Freyr

Årgang

Freyr - 01.01.1994, Side 36

Freyr - 01.01.1994, Side 36
innan leyfilegra marka. Því má við bæta að mest hefur dregið úr beit á viðkvæmustu svæðum landsins. B. Afréttarbeit hrossa var að mestu aflögð á 7. og 8. áratugun- um. Nú eru hross aðeins rekin í fáeina afrétti, einkum á Norður- landi vestra. Þeir eru: Víðidalstunguheiði, Eyvindar- staðaheiði, Skrapatunguafréttur, Staðarfjöll, Silfrastaðaafréttur, Kolbeinsdalur og fáeinir smá- afréttir austan vatna í Skagafirði (Hofshreppur og Fljótahreppur). Utan Norðurlands vestra eru að- eins hross í Oddsstaðaafrétti í Borgarfjarðarsýslu og í Eyjafjarð- ardölum og Svarfaðardal í Eyja- fjarðarsýslu, alls staðar fátt. Að hluta er í raun um heimalönd að ræða. C. Engin þeirra afréttarsvæða sem hross ganga á eru talin vera „gróðurfarslega viðkvæm nema Eyvindarstaðaheiði, en í gildi er samkomulag við Landgræðslu rík- isins um upprekstur tiltekins fjölda hrossa í Guðlaugstungur, innar- lega í þeim afrétti. Ekki eru tiltækar nákvæmar töl- ur um hrossafjölda í afréttum en ég áætla að þau séu samtals um 3000 að meðtöldum folöldum. í öllum þeim afréttum sem hross eru rekin í er: a) mun færri hross en áður tíðk- aðist b) mun styttri beitartími, þ.e. aðeins 5-7 vikur í flestum tilfellum og mest rúmir 2 mánuðir. D. Af framansögðu má ráða að hrossabeit í afréttum hefur farið minnkandi og hún er orðin lítil. Aftur á móti er aukið beitarálag í sumum heimalöndum vegna fjölg- unar hrossa og vegna þess að upp- rekstur þeirra í afrétti er víðast hvar ekki leyfður. Vandamál tengd hrossabeit eru því mjög stað- bundin, bæði í sveitum og í þétt- býli. Vera má að sums staðar hafi hrossum fjölgað það mikið hjá fjár- bændum að þau komi í veg fyrir að féð sé haft heima heldur en í af- rétti. Þegar á heildina er litið tel ég afréttabeit hrossa ekki skipta sköpum. Reyndar er helsta gróð- ureyðing í hálendinu í engum tengslum við búfjárbeit því að nú á seinni árum hefur mest munað um ágang gæsa, ferðamanna og Blöndulónið sem eyddi gróður- lendi sem samsvarar um það bil stærð byggðar Reykjavíkur, Kópa- vogs og Seltjarnarness samanlagt.“ Þrátt fyrir fundarhöld og um- fjöllun hélt þessi opinbera umræða áfram í fjölmiðlum af hálfu fulltrúa frá Landgræðslunni, m.a. um vandamál vegna hrossabeitar á 200 jörðum. F.hrb. skrifaði af þessu tilefni bréf til Landgræðslunnar og spurði eftirfarandi spurninga: 1) Liggja fyrir upplýsingar um hvaða jarðir þetta séu? 2) Getur F.hrb. fengið upp gef- ið hverjar þessar jarðir séu? 3) Hefur verið skrifað bréf til ábúenda, eigenda eða einhverra annarra vegna þessara jarða? Ef ekki, þá er spurt: Til hversu margra aðilar hefur verið skrifað varðandi þessi mál? 4) Hvað hyggst Landgræðsla ríkisins gera frekar? í svarbréfi Landgræðslunnar frá 20. júlí er sagt að um 15 ábúendum hafi verið skrifað. Öðrum spurn- ingum var ekki svarað beint. Fulltrúar F.hrb. hafa í þessum málum lagt áherslu á að Land- græðslan tæki á þeim vandamálum sem væru staðbundin við heima- haga eða jarðir og veittu ráðlegg- ingu hvernig F.hrb. gæti styrkt Landgræðsluna í sínu starfi, en al- hæfing og beinlínis rangar fullyrð- ingar í fjölmiðlum og bréfaskrift- um um stöðu þessara mála væri ekki við hæfi. F.hrb. lagði til að á fyrsta sam- ráðsfundi Fagráðs búgreinarinnar 12. nóvember 1993 verði þessi mál tekin sérstaklega til umfjöllunar. 