Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 13
veðrátta á íslandi eitthvað sem aðrir kynnu að sækjast eftir? Sérstaða íslands. Á þeim forsendum fór ég að skoða ferðamöguleika, útflutningsmöguleika o.fl. Sérstaða íslands er fyrst og fremst smæðin og svo lega landsins sem veldur því að sjórinn umhverfis er miklu hreinni en hann er hér fyrir sunnan okkur. Loft- mengun er vart mælanleg, jarðvegur mjög góður og heilbrigður. Við höfum notað tilbúinn áburð í sáralitlum mæli og í litlum hluta landsins og gróðurtímabilið er stutt. Þetta var þá allt í einu orðið okkur til framdráttar; auk þess er veðrið okkur hagfellt að því leyti að hér er engin hætta á því að fólk í sólböðum geti fengið húðkrabbamein af völdum of mikillar sólar, því hún er ekki til staðar. Rokið feykir þeirri loftmengun sem hér hefur myndast þó í litlum mæli sé, burt mjög fljótlega. Út frá þessum sjónarmiðum hef ég verið að hugsa: Hvar liggja þá tækifærin? Þetta hefur verið áhugamál mitt núna í þrettán ár. Þegar ég vann fyrir ríkis- stjórnina að samskiptum við erlenda fjöl- miðla þegar leiðtogafundurinn var hérna, þá upplifði ég erlendu fjölmiðlana eins og maður gat ímyndað sér víkingana þegar þeir fundu ísland árið 874. Þessir erlendu fréttamenn voru landkönnuðir sem gerðu sér enga grein fyrir því að hér byggi þjóð með menningu, með landbún- að og sjávarútveg, jafn fullkominn eins og hann er. í framhaldi af því var skipuð nefnd sem ég átti sæti í og við skoðuðum möguleik- ana út frá sjónarmiði hollustunnar; hvort ísland gæti orðið heilsuparadís, svipað eins og Baden-Baden. Það var rökrétt hugsun og vakti athygli, en Islendingar lögðu ekki upp með verkefnið. Nefndir tvær sem unnu að því á árunum 1989 og 1991 að kanna hvernig ætti að kynna ísland fyrir umheiminum, komust að þeirri niðurstöðu að það ætti að kynna sem land gæða, heinleika og hollustu. í tengslum við það væri snjallt að við tækj- um forystu í umhverfismálum og jafn- framt var lagt til að hér yrðu haldnar umhverfisráðstefnur. Við höfum hins vegar misst af lestinni vegna þess að við gerðum ekkert í málinu á þeim tíma. Fyrir stuttu var haldin al- þjóðleg umhverfisráðstefna í Noregi sem ég vildi láta halda á íslandi, en menn hér treystust ekki til að leggja upp með hana. Pá koma mér til hugar heilbrigðissviðið. hvort smæð þjóðfélagsins og þjóðskráin veitti skilyrði til nákvæmra krabbameins- rannsókna, svo dæmi sé tekið. Hér er þjóðskráin þekkt svo langt aftur í tímann að auðvelt er að skilgreina erfðaeinkenni sjúkdóma og hver eru ytri einkenni. Þarna er aftur lag, en núna, 1994, sjáum við að fleiri og fleiri þjóðir eru farnar að segja það sem ég vildi að við gerðum fyrir fimm árum. Sumar þjóðir eru farnar að auglýsa að þær séu að framleiða hreinar vörur. Þær segjast framleiða vörur sem eru góðar fyrir heilsuna og gæðavörur. Allt það sem við spáðum 1986-1989 „ Ef ísland getur ekki markaðssett sig sem lífrœnt land getur ekk- ertland það.“ hefur reynst rétt og hefði verið mjög gott ísland ú að kynna sem land að fara þessa leið á sínum tíma. En við hreinleika, hollustuog erum kannski ekki nægilega framsýn gceða. FráSystrastapaá þjóð og það er auðvitað skýring á því eins Siðu. og mörgu öðru. Okkur hefur tekist að selja fiskinn án þess að þurfa að hafa mikið fyrir markaðsmálum. því eftir- spurnin eftir fiski hefur oftast verið meiri en framboðið. Og þar af leiðandi höfum við ekki þurft að leggja jafn mikið á okkur í markaðssetningu eins og ef við værum að keppa á vörumarkaði þar sem samkeppni er til staðar. Áhersla verði lögð á hreinar náttúruafurðir. Nú aftur á móti stöndum við frammi fyrir því að verða að markaðssetja það sem við höfum að selja, þ.e.a.s. að koma okkur á framfæri á almennum mörkuð- um, bæði vegna þess að vörur eru að koma hingað vegna fjölþjóðasamninga sem við höfum gert og við þurfum að keppa á sömu forsendum annars staðar. 6’94 - FREYR 109

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.