Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 36
innan leyfilegra marka. Því má við bæta að mest hefur dregið úr beit á viðkvæmustu svæðum landsins. B. Afréttarbeit hrossa var að mestu aflögð á 7. og 8. áratugun- um. Nú eru hross aðeins rekin í fáeina afrétti, einkum á Norður- landi vestra. Þeir eru: Víðidalstunguheiði, Eyvindar- staðaheiði, Skrapatunguafréttur, Staðarfjöll, Silfrastaðaafréttur, Kolbeinsdalur og fáeinir smá- afréttir austan vatna í Skagafirði (Hofshreppur og Fljótahreppur). Utan Norðurlands vestra eru að- eins hross í Oddsstaðaafrétti í Borgarfjarðarsýslu og í Eyjafjarð- ardölum og Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu, alls staðar fátt. Að hluta er í raun um heimalönd að ræða. C. Engin þeirra afréttarsvæða sem hross ganga á eru talin vera „gróðurfarslega viðkvæm nema Eyvindarstaðaheiði, en í gildi er samkomulag við Landgræðslu rík- isins um upprekstur tiltekins fjölda hrossa í Guðlaugstungur, innar- lega í þeim afrétti. Ekki eru tiltækar nákvæmar töl- ur um hrossafjölda í afréttum en ég áætla að þau séu samtals um 3000 að meðtöldum folöldum. í öllum þeim afréttum sem hross eru rekin í er: a) mun færri hross en áður tíðk- aðist b) mun styttri beitartími, þ.e. aðeins 5-7 vikur í flestum tilfellum og mest rúmir 2 mánuðir. D. Af framansögðu má ráða að hrossabeit í afréttum hefur farið minnkandi og hún er orðin lítil. Aftur á móti er aukið beitarálag í sumum heimalöndum vegna fjölg- unar hrossa og vegna þess að upp- rekstur þeirra í afrétti er víðast hvar ekki leyfður. Vandamál tengd hrossabeit eru því mjög stað- bundin, bæði í sveitum og í þétt- býli. Vera má að sums staðar hafi hrossum fjölgað það mikið hjá fjár- bændum að þau komi í veg fyrir að féð sé haft heima heldur en í af- rétti. Þegar á heildina er litið tel ég afréttabeit hrossa ekki skipta sköpum. Reyndar er helsta gróð- ureyðing í hálendinu í engum tengslum við búfjárbeit því að nú á seinni árum hefur mest munað um ágang gæsa, ferðamanna og Blöndulónið sem eyddi gróður- lendi sem samsvarar um það bil stærð byggðar Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjarnarness samanlagt.“ Þrátt fyrir fundarhöld og um- fjöllun hélt þessi opinbera umræða áfram í fjölmiðlum af hálfu fulltrúa frá Landgræðslunni, m.a. um vandamál vegna hrossabeitar á 200 jörðum. F.hrb. skrifaði af þessu tilefni bréf til Landgræðslunnar og spurði eftirfarandi spurninga: 1) Liggja fyrir upplýsingar um hvaða jarðir þetta séu? 2) Getur F.hrb. fengið upp gef- ið hverjar þessar jarðir séu? 3) Hefur verið skrifað bréf til ábúenda, eigenda eða einhverra annarra vegna þessara jarða? Ef ekki, þá er spurt: Til hversu margra aðilar hefur verið skrifað varðandi þessi mál? 4) Hvað hyggst Landgræðsla ríkisins gera frekar? í svarbréfi Landgræðslunnar frá 20. júlí er sagt að um 15 ábúendum hafi verið skrifað. Öðrum spurn- ingum var ekki svarað beint. Fulltrúar F.hrb. hafa í þessum málum lagt áherslu á að Land- græðslan tæki á þeim vandamálum sem væru staðbundin við heima- haga eða jarðir og veittu ráðlegg- ingu hvernig F.hrb. gæti styrkt Landgræðsluna í sínu starfi, en al- hæfing og beinlínis rangar fullyrð- ingar í fjölmiðlum og bréfaskrift- um um stöðu þessara mála væri ekki við hæfi. F.hrb. lagði til að á fyrsta sam- ráðsfundi Fagráðs búgreinarinnar 12. nóvember 1993 verði þessi mál tekin sérstaklega til umfjöllunar. 