Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 6

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 6
Ffifi RITSTJÓRN Landbúnaður á liðnu ári, síðari hluti Mjólkurframleiðsla er sú búgrein sem stend- ur hvað traustustum fótum hér á landi. Fram- leiðsla á liðnu ári var um 99.917 þús. lítrar en sala á mjólk og mjólkurvörum, umreiknuðum í mjólk, nam um 100.339 þús. lítrum. Greiðslu- mark í mjólk á yfirstandandi verðlagsári er 100 milljón lítrar eins og árið á undan. Samningurinn um EES gekk í gildi 1. janúar sl., en landbúnaðarkafli samningsins gengur í gildi 1. júlí á þessu ári. Með gildistöku hans opnast fyrir ótakmarkaðan innflutning á jógúrt með ávöxtum, en með nokkurri en þó takmarkaðri verðjöfnun. Á sama hátt verður leyfður innflutningur á viðbiti með 10-15% smjörfitu, þar sem einungis verður heimilt að verðjafna fyrir smjörhlutann í þeirri vöru. Viðræður um endurskoðun EES-samnings- ins verða teknar upp haustið 1994 og þá má vænta þess að kröfur komi fram um enn frekari rýmkun á milliríkjaverslun með mjólkurvörur og kröfur um heimildir fyrir viðskipti milli landa með unnar kjötvörur, (t.d. soðið fugla- kjöt, svínakjöt og pylsur). GATT-samningurinn sem samþykktur var um síðustu áramót tekur gildi 1. júlí 1995. Samkvæmt þeim samningi opnast strax fyrir 3- 5% innflutning á öllum matvörum með lágum tollum nema heilbrigðisreglur hamli og verður innflutningslandið að sanna nauðsyn banns- ins. Enn sem komið er er lítið vitað um framkvæmd þessa innflutnings né landbúnað- arhluta GATT-samningsins. Almennt má þó gera ráð fyrir að vernd og stuðningur við íslenskan landbúnað fari minnkandi á næstu árum og að verð á búvörum innanlands muni stjórnast af álagningu tollaígilda ef heims- markaðsverð búvara hækkar ekki. Virðisaukaskattur á meginhluta matvæla, innlendra sem innfluttra, var lækkaður út 24,5% í 14% um sl. áramót. Jafnframt var öllum niðurgreiðslum hætt frá sama tíma. Litl- 102 FREYR - 6*94 ar breytingar urðu við þetta á verði þeirra vara sem áður voru niðurgreiddar, en á hinn bóginn leiddi breytingin til þess að ríkistuðningur við landbúnað mælist nú minni en áður. Innlagt nautakjöt á árinu var 3.398 tonn en innanlandssala 3.125 tonn. Miklir erfiðleikar voru í greininni, offramboð og verðfall, engin samstaða meðal framleiðenda, en fákeppni í smásöluverslun. Hin erfiða staða á greininni birtist m.a. í því að mikið af gripum bíður slátrunar á búum bænda. Um sl. áramót tók Landssamband kúa- bænda við rekstri Sóttvarnarstöðvar í naut- griparækt í Hrísey og er nú unnið að því að flytja inn gripi af Aberdeen Angus og Limosine kúakynjum í því skyni að auka hag- kvæmni nautakjötsframleiðslu. Greiðslumark í kindakjötsframleiðslu haustið 1993 var 8.150 tonn. Innanlandssala á árinu 1993 nam hins vegar 8.087 tonnum og jókst um 1,4% frá árinu á undan. Innlagt kindakjöt árið 1993 var 8.859 tonn, þannig að um 800 tonn féllu til innan umsýslusamninga til útflutnings en um 100 tonna greiðslumark nýttist ekki. Ákveðið hefur verið að greiðslu- mark í kindakjöti haustið 1994 verði 7.400 tonn og miðast beingreiðslur til sauðfjárbænda við það. Jafnframt leggur ríkissjóður fram nokkurt fjármagn til markaðssetningar á kindakjöti. í ritstjórnargrein í síðasta tölublaði var fjallað um hina afar erfiðu stöðu sauðfjár- bænda og vísast til þess. Framleiðsla svínakjöts var 2.861 tonn á ár- inu og jókst um 8,2% frá árinu á undan. Sala svínakjöts var 2.849 tonn og jókst um 7,7%. Um mitt ár 1993 fór framleiðsla fram úr eftir- spurn miðað við óbreytt verð, þannig að verð lækkaði um u.þ.b. 20% að meðaltali og að auki lækkaði verðið um u.þ.b. 10% snemma á þessu ári. Þetta hefur leitt til þess að afkoma svínabænda hefur versnað mjög og ekki séð

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.