Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 42

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 42
Forskoðun í eftirfarandi töflu kemur fram forskoðunaráætlunin fyrir lands- mótið 1994. Fullt gjald er greitt fyrir endursýnd hross ef ekki næst afsláttur og sama gjald er greitt hvort sem um einungis sköpulagsdóm er að ræða eða fullan M. 04.05. Dómar Stöðvarhesta og tamningahesta í Gunnarsholti. F. 05.05. Mælingar Stöðvarhesta og dómar aðkomuhrossa í Gunnarsholti. F. 06.05. L. 07.05. Sýning Stóðhestastöðvar ríkisins í Gunnarsholti. M. 16.05. Kjalarnesþing, Mosfellsbær. í>. 17.05. Kjalarnesþing, Víðidalur. M. 18.05. Kjalarnesþing, Víðidalur. F. 19.05. Kjalarnesþing, Víðidalur. F. 20.05. Kjalarnesþing. yfirlitssýning, Víðidalur. L. 21.05. S. 22.05. Hvítasunnudagur. M. 23.05. Kjalarnesþing. verðlaunaveiting. Víðidalur. Þ. 24.05. Vestfirðir. M. 25.05. Vestfirðir. Hornafj.. Fornustekkar. F. 26.05. Vestfirðir. Hérað. Stekkhólmi. F. 27.05. Gaddstaðaflatir. Hérað, Stekkhólmi. L. 28.05. Gaddstaðaflatir. N.-Þingeyjarsýsla. S. 29.05. Frí. Frí. M. 30.05. Gaddstaðaflatir. Húsavík. Þ. 31.05. Gaddstaðaflatir. Flötutungur í Svarfaðardal. M. 01.06. Gaddstaðaflatir. Melgerðismelar. F. 02.06. Gaddstaðaflatir. Melgerðismelar. F. 03.06. Gaddstaðaflatir. Melgerðismelar. L. 04.06. Gaddstaðafl., yfirlitss. Melgm.,yfirlitss. og verðl.v S. 05.06. Gaddstaðaflatir, verðlaunav. Frí M. 06.06. Snæfellsnes. Vindheimamelar. Þ. 07.06. Dalir. Vindheimamelar. M. 08.06. V.-Húnavatnssýsla Vindheimamelar. F. 09.06. Borgarnes. Vindheimamelar. F. 10.06. Borgarnes. Vindheimamelar. L. 11.06. Borgarnes, yfirlitss. og verðlaunav. A. -Húnavatnssýsla. S. 12.06. Vindh.m., yfirlitssýning og verðlaunav. Svo sem sjá má, tekur forskoðun- in fyrir landsmótið nú skemmri tíma en verið hefur fyrir síðustu mót auk þess sem tíminn frá forskoðun fram að móti er einnig skemmri. Munar þar mestu að tvær dómnefndir verða að störfum samtímis svo sem sjá má í töflunni hér að ofan. Tölvutæknin verður einnig nýtt til hins ýtrasta við alla vinnu og þar með talið að undir- búa prentun á kynbótaþætti mótsskrár landsmótsins. Nýtt kyn- bótamat vegna afkvæmasýninga á landsmótinu verður reiknað út að aflokinni forskoðuninni og verður það fullbúið mánudaginn 20. júní eða jafnvel einhverjum dögum fyrr. Sýningargjöldin árið 1994 verða 2.050 kr. með vsk. á hrossið en veittur er afsláttur þegar fleiri en þrjú hross koma frá sama búi og er þá aðeins greitt hálft gjald fyrir hvert hross sem skráð er umfram þrjú. dóm en taka skal tillit til sýningar- ársins í heild og landsins alls upp í afslætti. Er hér um sömu reglur að ræða og síðustu árin hvað sýningar- gjöldin varðar. Eina breytingin er sú að nú hafa sýningargjöldin hækkað um 50 kr. frá því í fyrra og er sú hækkun í samræmi við hækkun á vísitölu búfjárræktar. Kynbótadagskráin á landsmótinu. Kynbótadagskrá landsmótsins á Gaddsstaðaflötum við Hellu hefst kl. 14.30 þriðjudaginn 28. júní næst- komandi með byggingardómum hryssna, fyrst mæta fjögurra vetra hryssur, þá fimm vetra hryssur og loks hryssur sex vetra og eldri. Hryssurnar skulu mæta eftir röð samkvæmt mótsskrá og ekki mæti aðrar hryssur en þær sem sérstök ástæða er til að komi aftur í bygging- ardóm frá forskoðun en annars gild- irforskoðunardómurinn á mótsstað. Stóðhestar mæta síðan í hliðstæða yfirferð byggingardóma og í sömu röð og hryssurnar af morgni mið- vikudagsins 29. júní. Hæfileikadóm- ar kynbótahryssna hefjast síðan kl. 13.00 sama dag og standa til kl. 19.00. Fyrst mæta fjögurra vetra hryssur, þá fimm vetra hryssur og loks hryssur sex vetra og eldri fyrri hluti flokksins. Síðari hluti elsta flokks hryssna mætir síðan frá 9.00 til 12.00 fimmtudaginn 30. júní. Stóðhestar mæta síðan eftir hádegið á fimmtudaginn 30. júni í hæfileika- dóminn. Dómar á þeim yngstu hefj- ast kl. 13.00 (stóðhestar fjögurra vetra) og endar sýningin með dómum stóðhesta sex vetra og eldri. Áætlað er að þessari yfirferð á hæfi- leikadómum verði lokið kl. 19.00. Dómar á afkvæmum á mótsstað hafa ekki þýðingu nema upp á framtíðina því útreikningi á kynbótamati því sem verðlaunun hryssna og stóð- hesta með afkvæmum á landsmótinu byggist á verður lokið fyrir mótið. Kjósi umráðamenn einstakra af- kvæma að fá þau dæmd eigi að síður, skulu þau mæta til dóms með sínum aldursflokki í einstaklingssýningun- um. Verður þessi yfirferð hæfileika- dómanna væntanlega áhugavert sýningaratriði fyrir áhorfendur. Kynning á kynbótahrossum eftir mótsskrá (yfirlitssýning) fer fram á föstudeginum 1. júlí og stendur hún yfir linnulítið allan daginn. Hrossin verða sýnd í mótsskrárröð eins og fram hefur komið, fyrst verða sýndar hryssur einstakar og þær yngstu fyrst, þá stóðhestar í sömu röð og síðan afkvæmahópar. Á laug- ardag og sunnudag 2. og 3. júlí fara síðan áfram úrvalssýningar á kyn- bótahrossum; einstaklingum og af- kvæmahópum og sýningar á ræktun- arbúum. Val og sýningar ræktunar- búa eru á ábyrgð mótshaldara en kynbótasýningin er að öðru leyti á verksviði og á ábyrgð Búnaðarfélags íslands eins og kunnugt er. Undirbúningur landsmótsins stendur nú sem hæst hvort sem er úti á meðal hrossaræktenda eða tamn- ingamanna, hjá hestamannafélög- unum á Suðurlandi og á höfuðborg- arsvæðinu sem standa að fram- 138 FREYR - 6 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.