Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 52

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 52
EB-fönd með auðar sveitir og blómstrandi búvöruiðnað Sveitir í löndum Efnahagsbanda- lagsins eru á fallandi fæti. í öllum þessum löndum gefur að líta eyði- jarðir og auðar sveitir. En þar má líka finna tiltölulega fáa stórbænd- ur og miðlæg héruð sem sópa til sín gnótt styrkja úr sjóðnum EB vegna landbúnaðarstefnu bandalagsins. Og fjölþjóðaiðnað sem vinnur úr búvöru og græðir á kerfinu. Gerard Choplin, einn af forystu- mönnum Evrópusambands smá- bænda (Coordination Paysanne Europienne) flutti nýlega erindi á ráðstefnu sem Norsk Bonde- og Smbrukerlag hélt um landbúnað- arstefnu EB. I ræðu sinni gagn- rýndi hann þá stefnu harðlega. Hverjar eru afleiðingar land- búnaðarstefnu EB? spurði Chop- lin og svaraði: í fyrsta lagi fækkar bændabýlum jafnt og þétt. Á síð- ustu 20 árum hafa níu milljónir bænda horfið úr stéttinni, þannig að nú eru aðeins átta milljónir eft- ir. I öðru lagi hefur munur á tekjum snauðra og ríkra bænda og munur á fátækum og auðugum svæðum stöðugt farið vaxandi. I þriðja lagi vex innflutningur og útflutningur á vörum sífellt. Það er gott fyrir þau fjölþjóðafyrirtæki sem græða á viðskiptum en ekki fyrir bændur. I fjórða lagi vex rányrkja á náttúru og umhverfi meir og meir. I fimmta langi versnar maturinn. íbúar EB fá staðlað iðnaðarfæði, þ.e. unna matvöru. Góði maturinn og staðbundnar matartegundir eru bara notaðar í veislum og handa ríku fólki. Hugmyndin að baki því að leggja niður búskap á jörðum, hef- ur verið sú að hjálpa þeim sem erfitt áttu uppdráttar en það hefur ekki gengið eftir. Sveitir eyðast bæði í Bretlandi með 2,2% vinnu- afls við landbúnað og í Grikklandi þarsem 25% þjóðarinnar vinna við landbúnað. 20/80 stefna Síðustu ár hefur landbúnaðar- stefnu EB verið breytt til að reyna að sníða af henni verstu gallana, en þess er talin brýn þörf. Pær aðgerð- ir hafa ekki borið tilætlaðan árang- ur-. Áður fengu stærstu framleið- endurnir mestu framlögin, þannig að 20% bænda fengu 80% af styrkjum. Nú fá þeir sem flestar hafa skepnurnar og stærstu jarð- irnar mestan stuðning þannig að áfram fá 20% af bændum 80% af styrkjum. Choplin skýrði þetta með tölum. í Hollandi voru 286.000 bændur árið 1989 og þeir fengu 3,7 millj- arða ECU (um 300 milljarða króna) í stuðning frá EB. í Portú- gal voru þá 944.000 bændur eða meira en þrisvar sinnum fleiri en í Hollandi en þeir fengu aðeins 450 milljónir ECU, eða einn áttunda af hlut Hollendinga í framlög. Helmingur af landbúnaðarsjóði EB er notaður til að styrkja of- framleiðslu og birgðahald. En framlag EB til þess að taka land úr ræktun breytti litlu um þetta, því þegar bændur leggja lélegasta landið í tröð eða kaupa eða leigja jarðlönd til að taka þau úr ræktun. geta þeir haldið uppi sömu fram- leiðslu. Þess vegna er kornfram- leiðslan 1993 jafn mikil og árið áður. Hugmyndin að taka land úr ræktun er komin frá Bandaríkjun- um en EB lönd hafa ekki of mikið af ræktuðu landi eins og Bandarík- in. EB framleiðir of mikið á sínum ræktarlöndum, og það er flísin sem við rís, sagði Choplin. Öðruvísi landbúnaður Það er dýrt spaug fyrir þjóðfé- lagið að hafa landbúnað sem er í ójafnvægi við náttúruna. Offram- leiðsla er dýr, birgðahald er dýrt, umhverfisspjöll eru dýr og stuðn- ingur við stórframleiðendur er gíf- urlegur. En ekki nóg með það. Það verður líka að taka með í reikning- inn þann félagslega vanda sem verður þegar byggðir eyðast í vax- andi atvinnuleysi og missi félags- legs tryggingakerfis. Þessu fylgir líka að síður er hægt að bregðast við náttúruspjöllum; enginn er lengur til þess að vera á varðbergi fyrir skógareldum eða snjóflóðum. Við í Evrópusambandi smá- bænda, sagði Choplin, köllum það sem er að gerast á landsbyggðinni í EB landeyðingu, og það orð er jafnvel farið að nota í EB-skjölum uppá síðkastið. Við fáum tvenns- konar búskap, annarsvegar af- kastamikil verksmiðjubú með mikla veltu og hins vegar stað- bundinn búskap sem framleiðir af- urðir handa ríku fólki til brúks í veislum og á sunnudögum. Choplin vitnaði í landa sinn einn, fyrrverandi erindreka hjá EB. Við erum að semja og semja án þess að vita um hvað við erum að semja. Það er kominn tími til að ræða meginreglur í staðinn, til þess að átta okkur á hverskonar land- búnað við höfum þörf fyrir. Choplin kynnti landbúnaðar- stefnu smábændasambandsins og sagði - að hún væri sú að tryggja réttláta greiðslu fyrir vinnu við landbún- að og Frh. á bls. 43. 44 FREYR -1-2*94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.