7.4. Samskipti við Búnaðarfélag íslands Ýmis erindi bárust frá Búnaðar- þingi og stjórn B.í. til kynningar, s.s. um útigang hrossa, traustari samstöðu í landbúnaði o.fl. 15. september 1993 barst F.hrb. eftirfarandi bréf frá B.Í.: „Á fundi stjórnar Búnaðarfélags íslands hinn 14. september sl. var gerð eftirfar- andi bókun: Rætt var um gildandi samkomulag B.í. og Félags hrossabænda um samvinnu við gerð upprunavottorða fyrir íslensk hross. Eftirfarandi bókun var samþykkt: Vísað er til samkomulags á milli Bún- aðarfélags íslands og Félags hrossabænda frá 12.12.1990 um útgáfu upprunavott- orða fyrir íslensk hross. Á Búnaðarþingi 1993 var gerð um þetta efni svofelld ályktun: „Búnaðar- þing ályktar að þegar forritið Fengur er tilbúið og allar skráðar heimildir um ein- stök hross verða til í tölvubanka félags- ins, skuli útgáfa upprunavottorða alfarið vera á vegum Búnaðarfélags fslands". Þar sem nú eru allar forsendur fyrir hendi til að skrifa vottorðin beint út úr tölvu félagsins og í öðru lagi eru fyrirsjá- anlegar þær breytingar á starfsliði B.í. að fela þarf sérstökum starfsmanni að ann- ast ýmis afgreiðslustörf á aðalskrifstofu félagsins, en hann gæti jafnframt annast útskrift vottorðanna, afhendingu og gjaldtöku, er fyrrgreindu samkomulagi hér með sagt upp af hálfu B.f. með þeim fyrirvara, sem samkomulagið kveður á um. B.í. er reiðubúið að ræða við Félag hrossabænda um þetta mál svo sem um gjaldtöku fyrir vottorðin og ráðstöfun gjaldsins.“ Þar sem hér var í annað sinn, einhliða, án fyrirvara og án ástæðna er séð varð, sagt upp skrif- legu samkomulagi, var þessu máli vísað í sama farveg og það var áður en síðasta samkomulag var undir- ritað, til Landbúnaðarráðherra með efirfarandi bréfi frá 21. sept- ember: „Meðfylgjandi er afrit af bréfi Búnað- arfélags íslands til Félags hrossabænda þar sem einhliða er tilkynnt uppsögn á samkomulagi frá 12. desember 1990 um útgáfu upprunavottorða fyrir íslensk hross. Aðdragandi þessa samkomulags er allt frá 1987, þegar útflutningsráðunaut Bún- aðarfélags íslands var sagt upp, hann tekinn út af launaskrá í mars en í lok nóvember sama ár var fyrst tilkynnt um starfslok hjá Búnaðarfélagi íslands og hann beðinn að láta af hendi gögn emb- ættisins. Hann vann þá að útflutnings- málum hrossaræktarinnar fyrir Landbún- aðarráðuneytið í samráði við Félag hrossabænda. Samkomulag var undirrit- að 3. mars 1988 milli stjórnar Félags hrossabænda og Búnaðarfélags íslands að tilstuðlan Landbúnaðarráðuneytisins, sem fól í sér að Félag hrossabænda færi með mál er varða útflutning hrossa eins og það hafði gert, annaðist útgáfu upp- runavottorða og innheimti sjóðagjöld. í september 1990 sagði stjórn Búnaðar- félag Islands einhliða upp þessum samn- ingi og óskaði þá Félag hrossabænda eftir 28 FREYR -1-2‘94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.