Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 38

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 38
Greinctflokkur um hcigfræði 2. grein Kaup og rekstur búvéla Bjarni Guðmundsson og Gísli Sverrisson Búvísindadeild - Bútœknideild - Hvanneyri Búvélarnar gegna mikilvœgu hlutverki í búrekstri nútímans. Þœr losa mannshöndina undan erfiðustu verkunum og með þeim má ná nauðsynlegum afköstum við búvörufram- leiðsluna. En búvélarnar taka líka sinn hluta af tekjum búsins. Listin er sú að finna hœfilegt jafnvœgi á milli útgjalda vegna búvélanna og ábatans af notkun þeirra. E P 'SZ' Q) to c U) 'D XI ro vO i_r D <o ro c w o > 40 30 20 10 □ Rekstur Afskriftir Mynd 1. Dœmi um breytileika í búvélakostnadi tíu búa á sama búreikningasvœði 1992. Búunum er raðað eftir stœrð, nr. 1 er minnsta búið. Tafla 1. Búvélakostnaðurinn 1991, þús. kr. Kúa- Sauð- Blönduð bú fjárbú bú Reksturbúvéla 269 137 233 Reksturbúsbifreiða 210 171 190 Afskrift búvéla 445 225 401 Samtals 924 533 824 Reksturbúvéla, % 38 38 37 Afskriftbúvéla, % 62 62 63 Fjárfestingíbúvélum 711 303 655 Fjárf./Afskr 1,60 1.35 1,63 Unnið úr niðurstöðum búreikninga 1991 (Hagþj. landb.) Hver er búvéla- kostnaðurinn? Búreikningar bænda gefa glögga mynd af búvélakostnaðinum. I árs- yfirliti búreikninganna getum við t.d. fundið meðaltölur fyrir rekstrar- kostnad búvélanna, þ. e. kostnaðinn við að nota þær ár hvert, og meðal- tölur afskrifta, þ.e. árlegan kostnað við að eiga búvélarnar. Sé nú litið á niðurstöður búreikn- inga árið 1991 (tafla 1) sést að með- alkostnaður búanna vegna vélvæð- ingar liggur á bilinu 530-920 þúsund krónur á ári. Kostnaður vegna bús- bifreiða er þá talinn með. Mestur er kostnaðurinn á kúabúuum enda eru þau stærst. Á bak við þessar meðal- tölur liggur mikill breytileiki. Hann er afar fróðlegur þar sem í honum felst t.d. ábending um sparnaðar- möguleika, sjá 1. mynd. Og fleira getum við lesið úr tölum búreikninganna. Sé litið á rekstrar- kostnað búvélanna annars vegar en afskriftirnar hins vegar, sjáum við að afskriftirnar nema tæplega tveimur þriðju af búvélakostnaðinum - reksturinn liðugum þriðjungi. Meg- inkostnaðurinn liggur með öðrum orðum í því að eiga vélarnar fremur en að reka þœr. Viljum við ná taki á búvélakostnaðinum þurfum við því einkum að beina athyglinni að véla- kaupunum - fjárfestingunni sjálfri - með vönduðum undirbúningi. I daglegum bústörfum finnum við fyrst og fremst fyrir rekstrarkostnaði búvélanna, svo sem í eldsneytis- notkun, viðgerðum og varahluta- kaupum. Kostnaðurinn af því að eiga vélarnar - afskriftirnar og vext- irnir - rennur oftast hljóðlega hjá eftir að kaup hafa verið klofin, en hans gætir af fullum þunga þegar litið er til lengri tíma í rekstri búsins. Um þetta verður sérstaklega fjallað síðar í þessari grein. 134 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.