Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 24
Framreiknaður, frádreginn innskattur er reiknað- ur á eftirfarandi hátt: (Frádreginn (bygg.vt. júní ’93 (framreiknaður innskattur) x ------------------------ = frádreginn bygg. vt. febr. ’91) innskattur) Innskattur 245.000 x (189,8/176,8 = 1,073) = 262.885 Kaupverð 1.245.000 x 1,073 = 1.335.885 í þessu dæmi hefur bifreiðin verið notuð í tvö ár og fimm mánuði (febr. ’91-júní ’93) og því þarf að leiðrétta vegna tveggja ára og sjö mánaða (júlí ’93 - jan. ’96) sem eftir eru af leiðréttingartímanum. Þannig þarf að leiðrétta 51,69% af framreiknuðum frádregnum innskatti. Leiðréttingin er 20% á ári í tvö ár og 1,67% á mánuði í sjö mánuði eða samtals 51,69% (2 x 20% + 7 x 1,67% = 51,69%). Innskattur .... 262.885 x 51,69% = 135.885 Kaupverð......... 1.335.888 x 51,69% = 690.519 Bifreiðin er í bókhaldi seld eiganda á 690.519 kr. með VSK. Þegar bifreið er að hluta notuð við virðisauka- skattsskylda starfsemi og að hluta til annarra nota, er einungis heimilt að telja til innskatts virðisauka- skatt af innkaupum sem varða rekstrarkostnað bif- reiðarinnar þegar hún er notuð í skattskyldri starf- semi. Sé bifreið t.d. notuð 70% við virðisauka- skattsskylda starfsemi og að 30% til einkanota er einungis heimilt að telja til innskatts 70% virðis- aukaskatts sem greiddur er vegna rekstrarkostnaðar bifreiðar. Skattstjóri getur farið fram á að skattskyldur aðili leggi fram gögn sem sýna fram á hvert hlutfall notk- unar bifreiðarinnar er vegna skattskyldrar starfsemi og hvert hlutfall er vegna einkanota eða annarra nota. Rekstrarvörur. Þó að taldir séu margir liðir á landbúnaðarskýrsl- unni, þarf þó oft að bæta inn ýmsum liðum eftir því hvaða búgreinar eru stundaðar á búinu. Rétt er í því sambandi að minna á síma, póstkostnað, skeifur, lyf viðgarðrækt o.s.frv. Vél sem kostar undir 116.921 kr. má færa til gjalda á kaupári. Laun. Allir launagreiðslur skal gefa upp á launamiðum, hvort sem um er að ræða í peningum, fæði eða öðru. Skýrslu um launagreiðslur þyrfti að gera fyrir við- komandi mánuði, sem launin voru greidd, á árinu 1993. Fæðisfrádráttur er 388 kr. á dag. Tryggingargjald færist undir sér lið á landbúnaðar- skýrslu. Aðkeypt þjónusta. Flestir liðir skýra sig sjálfir. Sláturkostnaður er yfirleitt ekki á kostnað framleiðenda heldur slátur- leyfishafa. í einstaka tilfellum er slátrun á kostnað framleiðenda og þá helst í kjúklinga og hænsnarækt. Sjóðagjöld eruyfirleitt tilgreind á afurðamiðum. Ekki er hægt að gefa upp reglu fyrir skiptingu á rafmagni milli bús og heimilis, ef marktaxti er notaður. Súg- þurrkun tekur mikið rafmagn og sömuleiðis vélar í fjósi, t.d. hitakútur. Ákúabúum er notað mikið meira rafmagn við búreksturinn heldur en á sauðfjárbúum. Heykaup, land-, tækja- og búfjárleigu skal gefa upp á Taflan sýnir yfirlit um hvað ber að gera þegar virðisaukabifreiðar er aflað o.fl. Tegund bifreiðar Notkun bifreiðar Innskattsfrádráttur Útskatta Skráningarmerki: Eingöngu Einkanota við vegna við Venjuleg Sérstök vegna og vegna öflun rekstrar sölu (bláhvít) (rauðhvít) vsk-reksturs vsk-rekstur Virðisaukabifreið sem keypt er ný X að fullu að fullu já X eða úr skattskyldum rekstri X enginn að hluta nei X Virðisaukabifreið sem ekki er keypt X enginn að fullu já X úr skattskyldum rekstri X enginn að hluta nei X Virðisaukabifreið sem innskattur vegna öflunar hefur verið leiðréttur af X að fullu að hluta já X Eldri innskattshæf bifreið (sölu- X eiginn að fullu já X skattsbifreið) keypt fyrir 1.1.1990 X enginn að hluta já X Virðisaukabifreið: Bifreið sem uppfyllir skilyrði 9. gr. reglugerðar nr. 192/1993, um innskatt. 120 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.