Freyr

Árgangur

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 15.02.1994, Blaðsíða 12
Lífsgildin eiga eftir að breytast Viðtal við Baldvin Jónsson markaðsfrœðing sem vinnur að því að kynna ísland sem land hreinleika, hollustu og gœða „Það er búið að traðka alltof mikið á íslenskum bœndum. Við höfum mörg kerfi í þjóð- félaginu og öll hafa þau sína annmarka. Linnulausar árásir á stjórnkerfi landbúnaðarins, sem þó hefur það umfram flest önnur kerfi að vera í sífelldri hagrœðingu og endurskoðun, hafa ómaklega bitnað á bœndunum sjálfum. íslenskir bœndur hafa ekkert til að skamm- ast sín fyrir!“ sagði Baldvin Jónsson í viðtali við Frey. Baldvin Jónsson hefur lengi unnið að mark- aðsmálum, innan- lands og utan og hefur um árabil verið mikill áhugamaður um holl- ustu matvœla. Það er eindregin skoðun hans að landbúnaður í þessu landi eigi mikla framtíð fyrir sér. Baldvin Jónsson. Sú breyting er að verða, a.m.k. á Vest- urlöndum, að fólk vill hreinar landbún- aðarafurðir og greiðir vel fyrir þær. Við- urkennt er að íslenskar búvörur séu ómenguð gæðavara og ættu því erindi á markað fyrir vistvænar afurðir. Þarna kunna að vera að opnast ný tækifæri sem þarf að kanna. Baldvin Jónsson er starfsmaður sam- starfshóps um framleiðslu á vistvænum landbúnaðarvörum, en að hópnum standa Búnaðarfélag íslands, Stéttar- samband bænda, Framleiðsluráð land- búnaðarins, Upplýsingaþjónusta land- búnaðarins og Rannsóknastofnun land- búnaðarins og landbúnaðarráðuneytið. Formaður samstarfshópsins er Arnaldur M. Bjarnason. Baldvin hefur langa reynslu í samskiptum við fjölmiðla og hefur mikinn áhuga á að kynna ísland sem land hreinleika. Freyr fór á fund hans og átti tal við hann um þau mál. „Árið 1981 sat ég ráðstefnu bandarískra framtíðarhyggjumanna (fútúrista), en það eru menn sem eru að að velta fyrir sér framtíðinni, viðskiptafræðingar, efna- hagsfræðingar, hagfræðingar, markaðs- sérfræðingar, fjölmiðlafólk og svo innan um spámenn sem eru að reyna að spá í framtíðina. Á ráðstefnunni var verið að ráða í það hvernig samruni Evrópu mundi verða og hvaða áhrif það mundi hafa í Asíu og Ameríku og líka hvernig Ameríka og, enn fjær, sameinaður heim- ur mundi verða þegar gengið væri út frá því að með nýjustu tækni væri hægt að gefa út dagblað samdægurs í Evrópu og Ameríku með gervihnattatækni, unnt væri að horfa á alla helstu viðburði í fréttum í beinum útsendingum í sjón- varpi, hægt væri að senda upp gervitungl til þess að þjóna símkerfum o.s.frv. Menn sáu fyrir sér minnkandi heim og aukin samskipti. Á þeim tíma var verið að hugsa um Evrópu sem eina þjóð, sem auðvitað gekk ekki eftir og gengur aldrei eftir, og þá spurði maður sjálfan sig: hver verður staða íslands? - hefur þá lítil þjóð ekki eitthvað að segja í samskiptum við stórar þjóðir eða koma stórar þjóðir til með að valta yfir ísland? Út frá því fór ég að reyna að átta mig á því hvað okkur gæti orðið til framdráttar. Umhverfismál voru ofarlega á baugi á þessari ráðstefnu. Menn höfðu miklar áhyggjur af því hvernigjarðvegurinn væri að fara, vatnið að mengast, hvernig loft- mengunin var orðin og hvílíkur vandi steðjaði að, væri ekki gripið í taumana. Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort lega landsins mundi ekki verða okkur til fram- dráttar. Var ekki t.d. hin síbreytilega 108 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.