Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 35
Skýrsla Félags hrossabœnda 13. nóv. 1992 til 11. nóv. 1993 hluí' VII. Ýmis sérverkefni 7.1. Málefni Reiðhallarinnar og Reiðskólans hf. Á síðasta verðlagsári voru haldnir tveir stjórnarfundir í stjórn Reiðskóians hf. þar sem varð að horfast í augu við iok á starfseminni, þar sem fjárveitingu til starfseminnar var hœtt. Reiðskólinn hf. leigði því ekki Reiðhöllina 1993, en það gerði hins vegar íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkurborgar að frátöld- um þremur helgum, sem voru ætl- aðar til sýningahalds fyrir hesta- menn. Deildir F.hrb. á Norður- landi og Suðurlandi stóðu að Hestadögum í Reiðhöllinni 16-18. apríl 1993 og 7.-9. maí 1993 með öðrum aðilum. Þessar sýningar þóttu takast mjög vel og voru nær alla sýningardagana með fullsetna Reiðhöll af gestum. í lok árs 1992 fóru stjórnarmenn Reiðskólans hf. á fund Júlíusar Hafstein og ræddu við hann í fram- haldi af ræðu hans á aðalfundi H.Í.S. 1992 þar sem hann hafði gefið fyrirheit um að Reykjavíkur- borg myndi ef til vill vilja styrkja íþróttadeild Fáks eins og önnur íþróttafélög til að eignast sína íþróttaaðstöðu með 80% framlagi. Staðfesti Júlíus þennan vilja sinn og sagði að hann gæti hugsað sér tilboð á föstu verði án vaxta til margra ára. þar sem Reykavíkur- borg myndi borga sinn hluta fyrstu árin. íþróttadeild Fáks yrði að hafa forystu um áframhald þessa máls. Því miður hefur þessum málum lítið miðað áfram. Til þess að F.hrb. geti orðið beinn samnings- aðili óskaði stjórn F.hrb. eftir því við Framleiðnisjóð að eignarhluti sjóðsins í Reiðhöllinni yrði yfir- færður til F.hrb., eins og sambæri- leg fordæmi eru fyrir frá öðrum búgreinum. Stjórn Framleiðni- sjóðs taldi sér ekki fært að verða við þeirri ósk. Reiðskólinn hf. hefur því hætt starfsemi frá og með 31.12.1992 með einhverri fjárinneign í banka- bók félagsins og mun kanna mcgu- leika á nýrri starfsemi með nýju eignarhaldsfélagi eða eignaraðild Reiðhallarinnar ef af verður. F.hrb. hefur viljað skoða mögu- leika við nýjar aðstæður að kaupa eða byggja upp hesthús í tengslum við Reiðhöllina og starfsemina þar. 7.2. íslenska flugþjónustan. íslenska flugþjónustan hf. sem F.hrb. er stór hluthafi að vann áfram án árangurs að því að fá afgreiðslugjöld á Keflavíkurflug- velli lækkuð til samræmis við af- greiðslugjöld á öðrum sambærileg- um flugvöllum. Fyrirheitum um fríhafnarsvæði á Keflavíkurflug- velli miðar heldur ekki neitt. Leit- að hefur verið eftir því við Islensku flugþjónustuna að útvega leiguflug með hross, sem gætu lent annars staðar en á Keflavíkurflugvelli. Hefur m.a. verið leitað eftir rúss- neskum fraktflugvélum, s.s. IL-18, IL-76 og AN-12, en vöntun á ýmsum búnaði hjá ódýrari flugvél- um hefur komið í veg fyrir samn- inga. Hækkun á flutningsgjöldum hjá Flugleiðum og Eimskip kallar á samkeppni eða breytingar á út- flutningsreglugerð varðandi skipa- flutninga, þannig að þeir séu mögulegir á veturna, nú þegar gjörbylting hefur orðið á með gámaflutningum hrossa. Á síðast- liðnu ári hækkaði frakt hjá Flug- leiðum í tengslum við millifærslu á myntviðmiðun úr kr. 30.000 á hross í kr. 43.000 og hjá Eimskip til Hamborgar úr kr. 23.000 á hross í 33.000. 7.3. Samskipti við Landgrœðslu ríkisins í desember 1992 og upphafi árs 1993 urðu óvægnar umræður um ofbeit hrossa: „Á mörg hundruð hektara svæði er landið komið í svað vegna beitar“ - „Það er álit sérfræðinga Landgræðslu ríkisins að svona beit fari vaxandi um allt land af þeirri einföldu ástæðu hvað hrossum fjölgar ört og að hrossin sigli nú hraðbyri fram úr sauðkind- inni sem helsta beitarvandamál landsmanna“ - Vitnað var til blaðagreinar Jóns Finns Hansson- ar, starfsmanns Landgræðslunnar um að hross yrðu 112.000 árið 2000 og myndu þá þurfa beit á við hátt á aðra milljón sauðkinda - Nauðsyn- legt væri að fækka hrossum um að minnsta kosti helming. Þessurn fullyrðingum og fleirum var svarað og haldnir fundir með fulltrúum Landgræðslu ríkisins, þar sem reynt var að nálgast skoð- anir. Bréfi Landgræðslunnar frá 4. febrúar til Landbúnaðarráðherra með röngum fullyrðingum var gef- in umsögn frá F.hrb. að beiðni Landbúnaðarráðuneytisins og í framhaldi af allri þessari umræðu var leitað eftir umsögn Ólafs R. Dýrmundssonar, landnýtingar- ráðunauts BÍ um afréttarbeit hrossa. Umsögn hans var eftirfar- andi: „A. Stórlega hefur dregið úr allri afréttarbeit. Könnun á opin- berum gögnum frá Rannsókna- stofnun landbúnaðarins fyrir 20 helstu hálendisafréttina, sem um 40 sveitarfélög eiga upprekstrar- rétt á, hefur leitt eftirfarandi f ljós: Reiknað beitarþol RALA 155.000 ærgildi Áætlaðbeitarálag 1993 . 50.000 ærgildi í þessum útreikningum RALA var ekki tekið tillit til ástands jarð- vegs. í afréttum 13 sveitarfélaga er ítala og er beitarálag alls staðar vel 1-2‘94 - FREYR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.