Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 14
íslenskur landbúnaður kann að eiga erindi við þá sem leggja rœkt við heilsu sína og vilja neyla hellnœms og ómengaðs matar. Þess vegna hefði verið gott að gera þetta 1988 og 1989. Það er þó enn ekki of seint og þá er spurningin: Getum við sett okk- ur enn ofar á sylluna og sagt: getur Island orðið „lífrænt" land eða það sem nefnt er á erlendum vettvangi „organic“? Hver er staða Islands? Eg hef það á tilfinningunni að ef við veljum þann kost að ísland verði lífrænt land er það ákveð- in stefnumótun. sem við fengjum viður- kennda. Við getum séð strax hversu mikill hluti landsins og hversu mikill hluti afurðanna nú þegar mundi flokkast sem lífrænn. Langstærsti hlutinn mundi líklega flokk- ast sem lífrænn samkvæmt japönskum staðli og ntjög stór hluti mundi flokkast sem lífrænn (eða ,,organic“) samkvæmt bandarískum staðli. Sameiginlegi staðall- inn fyrir Evrópu liggur ekki alveg ljós fyrir en það er verið að vinna að honum. Þjóðir heims hafa áttað sig á gildi lífrænn- ar ræktunnar, ekki bara sem hollustuaf- urð, heldur líka vegna þess að sú ræktun hefur mjög góð áhrif á umhverfi og jarð- veg en jarðvegur er víða mjög illa farinn. Hugtakið lífrænt eða „organic" er kannski dálítið öfgafult í okkar huga, en „organic“ er orð sem notað er í Evrópu, Ameríku og Asíu, en hefur mismunandi víðtæka merkingu eftir því hvar er. Sums staðar, t.d. í Japan, má nota tilbúinn áburð við ræktun jarðargróða sem flokk- ast sem „organic“. Orðið „organic“ merkir í hugum er- lendra neytenda hágæða vörur úr hreinu og ómenguðu umhverfi og allur almenn- ingur sér í því sömu ímynd og t.d. að Rolls Royce er eðalvagn sem kostar mik- ið. Við eigum ekki að hefja lífrænan búskap fyrir okkur sjálf eingöngu, heldur í samvinnu við aðrar þjóðir. Við eigum að reyna að fá erlenda aðila til þess að styðja við bakið á okkur á þessu sviði, þannig að Island geti orðið fyrirmynd í lífrænum landbúnaði. Eitt mikilvægasta verkefni okkar í umhverfismálum er að ráða bót á uppblæstri landsins. Við gætum stöðvað hann á nokkrum árum en okkur skortir fé. Til þessa eigum við að fá styrki úr þeim sjóðum sem hafa verið opnaðir fyrir þróunarverkefni ríkja. Og við eigum að vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar í þessu efni þannig að menn geti komið hingað og lært af okkur. Gerum vanmáttarkenndina útlœga. Við íslendingar erum haldnir minni- máttarkennd og teljum að allir séu betri en við, líklega vegna þess að flest önnur þjóðfélög eru stærri í sniðum en okkar eigið, en við erum að gera marga góða hluti og íslenskir bændur eru að gera góða hluti. Rannsóknafólkið í landbún- aði vinnur að mjög mörgum athyglisverð- um viðfangsefnum sem mig óraði ekki fyrir áður en ég fór að kynna mér það. 1 sjávarútvegi stöndum við mjög vel að vígi. Við búum yfir gríðarmikilli þekk- ingu í þessu landi. Við erum að mörgu leyti sérkennileg þjóð, sem er vel mennt- uð og stendur sig vel á mörgum sviðum. Við eigum því að sækja fram og ekki að vera með neina vanmetakennd. Við höfum lifað í veiðimannaþjóðfé- lagi, en svo mikið er víst að ef við hefðum grætt á því að menga jarðveginn, vatnið og loftið á sl. 50 árum, þá hefðurn við gert það eins og allir aðrir, en við bara grædd- um ekkert á því. Og það er það sem er okkur allt í einu til framdráttar í dag. Þess vegna hef ég nú orðið svona hug- fanginn af þessum verkefnum og er t.d. núna að vinna með bandarískum sjúkra- húsum þar sem eru eftirmeðferðarstofn- anir fyrir krabbameinssjúklinga. Þeir byggja sína eftirmeðferð nánast eingöngu á fæðinu. A þessum stofnunum er fólk sem hefur farið í uppskurð, geisla- og lyfjameðferð. Eftirmeðferðina telja þeir ekki síður mikilvæga heldur en aðgerðina sjálfa. Eftirmeðferðina byggja þeir eins og áður er sagt á fæði og svo á hreyfingu og þeir segja: Við verðum að nota lífrænt, heilbrigt fæði, fæði sem kemur úr eins ómenguðu umhverfi og unnt er, vegna þess að aðskotaefni í matvörum á síðustu 30 árum hafa valdið mörgum af þessum nútímasjúkdómum, eins og ofnæmi, asma o.fl. slíkum. Menn skyldu því ekki vanmeta þessa hugsjón um lífræna rækt- un. Ef mengað umhverfi og mengað fæði eru orðin einn aðal skaðvaldurinn og hefur valdið mörgum af þessum nútíma- sjúkdómum. þá verðum við að taka á því. Þegar kommúnisminn hrundi, hófst perestrojkan í vestri og nú á heimurinn einn sameiginlegan óvin og það er þau spjöll sem við höfum valdið umhverfinu. Okkur ber skylda til þess að taka á þeim vanda sameiginlega, vegna þess að hann er farinn að valda svo mörgum vandamál- um, öðrum en loftmengun, vatnsmengun og sjávarmengun. Þetta er farið að skaða 110 FREYR - 694

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.