúi St.b., fyrir því að Búnaðarfélag íslands, Stéttarsamband bænda, landbúnaðarráðuneytið og fleiri aðilar innan landbúnaðarins stofnuðu samstarfshóp um framleiðslu á vistvænum landbúnaðarvör- um, jafnframt því sem Baldvin Jónsson var ráðinn starfsmaður hópsins. Baldvin, sem er kunnugur víða um heim, m.a. í tengslum við áratuga langt starf sitt við þátttöku íslensra kvenna í alþjóðlegri fegurðarsamkeppni er- lendis, hefur sett sér það markmið að kynna ísland sem land hreinleika hvað varðar bú- vöruframleiðslu, ferðamennsku og annað sem að gagni má koma. En einnig er þörf á að kynna fyrir Islending- um hvaða möguleikar eru þarna á ferð og hvernig eigi að hagnýta þá. í því skyni gekkst Samstarfshópurinn fyrir því að bjóða til lands- ins Carl Haest, Hollendingi, búsettum í Belg- íu, viðskiptafræðingi að menntun. Hann átti og rak um skeið eina elstu verslun í Belgíu sem sérhæfði sig í sölu á náttúrulegri matvöru en hefur á síðari árum rekið ráðgjafarfyrirtæki um náttúrlegt fæðuframboð og ferðast víða um heim til að kynna sér þau mál og til fyrirlestra- halds. Hann dvaldist um vikutíma hér á landi í janúar á þessu ári og kynnti sér stöðu íslenskr- ar búvöruframleiðslu jafnframt því sem efnt var til fræðslufundar hinn 8. janúar með hon- um sem framsögumanni. Margt athyglisvert kom þar fram. Þar má nefna að lífrænt framleiddar matvörur hefðu 1% markaðshlutdeild í Þýskalandi en nokkru minni í öðrum Evrópulöndum. Þó væri velta lífrænna vara áætluð um 300 milljarðar ísl. kr. á síðasta ári. Hann upplýsti að samkvæmt 6 FREYR -1-2‘94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.