7.4. Samskipti við Búnaðarfélag íslands Ýmis erindi bárust frá Búnaðar- þingi og stjórn B.í. til kynningar, s.s. um útigang hrossa, traustari samstöðu í landbúnaði o.fl. 15. september 1993 barst F.hrb. eftirfarandi bréf frá B.Í.: „Á fundi stjórnar Búnaðarfélags íslands hinn 14. september sl. var gerð eftirfar- andi bókun: Rætt var um gildandi samkomulag B.í. og Félags hrossabænda um samvinnu við gerð upprunavottorða fyrir íslensk hross. Eftirfarandi bókun var samþykkt: Vísað er til samkomulags á milli Bún- aðarfélags íslands og Félags hrossabænda frá 12.12.1990 um útgáfu upprunavott- orða fyrir íslensk hross. Á Búnaðarþingi 1993 var gerð um þetta efni svofelld ályktun: „Búnaðar- þing ályktar að þegar forritið Fengur er tilbúið og allar skráðar heimildir um ein- stök hross verða til í tölvubanka félags- ins, skuli útgáfa upprunavottorða alfarið vera á vegum Búnaðarfélags fslands". Þar sem nú eru allar forsendur fyrir hendi til að skrifa vottorðin beint út úr tölvu félagsins og í öðru lagi eru fyrirsjá- anlegar þær breytingar á starfsliði B.í. að fela þarf sérstökum starfsmanni að ann- ast ýmis afgreiðslustörf á aðalskrifstofu félagsins, en hann gæti jafnframt annast útskrift vottorðanna, afhendingu og gjaldtöku, er fyrrgreindu samkomulagi hér með sagt upp af hálfu B.f. með þeim fyrirvara, sem samkomulagið kveður á um. B.í. er reiðubúið að ræða við Félag hrossabænda um þetta mál svo sem um gjaldtöku fyrir vottorðin og ráðstöfun gjaldsins.“ Þar sem hér var í annað sinn, einhliða, án fyrirvara og án ástæðna er séð varð, sagt upp skrif- legu samkomulagi, var þessu máli vísað í sama farveg og það var áður en síðasta samkomulag var undir- ritað, til Landbúnaðarráðherra með efirfarandi bréfi frá 21. sept- ember: „Meðfylgjandi er afrit af bréfi Búnað- arfélags íslands til Félags hrossabænda þar sem einhliða er tilkynnt uppsögn á samkomulagi frá 12. desember 1990 um útgáfu upprunavottorða fyrir íslensk hross. Aðdragandi þessa samkomulags er allt frá 1987, þegar útflutningsráðunaut Bún- aðarfélags íslands var sagt upp, hann tekinn út af launaskrá í mars en í lok nóvember sama ár var fyrst tilkynnt um starfslok hjá Búnaðarfélagi íslands og hann beðinn að láta af hendi gögn emb- ættisins. Hann vann þá að útflutnings- málum hrossaræktarinnar fyrir Landbún- aðarráðuneytið í samráði við Félag hrossabænda. Samkomulag var undirrit- að 3. mars 1988 milli stjórnar Félags hrossabænda og Búnaðarfélags íslands að tilstuðlan Landbúnaðarráðuneytisins, sem fól í sér að Félag hrossabænda færi með mál er varða útflutning hrossa eins og það hafði gert, annaðist útgáfu upp- runavottorða og innheimti sjóðagjöld. í september 1990 sagði stjórn Búnaðar- félag Islands einhliða upp þessum samn- ingi og óskaði þá Félag hrossabænda eftir 28 FREYR -1-2‘94

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.