Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 20
Garðyrkjan og EES samningurinn Gunnlaugur Júlíusson, hagfrœðingur Stéttarsambands bœnda í byrjun nóvember sl. átti sér stað athyglisverð umrœða um innflutning á gúrkum og tómötum í sambandi við svokattaðan „ Cohisionslista“ sem samið var um í sambandi við EES samninginn. Sá listi felur í sér tollfrjálsan aðgang yfir 70 tegunda ávaxta, blóma og garðyrkjuafurða sem framleiddar eru innan EB inn á markaði EFTA ríkjanna. Samningurinn varð gerður til að styrkja stöðu suðlægari ríkja bandalagsins. í frumvarpi til laga um EES segir t.d. á bls 238: „Suðurríki handalagsins hafa mikla hagsmuni af viðskiptum með ávexti, grænmeti og blóm“ og síðar á sömu síðu: „Því var ákveðið að EFTA ríkin gerðu tvíhliða samninga við EB um jöfnun ávinnings af samningnum fyrir Suð- urríki EB“. Hér kemur glöggt fram að þessi samningur var eingöngu gerður með hagsmuni Spánar, Portúgals, Ítalíu og Grikklands í huga, en sá skilningur er lagður í orðin „Suðurríki EB“. Um hvað sömdu önnur Norðurlönd? Þessi samningur (Cohisionslist- inn) var gerður sérstaklega milli hvers einstaks EFTA lands og EB. Þessir samningar eru því mismun- andi og má nokkuð sjá af þeim á hvað samningamenn einstakra landa lögðu áherslu og hvaða ár- angri þeir náðu í samningunum. Ríkjandi viðhorf hjá hinum Norður- löndunum er að enda þótt markmið þessa sérstaka samnings sé að auka útflutning frá Suður-Evrópu og ír- landi í þeim tilgangi að stuðla að auknum hagvexti hjá þeim, þá standa þeir vörð um hagsmuni inn- lendra framleiðenda. Á norska Cohisionslistanum eru því sem næst engar vörur sem framleiddar eru í Noregi. Á finnska og sænska listan- um eru t.d. ekki tómatar, gúrkur og paprika, en þær eru einna mikilvæg- astar fyrir afkomu þarlendra mat- jurtaframleiðenda. Gunnlaugur Júlíusson. Áherslur íslands í samningaviðrœðunum? Það hefur margoft komið fram hjá utanríkisráðherra í ræðu og riti að hann ætli sér að nota EES samning- inn og GATT samninginn til ná að fram þeim breytingum á íslenskri landbúnaðarstefnu, sem hann hefur ekki náð fram á innlendum vett- vangi. Undir það fellur að brjóta niður þá innflutningsvernd sem landbúnaðurinn hefur búið við á mörgum sviðum. Það virðist greini- legt af samanburði á niðurstöðum samninganna um hið Evrópska Hjálp fyrir 500 milljónir króna Ein af stofnunum EB, TACIS, miðar að því að styðja landbúnað og auka matvælaframboð í Sovétríkj- unum gömlu. Dreifing á matvælum í nýju lýð- veldunum er í skötulíki; gamla kerf- ið er hrunið og ekkert nýtt er komið í Efnahagssvæði að íslensku samn- ingamennirnir hafa lagt af stað með annað vegarnesti í farteskinu heldur en kollegar þeirra frá hinum Norð- urlöndunum. Hérlendis var samið um tollfrjálsan innflutning á mikil- vægustu framleiðslutegundum garð- yrkjubænda; tómötum, gúrkum og papríku, á ákveðnu tímabili ársins. Samningamenn hinna Norðurland- anna sömdu einungis um tollfrjálsan innflutning á þeim búvörum sem litlu máli skipta fyrir innlenda fram- leiðendur. Til viðbótar sömdu t.d. norsku samningamennirnir um nið- urfellingu tolla á garðyrkjuvörum sem þeir flytja til EB. Þannig var í því sambandi um tvíhliða samning að ræða. Það má minna á að það er lagður tollur á íslenska hesta sem fluttir eru til Þýskalands. Hví var ekki lagt til atlögu við hann? Hin Norðurlöndin sömdu um tollfrjálsan innflutning frá Spáni og Portúgal vegna sérstakra aðstæðna þar. Hing- að streymdu í haust gúrkur og tómatar frá Hollandi, þegar opnað var fyrir tollfrjálsan innflutning þessara afurða. Ég hef ekki heyrt það fram til þessa að Holland sé eitt af vanþróuðum ríkjum EB. Það hljóta því að vakna ýmsar spurning- ar. þegar þessir samningar eru skoð- aðir betur niður í kjölinn. staðinn. Gífurlegt magn af verð- mætri matvöru fer forgörðum vegna vondra samgangna og geymsluskil- yrða. Að vísu eru fleiri og betri tegundir matvæla komnar á markað- inn, en þá á verði sem er flestum neytendum ofviða. TACIS-aðgerð- in styrkir landbúnaðar- og matvöru- geirann með 500 milljónum kr. Moinn 12 FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.