Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 30
Reiknað endurgjald bœnda, maka þeirra og barna tekjuárið 1993 (skattframtal 1994) Að jafnaði skal færa á skattframtali 1994 þau reikn- uðu laun sem staðgreiðsla á árinu 1993 hefur miðast við. Séu færð lægri reiknuð laun ber að láta nauðsyn- legar skýringar fylgja skattframtali. í þessu sambandi vísast til 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 6. gr. laga nr. 49/1987. Viðmiðunarreglur til ákvörðunar á reiknuðu endur- gjaldi bænda og maka þeirra á staðgreiðsluárinu 1993 frá 31. desember 1992 eru þessar: Viðmiðunartekjur fyrir grundvallarbúið ákvarðast þannig: 1. Viðmiðunartekjur bónda, sem stendur einn fyrir búrekstri með eða án aðkeypts vinnuafls eða í samrekstri með öðrurn en maka, ákvarðast 643.248 kr. í 52 vikur. Mánaðarlaun kr. 53.604. 2. Vinni það hjóna sem ekki stendur fyrir búrekstri með maka sínum við reksturinn skal meta því endurgjald með hliðsjón af vinnuframlagi þess, metið á sama verði og endurgjald bónda. 3. Standi hjón bæði fyrir búrekstrinum skal reiknað endurgjald hjónanna samtals teljast tvöfalt endur- gjald bónda eða 1.286.496 kr. sem skiptist milli hjónanna í hlutfalli við vinnuframlag hvors um sig. 4. Ákvarðaðar viðmiðunartekjur hvers bónda sem stendur fyrir búi með öðrum en maka sínum skulu miðaðar við eignarhlutdeild bóndans í félagsbú- inu. Við ákvörðun viðmiðunartekna bænda skal taka tillit til þess hvort bóndi nái heildartekjum grundvallar- búsins. í verðlagsgrundvelli landbúnaðarafurða er sauðfjárbúi reiknuð 400 ærgildi en kúabúi 22 kúgildi sem samsvarar 440 ærgildum. í blönduðu búi skal því að öllu jöfnu reikna með 420 ærgildum. Við ákvörðun heildarærgilda bús er geldneyti reiknað 8 ærgildi og kálfur 4 ærgildi. Nái bústofn bónda ekki framangreindum ærgilda- fjölda verður að ætla að bóndinn nái ekki heildartekj- um grundvallarbúsins og má þá lækka reiknað endur- gjald í sama hlutfalli og ærgildafjöldi búsins er minni en viðmiðunarærgildafjöldi. Hámark reiknaðs endurgjalds sem skattstjóri getur ákvarðað skv. 1. mgr. 59. gr. laga nr. 75/1981 tak- markast við það að fjárhæð þess má ekki mynda tap sem er hærra en sem nemur samanlögðum almennum fyrningum skv. 38. gr. og gjaldfærslu skv. 53. gr. laganna. Hjá elli- og örorkulífeyrisþegum takmarkast ákvörðun skattstjóra á reiknuðu endurgjaldi við það að ekki myndist tap á búrekstrinum. Reiknað endurgjald barna Reikni bóndi börnum sínum á aldrinum 13-15 ára á tekjuárinu endurgjald fyrir vinnuframlag þeirra skv. síðasta málslið 2. mgr. 1. tl. A-liðs 7. gr. laga nr. 75/ 1981, skal við mat á hámarki því sem um ræðir í 2. mgr. 59. gr. laganna og draga má frá sem rekstrar- kostnað, miða við meðaltímakaup frá 282 kr. til 322 kr. eða frá 11.280 kr. til 12.880 kr. á viku. þá má auka fyrningar til þess að vega upp á móti hagnaði. 3. Ekki má auka fyrningar um hærri upphæð en sem hagnaðinum nemur. 4. Einungis má auka fyrningu af eignum, sem tengj- ast loðdýrabúskap. 5. Þessi regla gildir aðeins fyrir árið 1993. Rétt er að minna á að: Ef höfuðstóll er neikvæður, fellur tekjufærsla nið- ur, ef hún myndar hagnað. Þessi regla hefur verið í gildi og verður í gildi áfram. Úr skattalögum Við lögin bætist ákvæði til bráðabirgða er orðast svo: Skattaðili, sem fengið hefur að niðurfæra skuldir sem færðar hafa verið niður hjá Stofnlánadeild land- búnaðarins skv. lögum nr. 108/1992, er heimilt að fyrna eignir, sem fyrnanlegar eru skv. 32. gr. og tengjast loðdýrabúskap, um fjárhæð sem nemur nið- urfærslunni eða eftirgjöfinni. Ekki má mynda rekstr- artap vegna fyrninga samkvæmt þessu ákvæði og ekki má nota þær til að fresta yfirfærslu rekstrartapa frá fyrri árum. Hlutabréfakaup Árið 1992 greiddi ístex hf ekki nema 90% af ullarinnleggi til bænda. Haldið var eftir 10% og því breytt í hlutabréf árið 1993. Öllum innleggjendum hefur nú verið sent hlutabréf í félaginu. Frfj á bl ]3Q 126 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.